Íslendingafélögin í andaslitrunum? 6. mars 2005 00:01 Eru Íslendingafélögin á Norðurlöndunum í andarslitrunum? Stjórnendur félaga í Danmörku, Noregi og Svíþjóð segja að félögin verði að laga sig að breyttum tímum ætli þau að halda velli. Rúmlega 200 þúsund manns búa í Árósum í Danmörku. Bjarni Danivalsson, stjórnarmaður í Íslendingafélaginu þar, segir félagið vera í samkeppni við afþreyingar- og tæknimöguleika nútímans. Fólk sé í sambandi á Netinu allan sólarhringinn og hafi því ekki eins mikla þörf fyrir að koma á kaffifund og spjalla við fólk og áður. Bjarni segir erfiðara að komast í samband við nýja hópa sem koma á haustin, en í Árósum sem og víðar hefur verið stofnað sérstakt félag íslenskra námsmanna. Hann segir að reynt hafi verið að hengja upp auglýsingar í háskólanum og búðum sem vitað sé að Íslendingar sæki en lítið hafi komið út út því. Sunnar á Jótlandi er aðra sögu að segja frá 50.000 manna bænum Horsens. Þar búa um 400 Íslendingar og um helmingur þeirra í sama hverfinu, hinum svokallaða Mosa. Einar Birgisson hjá Íslendingafélaginu Horsens segir að í þau tæpu tvö ár sem hann hafi búið í bænum hafi hann eignast yndislega vini og 90 prósent þeirra séu Íslendingar, einmitt vegna þess hvar hann búi. Vefurinn er fréttaveitan í dag. Félag íslenskra námsmanna í Osló og nágrenni hætti þannig fyrir þremur árum að bjóða uppá sameiginlega Moggastund en segir þörf vera á menningarviðburðum eins og þorrablótum. Í Gautaborg aftur á móti var þorrablóti aflýst í fyrsta sinn í ár og segir gjaldkeri félagsins að það sé nánast ómögulegt að fá fólk til að taka þátt í því sem boðið er upp á. Fjölmennasta þorrablótið til þessa var hins vegar haldið í 27.000 manna bænum Sönderborg í Danmörku. Það gengur því betur í smærri bæjum. Einar Birgisson segir að 120 miðar hafi verið í boði þar og þeir hafi allir farið. Tilveran Mest lesið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið David Lynch er látinn Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Eru Íslendingafélögin á Norðurlöndunum í andarslitrunum? Stjórnendur félaga í Danmörku, Noregi og Svíþjóð segja að félögin verði að laga sig að breyttum tímum ætli þau að halda velli. Rúmlega 200 þúsund manns búa í Árósum í Danmörku. Bjarni Danivalsson, stjórnarmaður í Íslendingafélaginu þar, segir félagið vera í samkeppni við afþreyingar- og tæknimöguleika nútímans. Fólk sé í sambandi á Netinu allan sólarhringinn og hafi því ekki eins mikla þörf fyrir að koma á kaffifund og spjalla við fólk og áður. Bjarni segir erfiðara að komast í samband við nýja hópa sem koma á haustin, en í Árósum sem og víðar hefur verið stofnað sérstakt félag íslenskra námsmanna. Hann segir að reynt hafi verið að hengja upp auglýsingar í háskólanum og búðum sem vitað sé að Íslendingar sæki en lítið hafi komið út út því. Sunnar á Jótlandi er aðra sögu að segja frá 50.000 manna bænum Horsens. Þar búa um 400 Íslendingar og um helmingur þeirra í sama hverfinu, hinum svokallaða Mosa. Einar Birgisson hjá Íslendingafélaginu Horsens segir að í þau tæpu tvö ár sem hann hafi búið í bænum hafi hann eignast yndislega vini og 90 prósent þeirra séu Íslendingar, einmitt vegna þess hvar hann búi. Vefurinn er fréttaveitan í dag. Félag íslenskra námsmanna í Osló og nágrenni hætti þannig fyrir þremur árum að bjóða uppá sameiginlega Moggastund en segir þörf vera á menningarviðburðum eins og þorrablótum. Í Gautaborg aftur á móti var þorrablóti aflýst í fyrsta sinn í ár og segir gjaldkeri félagsins að það sé nánast ómögulegt að fá fólk til að taka þátt í því sem boðið er upp á. Fjölmennasta þorrablótið til þessa var hins vegar haldið í 27.000 manna bænum Sönderborg í Danmörku. Það gengur því betur í smærri bæjum. Einar Birgisson segir að 120 miðar hafi verið í boði þar og þeir hafi allir farið.
Tilveran Mest lesið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið David Lynch er látinn Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira