Forysta Frjálslyndra fær það óþvegið 6. mars 2005 00:01 Sigurður Ingi Jónsson, sem skipaði 1. sæti á lista Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu alþingiskosningar skrifar harðorðan pistil á heimasíðu sína í dag. Sigurður Ingi sendir forystu Frjálsyndra tóninn og segir niðurstöðu nýafstaðins landsþings flokksins öllum, sem að komu, til háðungar. Þá segir Sigurður Ingi í pistli sínum að Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður og varaformaður flokksins eigi við drykkjuvandamál að stríða sem orðið hafi honum til háðungar og flokknum til skammar. Þetta hafi verið á allra vitorði en "við völdum að nota það ekki í kosningabaráttu," segir Sigurður Ingi í Pistli sínum. Sigurður Ingi studdi sem kunnugt er framboð Gunnars Arnar Örlygssonar þingmanns til varaformennsku í flokknum. Guðjón Arnar Kristjánsson formaður lýsti yfir stuðningi við Magnús Þór og þykir Sigurði Inga sem formaðurinn hafi með því gert sig sekan um að hygla einum þingmanni á kostnað annars. Magnús Þór var sem kunnugt er endurkjörinn á landsþingi um helgina, hlaut 48% atkvæða. Hér á eftir fer pistill Sigurðar Inga Jónssonar í heild sinni. Kurl til grafar borin "Þá er landsþingi Frjálslynda flokksins lokið. Það er óhætt að segja, að aðdragandi þessa landsþings hafi verið flokknum til háborinnar skammar. Það er í raun aðeins eitt, sem ekki kemur á óvart í þessu máli öllu, en það er drengileg framkoma Gunnars Örlygssonar. Rótið allt hófst með því að Gunnar tilkynnti Magnúsi Þór Hafsteinssyni, varaformanni Frjálslynda flokksins, að hann hyggði á mótframboð gegn honum, og óskaði eftir því að fá að ræða við hann vegna þessa. Upp frá þeirri stundu hefur Magnús Þór ekki yrt á Gunnar. Það næsta, sem gerist er að Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, gerði sig beran að því að hygla einum þingmanna sinna á kostnað annars. Guðjón Arnar studdi Magnús Þór með þeim rökum að hann hefði meiri reynslu en Gunnar. Ef Guðjón á við þingreynslu, þá skeikar þar einum degi á tveggja ára þingferli þeirra tveggja, svo vart getur verið um þá reynslu að ræða. Ef um er að ræða reynslu af varaformannshlutverkinu, þá þótti ekki tiltökumál fyrir tveimur árum, að gera Magnús Þór að varaformanni þó svo að hann hefði enga reynslu af stjórnmálum, og væri nýgenginn í flokkinn. Ári síðar, þá hampar Guðjón Arnar Magnúsi Þór enn frekar, þrátt fyrir að hann hafi þá nýverið gert sjálfan sig og flokkinn að athlægi, sem fréttnæmt var, með tali um sprengjuárásir á Alþingi, og gerir hann að þingflokksformanni á meðan Gunnar er í leyfi. Þá er skipan í flokknum þannig, að Guðjón Arnar er formaður, Magnús Þór er bæði varaformaður og þingflokksformaður, Margrét Sverrisdóttir er bæði framkvæmdastjóri og ritari, en Gunnar Örlygsson og Sigurjón Þórðarson þingmenn án ábyrgðarhlutverka innan flokksins. Þessari samþjöppun valds var viðhaldið á liðnu landsþingi. Vert er að skoða aðdraganda þessa landsþings vel, svo fólk megi læra af. Þær persónuárásir, sem ég varð fyrir vegna þessa eru tíundaðar í pistlum hér að neðan, svo ástæðulaust er að endurtaka þær, að öðru leiti en því, að brýna fyrir fólki, að senda aldrei tölvupóst á forystu Frjálslynda flokksins. Komist hann í hendur varaformanns, telji hann sér einhvern framdrátt í því, þá er einsýnt að sá póstur verður framsendur á fréttastjóra DV. Þótt Gunnar hafi sýnt drengskap í kosningabaráttu sinni, þá verður ekki það sama sagt um Magnús Þór. Kosningabarátta hans hófst með fallegri sögu um hvernig hann hafi verið heima í feðraorlofi hjá fjölskyldu sinni, á meðan Gunnar var að afplána fangelsisdóm, og hélt svo áfram í sama dúr. Þessi útgáfa af sögunni hallar vitanlega á Gunnar, en hún er ekki öll þar sem hún er séð, eins og forysta flokksins þekkir, þó farið sé með það eins og mannsmorð. Magnús Þór neitaði ítrekað að mæta Gunnari í fjölmiðlum til að ræða framboðið, svo ekki verður annað séð an að Magnús Þór hafi ekki haft kjark til að mæta mótframbjóðanda sínum augliti til auglitis. Þess í stað leggur hann sig fram við óvandaðar og lágkúrulegar árásir á bak við tjöldin. Það er ekki eins og að við höfum ekki vitað af drykkjuvanda Magnúsar Þórs, sem orðið hefur honum til háðungar og flokknum til skammar, hvort heldur er á spjallþráðum eða í opinberum erindagjörðum. Við vitum hvar hann var vikuna fyrir jól, og hvers vegna það kom til. Við völdum að nota það ekki í kosningabaráttu, því við teljum það ekki málefnalegt, og skilur þar í milli okkar og Magnúsar Þórs. Hvað niðurstöðu landsþingsins varðar, þá var hún öllum, sem að komu, til háðungar. Krónprins Guðjóns Arnars fékk stuðning 48% landsþingsfulltrúa í kosningu um varaformann, og hann fékk þó þetta, eingöngu vegna þess að Margrét Sverrisdóttir neitaði að bjóða sig fram. Þetta útleggst á einfaldri íslensku, að meirihluti landsþingsfulltrúa telur Magnús Þór ekki hæfan til að sinna embætti varaformanns Frjálslynda flokksins, sama hver mótframbjóðandinn er, og með því hafa þeir lýst vantrausti á dómgreind formanns Frjálslynda flokksins. Þessi flokkur mun hvorki verða fugl né Frjálslyndur, hann verður bara fiskur." Bloggsíða Sigurðar Inga Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Stj.mál Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Sigurður Ingi Jónsson, sem skipaði 1. sæti á lista Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu alþingiskosningar skrifar harðorðan pistil á heimasíðu sína í dag. Sigurður Ingi sendir forystu Frjálsyndra tóninn og segir niðurstöðu nýafstaðins landsþings flokksins öllum, sem að komu, til háðungar. Þá segir Sigurður Ingi í pistli sínum að Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður og varaformaður flokksins eigi við drykkjuvandamál að stríða sem orðið hafi honum til háðungar og flokknum til skammar. Þetta hafi verið á allra vitorði en "við völdum að nota það ekki í kosningabaráttu," segir Sigurður Ingi í Pistli sínum. Sigurður Ingi studdi sem kunnugt er framboð Gunnars Arnar Örlygssonar þingmanns til varaformennsku í flokknum. Guðjón Arnar Kristjánsson formaður lýsti yfir stuðningi við Magnús Þór og þykir Sigurði Inga sem formaðurinn hafi með því gert sig sekan um að hygla einum þingmanni á kostnað annars. Magnús Þór var sem kunnugt er endurkjörinn á landsþingi um helgina, hlaut 48% atkvæða. Hér á eftir fer pistill Sigurðar Inga Jónssonar í heild sinni. Kurl til grafar borin "Þá er landsþingi Frjálslynda flokksins lokið. Það er óhætt að segja, að aðdragandi þessa landsþings hafi verið flokknum til háborinnar skammar. Það er í raun aðeins eitt, sem ekki kemur á óvart í þessu máli öllu, en það er drengileg framkoma Gunnars Örlygssonar. Rótið allt hófst með því að Gunnar tilkynnti Magnúsi Þór Hafsteinssyni, varaformanni Frjálslynda flokksins, að hann hyggði á mótframboð gegn honum, og óskaði eftir því að fá að ræða við hann vegna þessa. Upp frá þeirri stundu hefur Magnús Þór ekki yrt á Gunnar. Það næsta, sem gerist er að Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, gerði sig beran að því að hygla einum þingmanna sinna á kostnað annars. Guðjón Arnar studdi Magnús Þór með þeim rökum að hann hefði meiri reynslu en Gunnar. Ef Guðjón á við þingreynslu, þá skeikar þar einum degi á tveggja ára þingferli þeirra tveggja, svo vart getur verið um þá reynslu að ræða. Ef um er að ræða reynslu af varaformannshlutverkinu, þá þótti ekki tiltökumál fyrir tveimur árum, að gera Magnús Þór að varaformanni þó svo að hann hefði enga reynslu af stjórnmálum, og væri nýgenginn í flokkinn. Ári síðar, þá hampar Guðjón Arnar Magnúsi Þór enn frekar, þrátt fyrir að hann hafi þá nýverið gert sjálfan sig og flokkinn að athlægi, sem fréttnæmt var, með tali um sprengjuárásir á Alþingi, og gerir hann að þingflokksformanni á meðan Gunnar er í leyfi. Þá er skipan í flokknum þannig, að Guðjón Arnar er formaður, Magnús Þór er bæði varaformaður og þingflokksformaður, Margrét Sverrisdóttir er bæði framkvæmdastjóri og ritari, en Gunnar Örlygsson og Sigurjón Þórðarson þingmenn án ábyrgðarhlutverka innan flokksins. Þessari samþjöppun valds var viðhaldið á liðnu landsþingi. Vert er að skoða aðdraganda þessa landsþings vel, svo fólk megi læra af. Þær persónuárásir, sem ég varð fyrir vegna þessa eru tíundaðar í pistlum hér að neðan, svo ástæðulaust er að endurtaka þær, að öðru leiti en því, að brýna fyrir fólki, að senda aldrei tölvupóst á forystu Frjálslynda flokksins. Komist hann í hendur varaformanns, telji hann sér einhvern framdrátt í því, þá er einsýnt að sá póstur verður framsendur á fréttastjóra DV. Þótt Gunnar hafi sýnt drengskap í kosningabaráttu sinni, þá verður ekki það sama sagt um Magnús Þór. Kosningabarátta hans hófst með fallegri sögu um hvernig hann hafi verið heima í feðraorlofi hjá fjölskyldu sinni, á meðan Gunnar var að afplána fangelsisdóm, og hélt svo áfram í sama dúr. Þessi útgáfa af sögunni hallar vitanlega á Gunnar, en hún er ekki öll þar sem hún er séð, eins og forysta flokksins þekkir, þó farið sé með það eins og mannsmorð. Magnús Þór neitaði ítrekað að mæta Gunnari í fjölmiðlum til að ræða framboðið, svo ekki verður annað séð an að Magnús Þór hafi ekki haft kjark til að mæta mótframbjóðanda sínum augliti til auglitis. Þess í stað leggur hann sig fram við óvandaðar og lágkúrulegar árásir á bak við tjöldin. Það er ekki eins og að við höfum ekki vitað af drykkjuvanda Magnúsar Þórs, sem orðið hefur honum til háðungar og flokknum til skammar, hvort heldur er á spjallþráðum eða í opinberum erindagjörðum. Við vitum hvar hann var vikuna fyrir jól, og hvers vegna það kom til. Við völdum að nota það ekki í kosningabaráttu, því við teljum það ekki málefnalegt, og skilur þar í milli okkar og Magnúsar Þórs. Hvað niðurstöðu landsþingsins varðar, þá var hún öllum, sem að komu, til háðungar. Krónprins Guðjóns Arnars fékk stuðning 48% landsþingsfulltrúa í kosningu um varaformann, og hann fékk þó þetta, eingöngu vegna þess að Margrét Sverrisdóttir neitaði að bjóða sig fram. Þetta útleggst á einfaldri íslensku, að meirihluti landsþingsfulltrúa telur Magnús Þór ekki hæfan til að sinna embætti varaformanns Frjálslynda flokksins, sama hver mótframbjóðandinn er, og með því hafa þeir lýst vantrausti á dómgreind formanns Frjálslynda flokksins. Þessi flokkur mun hvorki verða fugl né Frjálslyndur, hann verður bara fiskur." Bloggsíða Sigurðar Inga
Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Stj.mál Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira