Stríð um fjölmiðla í Bandaríkjunum Þórlindur Kjartansson skrifar 24. febrúar 2005 00:01 Í tveimur nýlegum bókum rekur blaðamaðurinn David Brock það hvernig sumir af stærstu og máttugustu fjölmiðlum Bandaríkjanna um þessar mundir starfa fyrst og fremst í þágu málstaðar í stað þess að hafa í heiðri hefðbundin viðmið um sanngirni og hlutleysi í fréttamennsku. Í bók sinni The Republican Noise Machine rekur hann sögu þess hvernig bandarískir hægrimenn hafa á nokkrum áratugum útbúið net fjölmiðla sem þjónar þeim tilgangi fyrst og fremst að koma sjónarmiðum Repúblikanaflokksins á framfæri. Brock starfaði sem blaðamaður hjá hægrisinnuðu blaði áður en hann sneri blaðinu við og gerðist hálfgerður uppljóstrari um starfsvenjur hjá áhrifamiklum fjölmiðlum í Bandaríkjunum. Bækur hans hafa vitaskuld vakið athygli og lof hjá þeim fjölmiðlum sem nú eiga undir vök að verjast sökum velgengni þeirra fjölmiðla sem Brock kallar "hávaðavél Repúblikanaflokksins". Það hefur löngum verið viðkvæði hægrimanna í Bandaríkjunum að vinstrimenn ráði lögum og lofum á mikilvægustu fréttastofum landsins. Að mati Brocks sýna engar akademískar rannsóknir fram á að þetta sé svo í raun en hann telur það hafa þjónað hagsmunum repúblikana vel að hrópa stöðugt á torgum um þá meintu ósanngjörnu meðferð sem þeir hljóti í fjölmiðlum. Með stöðugum ásökunum á hendur fjölmiðlum hefur nefnilega smám saman tekist að festa það viðhorf í hugum stórs hluta kjósenda að helstu fréttastofurnar flytji fréttir út frá sjónarmiði vinstrimanna - eða það sem hefur jafnvel ennþá meiri hljómgrunn - út frá sjónarmiði menntaelítunnar á Austurströndinni. Í þennan jarðveg hafa íhaldsmenn í Bandaríkjunum sáð fjöldanum öllum af nýjum hægrisinnuðum fjölmiðlum á síðustu áratugum með misjöfnum árangri. Vatnaskil urðu árið 1996 þegar ný stjórn tók við á Fox-sjónvarpsstöðvunum og Fox News var stofnað. Viðkvæði og vígorð Fox-stöðvarinnar eru að þar sé gætt hlutleysis (að fréttirnar séu "fair and balanced") og að áhorfandanum sé eftirlátið að draga ályktanir ("you decide"). Brock heldur því fram að Fox -sjónvarpsstöðin hafi með þessu móti nýtt sér að almenningi hafi um árabil verið innrætt að hinir stóru fjölmiðlarnir væru tortryggilegir. Niðurstaðan sé sú að Fox News geti leyft sér að vera eins hlutdræg og ósanngjörn og stjórnendur hennar lystir - almenningi finnist einfaldlega að þar sé komið mótvægi við vinstri slagsíðuna á öðrum fjölmiðlum. Í útvarpi er skærasta stjarna hægrimanna hinn orðhvati og hnyttni Rush Limbaugh. Hann hefur í hartnær tuttugu ár verið langvinsælasti útvarpsmaður Bandaríkjanna og daglega hlusta milljónir manna á málflutning hans. Sú heimsmynd sem Limbaugh túlkar til áheyrenda sinna er ákaflega einföld. Hún byggist á "við gegn þeim" hugmyndafræði. Demókrötum er kinnroðalaust líkt við kommúnista, hryðjuverkamenn eða jafnvel Satan sjálfan. Limbaugh er óheyrilega orðheppinn og fyndinn útvarpsmaður og mikilvægi hans fyrir Repúblikanaflokkinn sést á því að menn á borð við Newt Gingrich hafa beinlínis þakkað honum kosningasigur repúblikana árið 1996 og bæði George W. Bush og Dick Cheney hafa verið gestir hjá honum. Á netinu eru áhrif Matt Drudge viðlíka og Limbaugh hefur í útvarpi. Á vefsíðunni Drudgereport.com er að finna tengingar í fréttir sem gjarnan eru valdar til þess að styðja málstað repúblikana eða til að niðurlægja andstæðinga flokksins. Um sjö milljónir gesta fara inn á vefsíðu Drudge daglega og efni sem þar birtist er oftlega gripið af öðrum fjölmiðlum. Birting á Drudgereport getur því breytt léttvægri frétt eða kjaftasögu í helstu frétt dagsins í Bandaríkjunum og víðar. Heildaráhrifin af þessu veldi íhaldsmanna í fjölmiðlum eru þau að með sífelldum endurtekningum tekst að búa til stemmningu hjá fjölmiðlum um tiltekin mál eða tiltekna frasa. Þannig rekur Brock nokkur dæmi um það hvernig Al Gore fékk á sig þann stimpil að vera lygari vegna þess að nokkrir fjölmiðlar höfðu vísvitandi mistúlkað ýmis ummæli hans. Með því að endurtaka hinn skrumskælda sannleika nógu oft fóru aðrir fjölmiðlar að fjalla um "trúverðugleikavandamál" Gore - sem síðan hafði óhjákvæmilega áhrif á það hvernig kjósendur völdu í kosningunum 2000. Annað nýlegra dæmi er umfjöllum fjölmiðla um John Kerry í aðdraganda síðustu forsetakosninga. Um mitt sumar fóru að berast fréttir af því að einhverjir fyrrum félagar hans úr Víetnamstríðinu héldu því fram að hetjudáðir hans í stríðinu væru upplognar, sviðsettar eða ýktar. Aldrei fannst nein sönnun á þessum ásökunum en þegar áhrifamiklir fjölmiðlar tóku málið til umfjöllunar eins og um eðlilegt umfjöllunarefni væri að ræða - en ekki áróður pólitískra andstæðinga - hafði það skemmandi áhrif á kosningabaráttu Kerrys. Niðurstaða Brocks er sú að vönduð og hlutlæg fjölmiðlaumfjöllun eigi undir högg að sækja í Bandaríkjunum. Með því að ráðast nógu harkalega á vandvirka fjölmiðla hafi hægrisinnuðum fjölmiðlamálpípum tekist að koma sér í þá stöðu að þeim leyfist að gagnrýna aðra fyrir hlutdrægni - á sama tíma og engin tilraun er gerð til hlutleysis eða sanngirni af þeirra eigin hálfu.Þórlindur Kjartansson -thkjart@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórlindur Kjartansson Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Í tveimur nýlegum bókum rekur blaðamaðurinn David Brock það hvernig sumir af stærstu og máttugustu fjölmiðlum Bandaríkjanna um þessar mundir starfa fyrst og fremst í þágu málstaðar í stað þess að hafa í heiðri hefðbundin viðmið um sanngirni og hlutleysi í fréttamennsku. Í bók sinni The Republican Noise Machine rekur hann sögu þess hvernig bandarískir hægrimenn hafa á nokkrum áratugum útbúið net fjölmiðla sem þjónar þeim tilgangi fyrst og fremst að koma sjónarmiðum Repúblikanaflokksins á framfæri. Brock starfaði sem blaðamaður hjá hægrisinnuðu blaði áður en hann sneri blaðinu við og gerðist hálfgerður uppljóstrari um starfsvenjur hjá áhrifamiklum fjölmiðlum í Bandaríkjunum. Bækur hans hafa vitaskuld vakið athygli og lof hjá þeim fjölmiðlum sem nú eiga undir vök að verjast sökum velgengni þeirra fjölmiðla sem Brock kallar "hávaðavél Repúblikanaflokksins". Það hefur löngum verið viðkvæði hægrimanna í Bandaríkjunum að vinstrimenn ráði lögum og lofum á mikilvægustu fréttastofum landsins. Að mati Brocks sýna engar akademískar rannsóknir fram á að þetta sé svo í raun en hann telur það hafa þjónað hagsmunum repúblikana vel að hrópa stöðugt á torgum um þá meintu ósanngjörnu meðferð sem þeir hljóti í fjölmiðlum. Með stöðugum ásökunum á hendur fjölmiðlum hefur nefnilega smám saman tekist að festa það viðhorf í hugum stórs hluta kjósenda að helstu fréttastofurnar flytji fréttir út frá sjónarmiði vinstrimanna - eða það sem hefur jafnvel ennþá meiri hljómgrunn - út frá sjónarmiði menntaelítunnar á Austurströndinni. Í þennan jarðveg hafa íhaldsmenn í Bandaríkjunum sáð fjöldanum öllum af nýjum hægrisinnuðum fjölmiðlum á síðustu áratugum með misjöfnum árangri. Vatnaskil urðu árið 1996 þegar ný stjórn tók við á Fox-sjónvarpsstöðvunum og Fox News var stofnað. Viðkvæði og vígorð Fox-stöðvarinnar eru að þar sé gætt hlutleysis (að fréttirnar séu "fair and balanced") og að áhorfandanum sé eftirlátið að draga ályktanir ("you decide"). Brock heldur því fram að Fox -sjónvarpsstöðin hafi með þessu móti nýtt sér að almenningi hafi um árabil verið innrætt að hinir stóru fjölmiðlarnir væru tortryggilegir. Niðurstaðan sé sú að Fox News geti leyft sér að vera eins hlutdræg og ósanngjörn og stjórnendur hennar lystir - almenningi finnist einfaldlega að þar sé komið mótvægi við vinstri slagsíðuna á öðrum fjölmiðlum. Í útvarpi er skærasta stjarna hægrimanna hinn orðhvati og hnyttni Rush Limbaugh. Hann hefur í hartnær tuttugu ár verið langvinsælasti útvarpsmaður Bandaríkjanna og daglega hlusta milljónir manna á málflutning hans. Sú heimsmynd sem Limbaugh túlkar til áheyrenda sinna er ákaflega einföld. Hún byggist á "við gegn þeim" hugmyndafræði. Demókrötum er kinnroðalaust líkt við kommúnista, hryðjuverkamenn eða jafnvel Satan sjálfan. Limbaugh er óheyrilega orðheppinn og fyndinn útvarpsmaður og mikilvægi hans fyrir Repúblikanaflokkinn sést á því að menn á borð við Newt Gingrich hafa beinlínis þakkað honum kosningasigur repúblikana árið 1996 og bæði George W. Bush og Dick Cheney hafa verið gestir hjá honum. Á netinu eru áhrif Matt Drudge viðlíka og Limbaugh hefur í útvarpi. Á vefsíðunni Drudgereport.com er að finna tengingar í fréttir sem gjarnan eru valdar til þess að styðja málstað repúblikana eða til að niðurlægja andstæðinga flokksins. Um sjö milljónir gesta fara inn á vefsíðu Drudge daglega og efni sem þar birtist er oftlega gripið af öðrum fjölmiðlum. Birting á Drudgereport getur því breytt léttvægri frétt eða kjaftasögu í helstu frétt dagsins í Bandaríkjunum og víðar. Heildaráhrifin af þessu veldi íhaldsmanna í fjölmiðlum eru þau að með sífelldum endurtekningum tekst að búa til stemmningu hjá fjölmiðlum um tiltekin mál eða tiltekna frasa. Þannig rekur Brock nokkur dæmi um það hvernig Al Gore fékk á sig þann stimpil að vera lygari vegna þess að nokkrir fjölmiðlar höfðu vísvitandi mistúlkað ýmis ummæli hans. Með því að endurtaka hinn skrumskælda sannleika nógu oft fóru aðrir fjölmiðlar að fjalla um "trúverðugleikavandamál" Gore - sem síðan hafði óhjákvæmilega áhrif á það hvernig kjósendur völdu í kosningunum 2000. Annað nýlegra dæmi er umfjöllum fjölmiðla um John Kerry í aðdraganda síðustu forsetakosninga. Um mitt sumar fóru að berast fréttir af því að einhverjir fyrrum félagar hans úr Víetnamstríðinu héldu því fram að hetjudáðir hans í stríðinu væru upplognar, sviðsettar eða ýktar. Aldrei fannst nein sönnun á þessum ásökunum en þegar áhrifamiklir fjölmiðlar tóku málið til umfjöllunar eins og um eðlilegt umfjöllunarefni væri að ræða - en ekki áróður pólitískra andstæðinga - hafði það skemmandi áhrif á kosningabaráttu Kerrys. Niðurstaða Brocks er sú að vönduð og hlutlæg fjölmiðlaumfjöllun eigi undir högg að sækja í Bandaríkjunum. Með því að ráðast nógu harkalega á vandvirka fjölmiðla hafi hægrisinnuðum fjölmiðlamálpípum tekist að koma sér í þá stöðu að þeim leyfist að gagnrýna aðra fyrir hlutdrægni - á sama tíma og engin tilraun er gerð til hlutleysis eða sanngirni af þeirra eigin hálfu.Þórlindur Kjartansson -thkjart@frettabladid.is
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun