Skilar ánægðara starfsfólki 2. mars 2005 00:01 Starfsmenn úr hinum ýmsu deildum nokkurra verslunarkeðja hafa sest á skólabekk til að auka hæfni sína, þjónustulund og vöruþekkingu. Námið tekur eitt og hálft ár og er sniðið að þörfum verslunarinnar enda fer það fram í Verzlunarskóla Íslands. Einn af nemendunum er að halda stutta tölu þegar Fréttablaðið ryðst inn í kennslustund með góðfúslegu leyfi verkefnisstjórans Hildar Friðriksdóttur. Ræðumaðurinn lætur ekki slá sig út af laginu og heldur áfram að fjalla um þjónustu við ferðamenn og hinir nemendurnir hlýða á. Hann er starfsmaður á bensínstöð enda er Olíufélagið meðal þeirra fyrirtækja sem standa að náminu með Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Verzlunarskólanum. Hin fyrirtækin eru Samkaup, Hagkaup og Kaupás. Áður en frímínúturnar hefjast tyllum við Hildur okkur í rauða stóla framan við kennslustofuna og hún lýsir fyrirætlunum með náminu. "Verslunarfagnámið er nýtt af nálinni og er sérhannað fyrir almennt starfsfólk í verslunum. Það eru nú hvorki meira né minna en 12 þúsund manns sem vinna í smásölu hér á landi en nú í fyrsta hópnum eru tuttugu. Upphafslotan miðar að því að styrkja sjálfstraust hvers og eins nemanda, til dæmis með því að fá hann til að standa upp og miðla til hinna og oft skapast miklar umræður í tímum. Kennararnir eru bæði úr þessum skóla og úr atvinnulífinu og nemendur læra hver af öðrum líka. Því þótt þetta fólk eigi margt sameiginlegt í starfinu þá kemur það úr ólíkum áttum og hefur margháttaða reynslu. Þetta er fyrsti hópurinn af mörgum en námið á líka að hafa margfeldisáhrif því nemendurnir eiga að miðla þekkingu sinni til samstarfsfólksins hver á sínum vinnustað." Nú fjölgar í setustofunni og við fáum tvo af nemendunum til að setjast hjá okkur, þau Guðbjörgu Kristínu Pálsdóttur, starfsmann í Hagkaup í Smáralind og Davíð Fjölni Ármannsson, starfsmann í Byko við Hringbraut. Þau eru bæði ánægð með að hafa fengið þetta tækifæri til að mennta sig. "Námið breytir að vissu leyti viðhorfum manns til starfsins og víkkar sjóndeildarhringinn," segir Guðbjörg og Davíð tekur undir það. "Þetta er mjög hagnýtt nám sem á örugglega eftir að skila sér í ánægðara og áhugasamara afgreiðslufólki." Tilveran Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Fleiri fréttir „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Starfsmenn úr hinum ýmsu deildum nokkurra verslunarkeðja hafa sest á skólabekk til að auka hæfni sína, þjónustulund og vöruþekkingu. Námið tekur eitt og hálft ár og er sniðið að þörfum verslunarinnar enda fer það fram í Verzlunarskóla Íslands. Einn af nemendunum er að halda stutta tölu þegar Fréttablaðið ryðst inn í kennslustund með góðfúslegu leyfi verkefnisstjórans Hildar Friðriksdóttur. Ræðumaðurinn lætur ekki slá sig út af laginu og heldur áfram að fjalla um þjónustu við ferðamenn og hinir nemendurnir hlýða á. Hann er starfsmaður á bensínstöð enda er Olíufélagið meðal þeirra fyrirtækja sem standa að náminu með Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Verzlunarskólanum. Hin fyrirtækin eru Samkaup, Hagkaup og Kaupás. Áður en frímínúturnar hefjast tyllum við Hildur okkur í rauða stóla framan við kennslustofuna og hún lýsir fyrirætlunum með náminu. "Verslunarfagnámið er nýtt af nálinni og er sérhannað fyrir almennt starfsfólk í verslunum. Það eru nú hvorki meira né minna en 12 þúsund manns sem vinna í smásölu hér á landi en nú í fyrsta hópnum eru tuttugu. Upphafslotan miðar að því að styrkja sjálfstraust hvers og eins nemanda, til dæmis með því að fá hann til að standa upp og miðla til hinna og oft skapast miklar umræður í tímum. Kennararnir eru bæði úr þessum skóla og úr atvinnulífinu og nemendur læra hver af öðrum líka. Því þótt þetta fólk eigi margt sameiginlegt í starfinu þá kemur það úr ólíkum áttum og hefur margháttaða reynslu. Þetta er fyrsti hópurinn af mörgum en námið á líka að hafa margfeldisáhrif því nemendurnir eiga að miðla þekkingu sinni til samstarfsfólksins hver á sínum vinnustað." Nú fjölgar í setustofunni og við fáum tvo af nemendunum til að setjast hjá okkur, þau Guðbjörgu Kristínu Pálsdóttur, starfsmann í Hagkaup í Smáralind og Davíð Fjölni Ármannsson, starfsmann í Byko við Hringbraut. Þau eru bæði ánægð með að hafa fengið þetta tækifæri til að mennta sig. "Námið breytir að vissu leyti viðhorfum manns til starfsins og víkkar sjóndeildarhringinn," segir Guðbjörg og Davíð tekur undir það. "Þetta er mjög hagnýtt nám sem á örugglega eftir að skila sér í ánægðara og áhugasamara afgreiðslufólki."
Tilveran Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Fleiri fréttir „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira