Íslendingafélögin í andaslitrunum? 6. mars 2005 00:01 Eru Íslendingafélögin á Norðurlöndunum í andarslitrunum? Stjórnendur félaga í Danmörku, Noregi og Svíþjóð segja að félögin verði að laga sig að breyttum tímum ætli þau að halda velli. Rúmlega 200 þúsund manns búa í Árósum í Danmörku. Bjarni Danivalsson, stjórnarmaður í Íslendingafélaginu þar, segir félagið vera í samkeppni við afþreyingar- og tæknimöguleika nútímans. Fólk sé í sambandi á Netinu allan sólarhringinn og hafi því ekki eins mikla þörf fyrir að koma á kaffifund og spjalla við fólk og áður. Bjarni segir erfiðara að komast í samband við nýja hópa sem koma á haustin, en í Árósum sem og víðar hefur verið stofnað sérstakt félag íslenskra námsmanna. Hann segir að reynt hafi verið að hengja upp auglýsingar í háskólanum og búðum sem vitað sé að Íslendingar sæki en lítið hafi komið út út því. Sunnar á Jótlandi er aðra sögu að segja frá 50.000 manna bænum Horsens. Þar búa um 400 Íslendingar og um helmingur þeirra í sama hverfinu, hinum svokallaða Mosa. Einar Birgisson hjá Íslendingafélaginu Horsens segir að í þau tæpu tvö ár sem hann hafi búið í bænum hafi hann eignast yndislega vini og 90 prósent þeirra séu Íslendingar, einmitt vegna þess hvar hann búi. Vefurinn er fréttaveitan í dag. Félag íslenskra námsmanna í Osló og nágrenni hætti þannig fyrir þremur árum að bjóða uppá sameiginlega Moggastund en segir þörf vera á menningarviðburðum eins og þorrablótum. Í Gautaborg aftur á móti var þorrablóti aflýst í fyrsta sinn í ár og segir gjaldkeri félagsins að það sé nánast ómögulegt að fá fólk til að taka þátt í því sem boðið er upp á. Fjölmennasta þorrablótið til þessa var hins vegar haldið í 27.000 manna bænum Sönderborg í Danmörku. Það gengur því betur í smærri bæjum. Einar Birgisson segir að 120 miðar hafi verið í boði þar og þeir hafi allir farið. Tilveran Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Þórdís Lóa brast í söng í pontu Lífið Fleiri fréttir „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Eru Íslendingafélögin á Norðurlöndunum í andarslitrunum? Stjórnendur félaga í Danmörku, Noregi og Svíþjóð segja að félögin verði að laga sig að breyttum tímum ætli þau að halda velli. Rúmlega 200 þúsund manns búa í Árósum í Danmörku. Bjarni Danivalsson, stjórnarmaður í Íslendingafélaginu þar, segir félagið vera í samkeppni við afþreyingar- og tæknimöguleika nútímans. Fólk sé í sambandi á Netinu allan sólarhringinn og hafi því ekki eins mikla þörf fyrir að koma á kaffifund og spjalla við fólk og áður. Bjarni segir erfiðara að komast í samband við nýja hópa sem koma á haustin, en í Árósum sem og víðar hefur verið stofnað sérstakt félag íslenskra námsmanna. Hann segir að reynt hafi verið að hengja upp auglýsingar í háskólanum og búðum sem vitað sé að Íslendingar sæki en lítið hafi komið út út því. Sunnar á Jótlandi er aðra sögu að segja frá 50.000 manna bænum Horsens. Þar búa um 400 Íslendingar og um helmingur þeirra í sama hverfinu, hinum svokallaða Mosa. Einar Birgisson hjá Íslendingafélaginu Horsens segir að í þau tæpu tvö ár sem hann hafi búið í bænum hafi hann eignast yndislega vini og 90 prósent þeirra séu Íslendingar, einmitt vegna þess hvar hann búi. Vefurinn er fréttaveitan í dag. Félag íslenskra námsmanna í Osló og nágrenni hætti þannig fyrir þremur árum að bjóða uppá sameiginlega Moggastund en segir þörf vera á menningarviðburðum eins og þorrablótum. Í Gautaborg aftur á móti var þorrablóti aflýst í fyrsta sinn í ár og segir gjaldkeri félagsins að það sé nánast ómögulegt að fá fólk til að taka þátt í því sem boðið er upp á. Fjölmennasta þorrablótið til þessa var hins vegar haldið í 27.000 manna bænum Sönderborg í Danmörku. Það gengur því betur í smærri bæjum. Einar Birgisson segir að 120 miðar hafi verið í boði þar og þeir hafi allir farið.
Tilveran Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Þórdís Lóa brast í söng í pontu Lífið Fleiri fréttir „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira