Lemgo tapaði fyrir Celje Lasko 5. mars 2005 00:01 Flestir leikmanna Lemgo voru fjarri sínu besta í leiknum og liðið mátti í raun þakka fyrir að tapa ekki stærra. Logi þarf aftur á móti ekki að skammast sín fyrir frammistöðuna enda héldu hann og Florian Kehrmann Lemgo á floti í leiknum lengst af. "Þetta var án efa okkar lélegasti leikur í langan tíma. Það small ekkert hjá okkur og menn voru að berjast hver í sínu horni. Við náðum engum takti í okkar leik," sagði Logi í samtali við Fréttablaðið skömmu eftir leik. Logi var keyptur til félagsins sem hornamaður en sökum meiðsla hefur hann leikið síðustu leiki í skyttustöðunni og staðið sig mjög vel. Hann vildi ekki gera of mikið úr eigin frammistöðu í leiknum. "Ég er ekki nógu ánægður með minn hlut í leiknum. Mig langaði að vinna þennan leik. Koma til leiks óþekktur strákur í skyttustöðunni og gera góða hluti. Markvörður þeirra var okkur, og mér, ansi erfiður. Ég gafst samt aldrei upp en því miður gáfust sumir félaga minna upp. Það er sorglegt á heimavelli fyrir framan 4000 manns. Það er hræðilegt að þessi leikur skyldi sýndur í sjónvarpinu heima því hann gefur ekki rétta mynd af styrkleika liðsins," sagði Logi nokkuð léttur enda ávallt stutt í jákvæðnina hjá stráknum. Heimavöllur Celje er einhver mesta gryfja í Evrópu og þar tapar liðið ákaflega sjaldan. Þeir eru því ekki margir sem telja Lemgo eiga möguleika á að komast í undanúrslit keppninnar en Logi er ekki einn þeirra. "Þetta er ekki búið. Vissulega er verkefnið erfitt þar sem þetta eru meistararnir á þessum rosalega heimavelli. Aftur á móti gekk ekkert upp hjá okkur í þessum leik og lykilmenn voru fjarri sínu besta. Við eigum því mikið inni fyrir síðari leikinn og ef heppnin fer í lið með okkur getur allt gerst í seinni leiknum," sagði Logi Geirsson. Íslenski handboltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Sigursæl boðhlaupssveit Bandaríkjanna óvænt úr leik Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sjá meira
Flestir leikmanna Lemgo voru fjarri sínu besta í leiknum og liðið mátti í raun þakka fyrir að tapa ekki stærra. Logi þarf aftur á móti ekki að skammast sín fyrir frammistöðuna enda héldu hann og Florian Kehrmann Lemgo á floti í leiknum lengst af. "Þetta var án efa okkar lélegasti leikur í langan tíma. Það small ekkert hjá okkur og menn voru að berjast hver í sínu horni. Við náðum engum takti í okkar leik," sagði Logi í samtali við Fréttablaðið skömmu eftir leik. Logi var keyptur til félagsins sem hornamaður en sökum meiðsla hefur hann leikið síðustu leiki í skyttustöðunni og staðið sig mjög vel. Hann vildi ekki gera of mikið úr eigin frammistöðu í leiknum. "Ég er ekki nógu ánægður með minn hlut í leiknum. Mig langaði að vinna þennan leik. Koma til leiks óþekktur strákur í skyttustöðunni og gera góða hluti. Markvörður þeirra var okkur, og mér, ansi erfiður. Ég gafst samt aldrei upp en því miður gáfust sumir félaga minna upp. Það er sorglegt á heimavelli fyrir framan 4000 manns. Það er hræðilegt að þessi leikur skyldi sýndur í sjónvarpinu heima því hann gefur ekki rétta mynd af styrkleika liðsins," sagði Logi nokkuð léttur enda ávallt stutt í jákvæðnina hjá stráknum. Heimavöllur Celje er einhver mesta gryfja í Evrópu og þar tapar liðið ákaflega sjaldan. Þeir eru því ekki margir sem telja Lemgo eiga möguleika á að komast í undanúrslit keppninnar en Logi er ekki einn þeirra. "Þetta er ekki búið. Vissulega er verkefnið erfitt þar sem þetta eru meistararnir á þessum rosalega heimavelli. Aftur á móti gekk ekkert upp hjá okkur í þessum leik og lykilmenn voru fjarri sínu besta. Við eigum því mikið inni fyrir síðari leikinn og ef heppnin fer í lið með okkur getur allt gerst í seinni leiknum," sagði Logi Geirsson.
Íslenski handboltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Sigursæl boðhlaupssveit Bandaríkjanna óvænt úr leik Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sjá meira