Þegar Kastró kveður 24. febrúar 2005 00:01 Margir kvíða þeim degi, þegar Nelson Mandela fellur frá. Ferill hans er þannig vaxinn frá fyrstu tíð, að Mandela nýtur óskiptrar aðdáunar og virðingar í landi sínu og um allan heim. Hann þótti sjálfsagður fyrsti forseti frjálsrar Suður-Afríku, en kaus þó að sitja ekki í embætti nema eitt kjörtímabil, fimm ár, þótt hann væri í fullu fjöri. Gríðarleg umskipti í efnahags- og stjórnmálalífi landsins hafa valdið miklu ölduróti þarna suður frá, svo sem algengt er við slíkar aðstæður – ölduróti, sem svipar að ýmsu leyti til Rússlands á sama skeiði. Löndin tvö eiga það sammerkt, að nýfengið frelsi hefur leyst úr læðingi áður bælda krafta, sem kunna sér ekki hóf. Í Rússlandi birtist þíðan í skefjalausri græðgi þeirra, sem komust í aðstöðu til þess að sölsa undir sig eigur ríkisins: baráttan um yfirráðin yfir þjóðarauði Rússlands stendur enn, og þar er ýmsum brögðum beitt. Ríkisstjórn Pútíns forseta hefur látið loka fjölmiðlum, sem stjórninni voru ekki þóknanlegir. Og nú hefur rússneska varnarmálaráðuneytið opnað nýja sjónvarpsstöð: dagskrána prýða gamlar myndir af skriðdrekum og skrúðgöngum á Rauða torginu og annað þjóðþrungið efni. Einkunnarorð stöðvarinnar eru þessi: Öflugar landvarnir útheimta óbilandi ættjarðarást. Nýi sjónvarpsstjórinn, borðalagður á bak og brjóst, segist stefna að því, að fimm ára sonur hans geti verið jafnstoltur af Rússlandi og hann var sjálfur af Sovétríkjunum. Ríkið ræður nú þegar yfir þrem helztu sjónvarpsstöðvum landsins auk ýmissa smærri stöðva. Suður-afrískir ráðamenn og einkavinir þeirra hafa sumir eins og Rússar reynt að maka krókinn í ölduróti undanfarinna ára, en fjölmiðlar fylgjast vel með þeim og veita þeim aðhald. Mandela hefur einnig vakandi auga með þeim: vitneskjan um það heldur e.t.v. aftur af þeim. Margir óttast því, að græðgin og úlfúðin kunni að keyra um þverbak, þegar Mandela hverfur af vettvangi. Aðrir telja, að umbætur undangenginna ára – einkavæðing, uppskipting lands o.fl – séu nógu langt á veg komnar til þess, að hættan á upplausn og afturför sé að mestu liðin hjá. Tíminn einn getur leitt í ljós, hvor skoðunin er rétt. Þjóðum með veika lýðræðis- og markaðsbúskaparhefð eða jafnvel enga hættir til harðvítugra og stundum skaðlegra átaka um auð og völd, þegar þær öðlast loksins líf og frelsi. Átök um yfirráð yfir bönkum, fyrirtækjum og fiskimiðum hér heima undangengin ár eru angi á þessum sama meiði, af því að lýðræðisskipan okkar unga lýðveldis haltrar í skugga ófullkominnar þrískiptingar valds og ónógs gagnkvæms aðhalds og eftirlits (meira um það við tækifæri) og markaðsbúskaparhefðin hér er með líku lagi ung og óþroskuð. Hvað um Kúbu? Þar hafa menn lengi beðið þess með óþreyju, að Fídel Kastró standi upp eða falli frá, því að hann stendur enn sem fyrr í vegi fyrir öllu því, sem Kúbverjar þurfa mest á að halda: frelsi, lýðræði og markaðsbúskap. Hann hefur stjórnað landinu með harðri hendi í bráðum hálfa öld og lætur engan bilbug á sér finna. Hann lítur svo á, að efnahagserfiðleikar Kúbu – þ.e.a.s. þrúgandi fátækt og niðurníðsla – stafi annars vegar af langvinnu viðskiptabanni Bandaríkjanna og hins vegar af upplausn Sovétríkjanna, sem hann telur hafa verið misráðna, en Sovétríkin voru áður helzti kostunaraðili Kúbu, eins og það er kallað í skemmtanabransanum (og mætti víst kalla víðar). Kastró lifir í eigin heimi og botnar hvorki upp né niður í heimi okkar hinna, og enginn þorir að andmæla honum. Flestir gera ráð fyrir því, að Kúba hljóti að hverfa frá einræði og áætlunarbúskap eins og hendi væri veifað um leið og Kastró kveður. En karlinn situr við sinn keip. Kúba er stórveldi í hans augum, og Bandaríkin eru eins og vansæll óknyttaunglingur, sem fleygir múrsteinum inn um gluggana hjá honum annað veifið: þannig lýsir hann misheppnuðum morðtilraunum bandarísku leyniþjónustunnar. Kúbverjar snúa ekki við honum bakinu svo lengi sem hann segist aldrei sofa í sama húsi tvo daga í röð. Þess vegna situr hann enn. Biðin eftir því, að Kastró kveðji, hefur verið löng og dýr. Ætli Reykjavíkurflugvöllur verði ekki loksins fluttur burt úr Vatnsmýrinni, þegar samgönguráðuneytið fær nýjan húsbónda? Og ætli Íslendingar sæki ekki loksins um inngöngu í Evrópusambandið, þegar Sjálfstæðisflokkurinn skiptir um formann? Hvað af þessu þrennu skyldi nú gerast fyrst? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Þorvaldur Gylfason Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Margir kvíða þeim degi, þegar Nelson Mandela fellur frá. Ferill hans er þannig vaxinn frá fyrstu tíð, að Mandela nýtur óskiptrar aðdáunar og virðingar í landi sínu og um allan heim. Hann þótti sjálfsagður fyrsti forseti frjálsrar Suður-Afríku, en kaus þó að sitja ekki í embætti nema eitt kjörtímabil, fimm ár, þótt hann væri í fullu fjöri. Gríðarleg umskipti í efnahags- og stjórnmálalífi landsins hafa valdið miklu ölduróti þarna suður frá, svo sem algengt er við slíkar aðstæður – ölduróti, sem svipar að ýmsu leyti til Rússlands á sama skeiði. Löndin tvö eiga það sammerkt, að nýfengið frelsi hefur leyst úr læðingi áður bælda krafta, sem kunna sér ekki hóf. Í Rússlandi birtist þíðan í skefjalausri græðgi þeirra, sem komust í aðstöðu til þess að sölsa undir sig eigur ríkisins: baráttan um yfirráðin yfir þjóðarauði Rússlands stendur enn, og þar er ýmsum brögðum beitt. Ríkisstjórn Pútíns forseta hefur látið loka fjölmiðlum, sem stjórninni voru ekki þóknanlegir. Og nú hefur rússneska varnarmálaráðuneytið opnað nýja sjónvarpsstöð: dagskrána prýða gamlar myndir af skriðdrekum og skrúðgöngum á Rauða torginu og annað þjóðþrungið efni. Einkunnarorð stöðvarinnar eru þessi: Öflugar landvarnir útheimta óbilandi ættjarðarást. Nýi sjónvarpsstjórinn, borðalagður á bak og brjóst, segist stefna að því, að fimm ára sonur hans geti verið jafnstoltur af Rússlandi og hann var sjálfur af Sovétríkjunum. Ríkið ræður nú þegar yfir þrem helztu sjónvarpsstöðvum landsins auk ýmissa smærri stöðva. Suður-afrískir ráðamenn og einkavinir þeirra hafa sumir eins og Rússar reynt að maka krókinn í ölduróti undanfarinna ára, en fjölmiðlar fylgjast vel með þeim og veita þeim aðhald. Mandela hefur einnig vakandi auga með þeim: vitneskjan um það heldur e.t.v. aftur af þeim. Margir óttast því, að græðgin og úlfúðin kunni að keyra um þverbak, þegar Mandela hverfur af vettvangi. Aðrir telja, að umbætur undangenginna ára – einkavæðing, uppskipting lands o.fl – séu nógu langt á veg komnar til þess, að hættan á upplausn og afturför sé að mestu liðin hjá. Tíminn einn getur leitt í ljós, hvor skoðunin er rétt. Þjóðum með veika lýðræðis- og markaðsbúskaparhefð eða jafnvel enga hættir til harðvítugra og stundum skaðlegra átaka um auð og völd, þegar þær öðlast loksins líf og frelsi. Átök um yfirráð yfir bönkum, fyrirtækjum og fiskimiðum hér heima undangengin ár eru angi á þessum sama meiði, af því að lýðræðisskipan okkar unga lýðveldis haltrar í skugga ófullkominnar þrískiptingar valds og ónógs gagnkvæms aðhalds og eftirlits (meira um það við tækifæri) og markaðsbúskaparhefðin hér er með líku lagi ung og óþroskuð. Hvað um Kúbu? Þar hafa menn lengi beðið þess með óþreyju, að Fídel Kastró standi upp eða falli frá, því að hann stendur enn sem fyrr í vegi fyrir öllu því, sem Kúbverjar þurfa mest á að halda: frelsi, lýðræði og markaðsbúskap. Hann hefur stjórnað landinu með harðri hendi í bráðum hálfa öld og lætur engan bilbug á sér finna. Hann lítur svo á, að efnahagserfiðleikar Kúbu – þ.e.a.s. þrúgandi fátækt og niðurníðsla – stafi annars vegar af langvinnu viðskiptabanni Bandaríkjanna og hins vegar af upplausn Sovétríkjanna, sem hann telur hafa verið misráðna, en Sovétríkin voru áður helzti kostunaraðili Kúbu, eins og það er kallað í skemmtanabransanum (og mætti víst kalla víðar). Kastró lifir í eigin heimi og botnar hvorki upp né niður í heimi okkar hinna, og enginn þorir að andmæla honum. Flestir gera ráð fyrir því, að Kúba hljóti að hverfa frá einræði og áætlunarbúskap eins og hendi væri veifað um leið og Kastró kveður. En karlinn situr við sinn keip. Kúba er stórveldi í hans augum, og Bandaríkin eru eins og vansæll óknyttaunglingur, sem fleygir múrsteinum inn um gluggana hjá honum annað veifið: þannig lýsir hann misheppnuðum morðtilraunum bandarísku leyniþjónustunnar. Kúbverjar snúa ekki við honum bakinu svo lengi sem hann segist aldrei sofa í sama húsi tvo daga í röð. Þess vegna situr hann enn. Biðin eftir því, að Kastró kveðji, hefur verið löng og dýr. Ætli Reykjavíkurflugvöllur verði ekki loksins fluttur burt úr Vatnsmýrinni, þegar samgönguráðuneytið fær nýjan húsbónda? Og ætli Íslendingar sæki ekki loksins um inngöngu í Evrópusambandið, þegar Sjálfstæðisflokkurinn skiptir um formann? Hvað af þessu þrennu skyldi nú gerast fyrst?
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun