Reyna að leysa mál Fischers 1. mars 2005 00:01 Íslensk sendinefnd hélt til Japans í dag til að knýja á um lausn skáksnillingsins Bobbys Fischers. Sæmundur Pálsson sem þegar er kominn til Japans segist hlakka til að hitta þennan forna vin sinn. Sæmundur Pálsson, vinur skákmeistarans Bobbys Fischers, fær að heimsækja hann á morgun. Þeir munu ræða saman í gegnum gler í búðunum þar sem Fischer er í haldi. Í dag fór sérstök sendinefnd frá Íslandi til Japans til að knýja á um að Fischer yrði látinn laus. Garðar Sverrisson í stuðningshópi Fischers segir að verið sé að bregðast við ósk Fischers og nánustu stuðningsmanna hans í Japan um að fylgja eftir þeim þrýstingi sem íslensk stjórnvöld hafi þegar sett á þau japönsku um að leysa Fischer úr varðhaldi og veita honum greiða og örugga heimför. Það var Bobby Fischer sjálfur sem óskaði eftir því að sendinefndin kæmi til Japans en nefndin hefur þegar óskað eftir fundum með utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra Japans. Verði Bobby Fischer enn í haldi í byrjun næstu viku hefur nefndin verið beðin um að koma fram á fréttamannafundi í Tókýó næstkomandi mánudag þar sem gerð verður grein fyrir mikilvægum upplýsingum sem ekki hafa komið fram áður. Sæmundur Pálsson er bjartsýnn á að Bobby Fischer verði látinn laus og fái að koma til Íslands. Hann segir að hann hafi ekki verið sérlega bjartsýnn áður en hann hafi rætt við Davíð Oddsson utanríkisráðherra síðastliðinn föstudag. Eftir það samtal hafi honum liðið mun betur. Hann sé bjartsýnn núna og menn færu ekki svo langt ferðalag öðruvísi. John Bosnitch í stuðningsmannahópi Fischers í Japan segist aðspurður vona að málið leysist innan tveggja vikna því hann geti ekki ímyndað sér að íslensk stjórnvöld sendi vegabréf til Japans en afhendi Fischer það ekki. Því gangi hann út frá því að tilgangurinn með því að senda vegabréfið sé að afhenda Fischer það. Sæmundur hitti Fischer í fyrsta skipti í 33 ár á morgun. Aðspurður hvernig það leggist í hann segir Sæmundur að tilhlökkunin sé meiri en kvíðinn. Að vísu viti hann að þeir hafi báðir breyst mikið á þeim tíma sem liðinn er en þetta verði eflaust ánægjufundir. Sendinefndin, sem hélt utan í dag, segist hafa tromp uppi í erminni sem verði spilað út ef annað þrýtur og japönsk stjórnvöld neiti að láta Fischer lausan. Hvað þetta leynivopn er, verður þó ekki gefið upp að svo stöddu. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Íslensk sendinefnd hélt til Japans í dag til að knýja á um lausn skáksnillingsins Bobbys Fischers. Sæmundur Pálsson sem þegar er kominn til Japans segist hlakka til að hitta þennan forna vin sinn. Sæmundur Pálsson, vinur skákmeistarans Bobbys Fischers, fær að heimsækja hann á morgun. Þeir munu ræða saman í gegnum gler í búðunum þar sem Fischer er í haldi. Í dag fór sérstök sendinefnd frá Íslandi til Japans til að knýja á um að Fischer yrði látinn laus. Garðar Sverrisson í stuðningshópi Fischers segir að verið sé að bregðast við ósk Fischers og nánustu stuðningsmanna hans í Japan um að fylgja eftir þeim þrýstingi sem íslensk stjórnvöld hafi þegar sett á þau japönsku um að leysa Fischer úr varðhaldi og veita honum greiða og örugga heimför. Það var Bobby Fischer sjálfur sem óskaði eftir því að sendinefndin kæmi til Japans en nefndin hefur þegar óskað eftir fundum með utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra Japans. Verði Bobby Fischer enn í haldi í byrjun næstu viku hefur nefndin verið beðin um að koma fram á fréttamannafundi í Tókýó næstkomandi mánudag þar sem gerð verður grein fyrir mikilvægum upplýsingum sem ekki hafa komið fram áður. Sæmundur Pálsson er bjartsýnn á að Bobby Fischer verði látinn laus og fái að koma til Íslands. Hann segir að hann hafi ekki verið sérlega bjartsýnn áður en hann hafi rætt við Davíð Oddsson utanríkisráðherra síðastliðinn föstudag. Eftir það samtal hafi honum liðið mun betur. Hann sé bjartsýnn núna og menn færu ekki svo langt ferðalag öðruvísi. John Bosnitch í stuðningsmannahópi Fischers í Japan segist aðspurður vona að málið leysist innan tveggja vikna því hann geti ekki ímyndað sér að íslensk stjórnvöld sendi vegabréf til Japans en afhendi Fischer það ekki. Því gangi hann út frá því að tilgangurinn með því að senda vegabréfið sé að afhenda Fischer það. Sæmundur hitti Fischer í fyrsta skipti í 33 ár á morgun. Aðspurður hvernig það leggist í hann segir Sæmundur að tilhlökkunin sé meiri en kvíðinn. Að vísu viti hann að þeir hafi báðir breyst mikið á þeim tíma sem liðinn er en þetta verði eflaust ánægjufundir. Sendinefndin, sem hélt utan í dag, segist hafa tromp uppi í erminni sem verði spilað út ef annað þrýtur og japönsk stjórnvöld neiti að láta Fischer lausan. Hvað þetta leynivopn er, verður þó ekki gefið upp að svo stöddu.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira