Hettupeysurnar hverfa aldrei 24. febrúar 2005 00:01 Ingibjörg Finnbogadóttir, fatahönnuður hjá Nikita, dýrkar hettupeysurnar sínar en er líka mjög sólgin í alls kyns strigaskó. Hún á greiðan aðgang að skemmtilegum skóm og fötum þar sem hún ferðast mikið vegna vinnunnar. "Fyrst og fremst myndi ég nefna hettupeysurnar, stórar, litlar, þröngar, víðar, síðar, stuttar -- alls kyns hettupeysur sem eru ómissandi í fataskápnum mínum. Ég er rosa hettupeysustelpa og geng örugglega í hettupeysum að minnsta kosti fimm daga vikunnar. Núna eru þessar stóru kósí alveg ómissandi og framarlega í fataskápnum hjá mér," segir Ingibjörg, eða Imba eins og hún er kölluð, en hettupeysurnar koma alls staðar að. "Það er mjög blandað hvaðan hettupeysurnar eru en Nikita-peysurnar eru auðvitað alltaf í meirihluta þar sem sýnishornin streyma inn og út úr skápnum. Svo var ég í Köben um síðustu helgi og náði þá að bæta tveimur æðislegum í safnið, grárri Wood Wood-hettupeysu og piparmintulitaðri Alis-hettupeysu. Báðar eru með mjög skemmtilegri áletrun. Ég er alveg ýkt "happy" með þær. Hettupeysurnar hverfa aldrei úr skápnum hjá mér." Ingibjörg lætur ekki bjóða sér hvað sem er þegar kemur að fötum og veit nákvæmlega hvað hún vill. "Þessa stundina á ég meira af joggingbuxum og leggings en gallabuxum -- hálf fyndið í öllu gallabuxnaæðinu. En ég er mjög pikkí á buxur og finn ekki margar gallabuxur sem ég fíla. Ég vill hafa buxur frekar víðar eða alveg þröngar. Þá hentar mér oft vel að sauma þær sjálf sem ég og geri. Annars er ég algjört "sneaker freak", eða strigaskófrík, fram yfir allt annað. Ég horfi alltaf fyrst á skóna og finnst þeir skipta miklu máli. Ég safna "old school" strigaskóm og á mest af Adidas og Nike. Þeir sem eru mest í uppáhaldi hjá mér núna eru Adidas Hi-Top Attitude, bleikir, svartir og gulllitaðir," segir Ingibjörg, sem fer út um allan heim vinnu sinnar vegna og á því auðvelt með að krækja í sjaldgæf föt og skópör. "Ég ferðast mikið og á auðvelt með að safna skemmtilegum skóm og týpum sem ekki fást hvar sem er. Ég kem aldrei heim með minna en eitt til tvö pör." Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
Ingibjörg Finnbogadóttir, fatahönnuður hjá Nikita, dýrkar hettupeysurnar sínar en er líka mjög sólgin í alls kyns strigaskó. Hún á greiðan aðgang að skemmtilegum skóm og fötum þar sem hún ferðast mikið vegna vinnunnar. "Fyrst og fremst myndi ég nefna hettupeysurnar, stórar, litlar, þröngar, víðar, síðar, stuttar -- alls kyns hettupeysur sem eru ómissandi í fataskápnum mínum. Ég er rosa hettupeysustelpa og geng örugglega í hettupeysum að minnsta kosti fimm daga vikunnar. Núna eru þessar stóru kósí alveg ómissandi og framarlega í fataskápnum hjá mér," segir Ingibjörg, eða Imba eins og hún er kölluð, en hettupeysurnar koma alls staðar að. "Það er mjög blandað hvaðan hettupeysurnar eru en Nikita-peysurnar eru auðvitað alltaf í meirihluta þar sem sýnishornin streyma inn og út úr skápnum. Svo var ég í Köben um síðustu helgi og náði þá að bæta tveimur æðislegum í safnið, grárri Wood Wood-hettupeysu og piparmintulitaðri Alis-hettupeysu. Báðar eru með mjög skemmtilegri áletrun. Ég er alveg ýkt "happy" með þær. Hettupeysurnar hverfa aldrei úr skápnum hjá mér." Ingibjörg lætur ekki bjóða sér hvað sem er þegar kemur að fötum og veit nákvæmlega hvað hún vill. "Þessa stundina á ég meira af joggingbuxum og leggings en gallabuxum -- hálf fyndið í öllu gallabuxnaæðinu. En ég er mjög pikkí á buxur og finn ekki margar gallabuxur sem ég fíla. Ég vill hafa buxur frekar víðar eða alveg þröngar. Þá hentar mér oft vel að sauma þær sjálf sem ég og geri. Annars er ég algjört "sneaker freak", eða strigaskófrík, fram yfir allt annað. Ég horfi alltaf fyrst á skóna og finnst þeir skipta miklu máli. Ég safna "old school" strigaskóm og á mest af Adidas og Nike. Þeir sem eru mest í uppáhaldi hjá mér núna eru Adidas Hi-Top Attitude, bleikir, svartir og gulllitaðir," segir Ingibjörg, sem fer út um allan heim vinnu sinnar vegna og á því auðvelt með að krækja í sjaldgæf föt og skópör. "Ég ferðast mikið og á auðvelt með að safna skemmtilegum skóm og týpum sem ekki fást hvar sem er. Ég kem aldrei heim með minna en eitt til tvö pör."
Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira