Sátt við að vera "litla liðið" 25. febrúar 2005 00:01 Lið Stjörnunnar er fyrir fram talið sigurstranglegra í leiknum í dag, enda talsvert fyrir ofan Gróttu/KR á töflunni í DHL-deildinni. Þegar í bikarúrslitaleikinn er komið skiptir staðan í deildinni þó ekki eins miklu máli, og dagsformið ræður miklu. Stjarnan hefur nýlokið keppni í Áskorendakeppni Evrópu, þar sem liðið komst upp úr riðlakeppninni en féll úr leik um síðustu helgi fyrir sterku pólsku liði. Grótta/KR gerði sér lítið fyrir og skellti meisturum ÍBV í undanúrslitum og er því til alls líkleg í leiknum í dag. Sjálfstraustið er lykillinn Í samtali við Fréttablaðið sagði Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu/KR, að sitt lið ætlaði að nýta sér það að vera "litla liðið" í leiknum. "Pressan er meiri á Stjörnuna því þær eru fyrir fram taldar mun sigurstranglegri. Þær eru auðvitað með frábært lið og verða mjög erfiðar, en við ætlum að nýta okkur það að fæstir búast við því að við getum lagt þær að velli. Við ætlum að fara í þennan leik með það fyrir augum að hafa gaman að þessu og reyna að fá sem mest út úr leiknum". Kári segir lið sitt að mestu laust við meiðsli og að lykillinn hjá liðinu sé sjálfstraustið. "Við verðum að vísu án Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur, sem er í leikbanni. Hún er lykilmaður í liðinu hjá okkur í vörn og sókn, svo að það verður erfitt að fylla hennar skarð. Það sem hefur vantað í liðið hjá okkur í vetur hefur verið sjálfstraustið og ég er að vona að það sé komið í lag eftir sigurinn í Eyjum. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta verður mjög erfiður leikur, en við förum í hann til að reyna að vinna", sagði Kári. Titil í Garðabæinn Erlendur Ísfeld, þjálfari Stjörnunnar, er bjartsýnn fyrir leikinn og segir sitt lið hungrað í að fara að vinna titil. "Við héldum fund í vikunni með liðinu til að ná okkur niður á jörðina eftir Evrópukeppnina og til að einbeita okkur að næsta verkefni, sem er bikarúrslitin. Margir reikna með því að við eigum sigurinn vísan í leiknum, en lið Gróttu/KR má ekki vanmeta og við gætum þess að missa okkur ekki út í slíkan hugsunarhátt. Það er ekki langt síðan þær lögðu ÍBV og það sýnir að það er þrusugangur í þessu liði. Við höfum hins vegar leikið ágætlega upp á síðkastið svo að við erum klár í slaginn. Það er langt síðan bikarinn hefur komið í Garðabæinn og því ætlum við að reyna að bæta úr því," sagði Erlendur. Íslenski handboltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Sigursæl boðhlaupssveit Bandaríkjanna óvænt úr leik Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sjá meira
Lið Stjörnunnar er fyrir fram talið sigurstranglegra í leiknum í dag, enda talsvert fyrir ofan Gróttu/KR á töflunni í DHL-deildinni. Þegar í bikarúrslitaleikinn er komið skiptir staðan í deildinni þó ekki eins miklu máli, og dagsformið ræður miklu. Stjarnan hefur nýlokið keppni í Áskorendakeppni Evrópu, þar sem liðið komst upp úr riðlakeppninni en féll úr leik um síðustu helgi fyrir sterku pólsku liði. Grótta/KR gerði sér lítið fyrir og skellti meisturum ÍBV í undanúrslitum og er því til alls líkleg í leiknum í dag. Sjálfstraustið er lykillinn Í samtali við Fréttablaðið sagði Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu/KR, að sitt lið ætlaði að nýta sér það að vera "litla liðið" í leiknum. "Pressan er meiri á Stjörnuna því þær eru fyrir fram taldar mun sigurstranglegri. Þær eru auðvitað með frábært lið og verða mjög erfiðar, en við ætlum að nýta okkur það að fæstir búast við því að við getum lagt þær að velli. Við ætlum að fara í þennan leik með það fyrir augum að hafa gaman að þessu og reyna að fá sem mest út úr leiknum". Kári segir lið sitt að mestu laust við meiðsli og að lykillinn hjá liðinu sé sjálfstraustið. "Við verðum að vísu án Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur, sem er í leikbanni. Hún er lykilmaður í liðinu hjá okkur í vörn og sókn, svo að það verður erfitt að fylla hennar skarð. Það sem hefur vantað í liðið hjá okkur í vetur hefur verið sjálfstraustið og ég er að vona að það sé komið í lag eftir sigurinn í Eyjum. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta verður mjög erfiður leikur, en við förum í hann til að reyna að vinna", sagði Kári. Titil í Garðabæinn Erlendur Ísfeld, þjálfari Stjörnunnar, er bjartsýnn fyrir leikinn og segir sitt lið hungrað í að fara að vinna titil. "Við héldum fund í vikunni með liðinu til að ná okkur niður á jörðina eftir Evrópukeppnina og til að einbeita okkur að næsta verkefni, sem er bikarúrslitin. Margir reikna með því að við eigum sigurinn vísan í leiknum, en lið Gróttu/KR má ekki vanmeta og við gætum þess að missa okkur ekki út í slíkan hugsunarhátt. Það er ekki langt síðan þær lögðu ÍBV og það sýnir að það er þrusugangur í þessu liði. Við höfum hins vegar leikið ágætlega upp á síðkastið svo að við erum klár í slaginn. Það er langt síðan bikarinn hefur komið í Garðabæinn og því ætlum við að reyna að bæta úr því," sagði Erlendur.
Íslenski handboltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Sigursæl boðhlaupssveit Bandaríkjanna óvænt úr leik Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sjá meira