Sendinefndin með leynivopn 1. mars 2005 00:01 Sendinefnd á vegum stuðningsmanna Fischers er á leið til Japans til að þrýsta á um að hann verði leystur úr haldi. Nefndin hefur leynivopn í farteskinu sem dregið verður fram ef Fischer fæst ekki látinn laus. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, er nýlentur í Tókýó ásamt föruneyti og fær hann að heimsækja Fischer á morgun, miðvikudag, en þrjátíu og þrjú ár eru liðin frá skákeinvígi aldarinnar hér á landi þar sem þeir hittust fyrst. Munu þeir ræða saman í gegnum gler í búðunum þar sem Fischer er í haldi. Sendinefndin sem fer í dag heldur utan að ósk Fischers, en erindið er að fá fund með fulltrúum í dómsmála- og utanríkisráðuneytum Japans og þrýsta á um að hann verði látinn laus. Í nefndinni eru auk Sæmundar Pálssonar þeir Garðar Sverrisson, fyrrverandi formaður Öryrkjabandalags Íslands, og tveir fyrrverandi forsetar Skáksambands Íslands, þeir Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur og Einar S. Einarsson, fyrrverandi forstjóri VISA. Einar segir að ef málið leysist ekki og japönsk yfirvöld gefi ekki skákina verði stefnt að því að máta þau á mánudaginn. Þar á hann við að verði skákmeistarinn enn í haldi í byrjun næstu viku ætli nefndin að koma fram á alþjóðlegum fréttamannafundi í Tókýó á mánudag og gera þar meðal annars grein fyrir mikilvægum upplýsingum sem ekki hafa áður birst opinberlega, eins og það er orðað. Einar vill ekki útskýra þetta mikið nánar en segir að auðvitað sé ekki allt birt sem málinu tengist. Stuðningsmennirnir viti að þarna séu brögð í tafli og Fischer hafi verið leiddur í gildru á flugvelli í Japan við brottför úr landinu. Hingað til hafi stuðningsmennirnir farið með löndum í þessu efni án þess að vilja styggja neinn en veigamikil rök í málinu hafi ekki komið fram sem verði teflt fram á mánudag ef það þurfi. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Sendinefnd á vegum stuðningsmanna Fischers er á leið til Japans til að þrýsta á um að hann verði leystur úr haldi. Nefndin hefur leynivopn í farteskinu sem dregið verður fram ef Fischer fæst ekki látinn laus. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, er nýlentur í Tókýó ásamt föruneyti og fær hann að heimsækja Fischer á morgun, miðvikudag, en þrjátíu og þrjú ár eru liðin frá skákeinvígi aldarinnar hér á landi þar sem þeir hittust fyrst. Munu þeir ræða saman í gegnum gler í búðunum þar sem Fischer er í haldi. Sendinefndin sem fer í dag heldur utan að ósk Fischers, en erindið er að fá fund með fulltrúum í dómsmála- og utanríkisráðuneytum Japans og þrýsta á um að hann verði látinn laus. Í nefndinni eru auk Sæmundar Pálssonar þeir Garðar Sverrisson, fyrrverandi formaður Öryrkjabandalags Íslands, og tveir fyrrverandi forsetar Skáksambands Íslands, þeir Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur og Einar S. Einarsson, fyrrverandi forstjóri VISA. Einar segir að ef málið leysist ekki og japönsk yfirvöld gefi ekki skákina verði stefnt að því að máta þau á mánudaginn. Þar á hann við að verði skákmeistarinn enn í haldi í byrjun næstu viku ætli nefndin að koma fram á alþjóðlegum fréttamannafundi í Tókýó á mánudag og gera þar meðal annars grein fyrir mikilvægum upplýsingum sem ekki hafa áður birst opinberlega, eins og það er orðað. Einar vill ekki útskýra þetta mikið nánar en segir að auðvitað sé ekki allt birt sem málinu tengist. Stuðningsmennirnir viti að þarna séu brögð í tafli og Fischer hafi verið leiddur í gildru á flugvelli í Japan við brottför úr landinu. Hingað til hafi stuðningsmennirnir farið með löndum í þessu efni án þess að vilja styggja neinn en veigamikil rök í málinu hafi ekki komið fram sem verði teflt fram á mánudag ef það þurfi.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira