Sendinefndin með leynivopn 1. mars 2005 00:01 Sendinefnd á vegum stuðningsmanna Fischers er á leið til Japans til að þrýsta á um að hann verði leystur úr haldi. Nefndin hefur leynivopn í farteskinu sem dregið verður fram ef Fischer fæst ekki látinn laus. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, er nýlentur í Tókýó ásamt föruneyti og fær hann að heimsækja Fischer á morgun, miðvikudag, en þrjátíu og þrjú ár eru liðin frá skákeinvígi aldarinnar hér á landi þar sem þeir hittust fyrst. Munu þeir ræða saman í gegnum gler í búðunum þar sem Fischer er í haldi. Sendinefndin sem fer í dag heldur utan að ósk Fischers, en erindið er að fá fund með fulltrúum í dómsmála- og utanríkisráðuneytum Japans og þrýsta á um að hann verði látinn laus. Í nefndinni eru auk Sæmundar Pálssonar þeir Garðar Sverrisson, fyrrverandi formaður Öryrkjabandalags Íslands, og tveir fyrrverandi forsetar Skáksambands Íslands, þeir Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur og Einar S. Einarsson, fyrrverandi forstjóri VISA. Einar segir að ef málið leysist ekki og japönsk yfirvöld gefi ekki skákina verði stefnt að því að máta þau á mánudaginn. Þar á hann við að verði skákmeistarinn enn í haldi í byrjun næstu viku ætli nefndin að koma fram á alþjóðlegum fréttamannafundi í Tókýó á mánudag og gera þar meðal annars grein fyrir mikilvægum upplýsingum sem ekki hafa áður birst opinberlega, eins og það er orðað. Einar vill ekki útskýra þetta mikið nánar en segir að auðvitað sé ekki allt birt sem málinu tengist. Stuðningsmennirnir viti að þarna séu brögð í tafli og Fischer hafi verið leiddur í gildru á flugvelli í Japan við brottför úr landinu. Hingað til hafi stuðningsmennirnir farið með löndum í þessu efni án þess að vilja styggja neinn en veigamikil rök í málinu hafi ekki komið fram sem verði teflt fram á mánudag ef það þurfi. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Sendinefnd á vegum stuðningsmanna Fischers er á leið til Japans til að þrýsta á um að hann verði leystur úr haldi. Nefndin hefur leynivopn í farteskinu sem dregið verður fram ef Fischer fæst ekki látinn laus. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, er nýlentur í Tókýó ásamt föruneyti og fær hann að heimsækja Fischer á morgun, miðvikudag, en þrjátíu og þrjú ár eru liðin frá skákeinvígi aldarinnar hér á landi þar sem þeir hittust fyrst. Munu þeir ræða saman í gegnum gler í búðunum þar sem Fischer er í haldi. Sendinefndin sem fer í dag heldur utan að ósk Fischers, en erindið er að fá fund með fulltrúum í dómsmála- og utanríkisráðuneytum Japans og þrýsta á um að hann verði látinn laus. Í nefndinni eru auk Sæmundar Pálssonar þeir Garðar Sverrisson, fyrrverandi formaður Öryrkjabandalags Íslands, og tveir fyrrverandi forsetar Skáksambands Íslands, þeir Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur og Einar S. Einarsson, fyrrverandi forstjóri VISA. Einar segir að ef málið leysist ekki og japönsk yfirvöld gefi ekki skákina verði stefnt að því að máta þau á mánudaginn. Þar á hann við að verði skákmeistarinn enn í haldi í byrjun næstu viku ætli nefndin að koma fram á alþjóðlegum fréttamannafundi í Tókýó á mánudag og gera þar meðal annars grein fyrir mikilvægum upplýsingum sem ekki hafa áður birst opinberlega, eins og það er orðað. Einar vill ekki útskýra þetta mikið nánar en segir að auðvitað sé ekki allt birt sem málinu tengist. Stuðningsmennirnir viti að þarna séu brögð í tafli og Fischer hafi verið leiddur í gildru á flugvelli í Japan við brottför úr landinu. Hingað til hafi stuðningsmennirnir farið með löndum í þessu efni án þess að vilja styggja neinn en veigamikil rök í málinu hafi ekki komið fram sem verði teflt fram á mánudag ef það þurfi.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira