Elur á leti nemenda 22. febrúar 2005 00:01 Niðurfelling samræmdra prófa er til þess fallin að ala á leti grunnskólanemenda, að mati Haraldar Ólafssonar prófessors. Hann segir að nær væri að fjölga samræmdum prófum, enda sé fjöldi nemenda húðlatur. Félag grunnskólakennara leggur til við menntamálaráðuneytið að samræmd próf í grunnskólum verði lögð niður. Þau eru sögð gefa mjög takmarkaða mynd af hæfni nemenda og samræmd próf í 4. og 7. bekk leggi óeðlilegar kröfur á nemendur og geti haft mjög neikvæð áhrif á sjálfsmynd þeirra. Haraldur Ólafsson telur slík próf þó vera mikilvæga mælistiku fyrir kennara, nemendur og foreldra. Það sé í þessum könnunum í 4. og 7. bekk sem viðvörunarljósin kvikni ef eitthvað er að í kennslunni eða hjá nemendum og of seint ef það uppgötvast í lokaprófi í grunnskóla eða inntökuprófi í framhaldsskóla. Samræmd próf 10. bekkinga hljóta heldur ekki háa einkunn hjá Félagi grunnskólakennara, sem segir þau orðin markmið skólastarfs og stýring, í stað þess að vera uppbyggilegt mælitæki. En Haraldar telur hættur vera samfara því að fella þau niður. Það sé hætta á því að kröfurnar fari ekki að miðast við getu nemandans heldur við það hvað nemandinn nenni að gera mikið. Og hann telur býsna marga grunnskólanemendur húðlata. Grunnskólakennarar leggja til að framhaldsskólar meti sjálfir hvort nemendur standist inntökuskilyrði. Í stað samræmdra prófa í 10. bekk væri hægt að bera fyrir þá stöðluð, greinandi stöðupróf sem nemendur gætu leyst þegar þeir væru reiðubúnir. Haraldur telur þó að þeir lötustu teldu sig aldrei tilbúna. Þá finnst honum eðlilegt að mikill hluti skólastarfs fari einmitt í undirbúning fyrir samræmd próf og ef eitthvað er mætti íhuga að fjölga samræmdum könnunum í 4. og 7. bekk. Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira
Niðurfelling samræmdra prófa er til þess fallin að ala á leti grunnskólanemenda, að mati Haraldar Ólafssonar prófessors. Hann segir að nær væri að fjölga samræmdum prófum, enda sé fjöldi nemenda húðlatur. Félag grunnskólakennara leggur til við menntamálaráðuneytið að samræmd próf í grunnskólum verði lögð niður. Þau eru sögð gefa mjög takmarkaða mynd af hæfni nemenda og samræmd próf í 4. og 7. bekk leggi óeðlilegar kröfur á nemendur og geti haft mjög neikvæð áhrif á sjálfsmynd þeirra. Haraldur Ólafsson telur slík próf þó vera mikilvæga mælistiku fyrir kennara, nemendur og foreldra. Það sé í þessum könnunum í 4. og 7. bekk sem viðvörunarljósin kvikni ef eitthvað er að í kennslunni eða hjá nemendum og of seint ef það uppgötvast í lokaprófi í grunnskóla eða inntökuprófi í framhaldsskóla. Samræmd próf 10. bekkinga hljóta heldur ekki háa einkunn hjá Félagi grunnskólakennara, sem segir þau orðin markmið skólastarfs og stýring, í stað þess að vera uppbyggilegt mælitæki. En Haraldar telur hættur vera samfara því að fella þau niður. Það sé hætta á því að kröfurnar fari ekki að miðast við getu nemandans heldur við það hvað nemandinn nenni að gera mikið. Og hann telur býsna marga grunnskólanemendur húðlata. Grunnskólakennarar leggja til að framhaldsskólar meti sjálfir hvort nemendur standist inntökuskilyrði. Í stað samræmdra prófa í 10. bekk væri hægt að bera fyrir þá stöðluð, greinandi stöðupróf sem nemendur gætu leyst þegar þeir væru reiðubúnir. Haraldur telur þó að þeir lötustu teldu sig aldrei tilbúna. Þá finnst honum eðlilegt að mikill hluti skólastarfs fari einmitt í undirbúning fyrir samræmd próf og ef eitthvað er mætti íhuga að fjölga samræmdum könnunum í 4. og 7. bekk.
Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira