Sátt við að vera "litla liðið" 25. febrúar 2005 00:01 Lið Stjörnunnar er fyrir fram talið sigurstranglegra í leiknum í dag, enda talsvert fyrir ofan Gróttu/KR á töflunni í DHL-deildinni. Þegar í bikarúrslitaleikinn er komið skiptir staðan í deildinni þó ekki eins miklu máli, og dagsformið ræður miklu. Stjarnan hefur nýlokið keppni í Áskorendakeppni Evrópu, þar sem liðið komst upp úr riðlakeppninni en féll úr leik um síðustu helgi fyrir sterku pólsku liði. Grótta/KR gerði sér lítið fyrir og skellti meisturum ÍBV í undanúrslitum og er því til alls líkleg í leiknum í dag. Sjálfstraustið er lykillinn Í samtali við Fréttablaðið sagði Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu/KR, að sitt lið ætlaði að nýta sér það að vera "litla liðið" í leiknum. "Pressan er meiri á Stjörnuna því þær eru fyrir fram taldar mun sigurstranglegri. Þær eru auðvitað með frábært lið og verða mjög erfiðar, en við ætlum að nýta okkur það að fæstir búast við því að við getum lagt þær að velli. Við ætlum að fara í þennan leik með það fyrir augum að hafa gaman að þessu og reyna að fá sem mest út úr leiknum". Kári segir lið sitt að mestu laust við meiðsli og að lykillinn hjá liðinu sé sjálfstraustið. "Við verðum að vísu án Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur, sem er í leikbanni. Hún er lykilmaður í liðinu hjá okkur í vörn og sókn, svo að það verður erfitt að fylla hennar skarð. Það sem hefur vantað í liðið hjá okkur í vetur hefur verið sjálfstraustið og ég er að vona að það sé komið í lag eftir sigurinn í Eyjum. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta verður mjög erfiður leikur, en við förum í hann til að reyna að vinna", sagði Kári. Titil í Garðabæinn Erlendur Ísfeld, þjálfari Stjörnunnar, er bjartsýnn fyrir leikinn og segir sitt lið hungrað í að fara að vinna titil. "Við héldum fund í vikunni með liðinu til að ná okkur niður á jörðina eftir Evrópukeppnina og til að einbeita okkur að næsta verkefni, sem er bikarúrslitin. Margir reikna með því að við eigum sigurinn vísan í leiknum, en lið Gróttu/KR má ekki vanmeta og við gætum þess að missa okkur ekki út í slíkan hugsunarhátt. Það er ekki langt síðan þær lögðu ÍBV og það sýnir að það er þrusugangur í þessu liði. Við höfum hins vegar leikið ágætlega upp á síðkastið svo að við erum klár í slaginn. Það er langt síðan bikarinn hefur komið í Garðabæinn og því ætlum við að reyna að bæta úr því," sagði Erlendur. Íslenski handboltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Sjá meira
Lið Stjörnunnar er fyrir fram talið sigurstranglegra í leiknum í dag, enda talsvert fyrir ofan Gróttu/KR á töflunni í DHL-deildinni. Þegar í bikarúrslitaleikinn er komið skiptir staðan í deildinni þó ekki eins miklu máli, og dagsformið ræður miklu. Stjarnan hefur nýlokið keppni í Áskorendakeppni Evrópu, þar sem liðið komst upp úr riðlakeppninni en féll úr leik um síðustu helgi fyrir sterku pólsku liði. Grótta/KR gerði sér lítið fyrir og skellti meisturum ÍBV í undanúrslitum og er því til alls líkleg í leiknum í dag. Sjálfstraustið er lykillinn Í samtali við Fréttablaðið sagði Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu/KR, að sitt lið ætlaði að nýta sér það að vera "litla liðið" í leiknum. "Pressan er meiri á Stjörnuna því þær eru fyrir fram taldar mun sigurstranglegri. Þær eru auðvitað með frábært lið og verða mjög erfiðar, en við ætlum að nýta okkur það að fæstir búast við því að við getum lagt þær að velli. Við ætlum að fara í þennan leik með það fyrir augum að hafa gaman að þessu og reyna að fá sem mest út úr leiknum". Kári segir lið sitt að mestu laust við meiðsli og að lykillinn hjá liðinu sé sjálfstraustið. "Við verðum að vísu án Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur, sem er í leikbanni. Hún er lykilmaður í liðinu hjá okkur í vörn og sókn, svo að það verður erfitt að fylla hennar skarð. Það sem hefur vantað í liðið hjá okkur í vetur hefur verið sjálfstraustið og ég er að vona að það sé komið í lag eftir sigurinn í Eyjum. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta verður mjög erfiður leikur, en við förum í hann til að reyna að vinna", sagði Kári. Titil í Garðabæinn Erlendur Ísfeld, þjálfari Stjörnunnar, er bjartsýnn fyrir leikinn og segir sitt lið hungrað í að fara að vinna titil. "Við héldum fund í vikunni með liðinu til að ná okkur niður á jörðina eftir Evrópukeppnina og til að einbeita okkur að næsta verkefni, sem er bikarúrslitin. Margir reikna með því að við eigum sigurinn vísan í leiknum, en lið Gróttu/KR má ekki vanmeta og við gætum þess að missa okkur ekki út í slíkan hugsunarhátt. Það er ekki langt síðan þær lögðu ÍBV og það sýnir að það er þrusugangur í þessu liði. Við höfum hins vegar leikið ágætlega upp á síðkastið svo að við erum klár í slaginn. Það er langt síðan bikarinn hefur komið í Garðabæinn og því ætlum við að reyna að bæta úr því," sagði Erlendur.
Íslenski handboltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Sjá meira