Kenna fólki að virkja eigin hugsun 22. febrúar 2005 00:01 Þorvaldur Þorsteinsson og Helena Jónsdóttir eru lífskúnstnerar sem hafa miklu að miðla. Parið hefur sett upp nýja námskeiðs- og fræðslumiðstöð, www.kennsla.is "Við viljum að fólk geti notið óformlegs listnáms og einnig opna augu þess fyrir því sem það hefur sjálft til brunns að bera," segir Þorvaldur, inntur frétta af þessari nýju starfsemi. Hann situr einn fyrir svörum því Helena er á fullu að undirbúa frumsýningu á eigin dansleikhúsverki, Open Source, sem verður í Borgarleikhúsinu nú á sunnudagskvöld. Ljóst er að þau skötuhjú búa yfir margháttaðri reynslu hvort á sínu sviði, hún úr dans- og stuttmyndaheiminum, hann úr heimi skrifta og myndlistar, og bæði hafa þau kennt í listaháskólum í Evrópu og Bandaríkjunum. Auk þess hafa þau laðað fleiri listamenn að kennslu á námskeiðunum, þá Kára Halldór leikstjóra, Lárus Ými kvikmyndagerðarmann og Guðna Gunnarsson, höfund Rope Yoga heimspekinnar. Þótt upplýsingar um námskeiðin séu öllum aðgengilegar á vefnum www.kennsla.is skautum við með Þorvaldi í gegnum þær. "Skapandi skrif" eru þar efst á blaði og það er rithöfundurinn Þorvaldur sem þar leiðbeinir. Fyrsta námskeiðið fylltist strax en annað verður í boði í lok mars. "Má ég líka" sem búið er að prufukeyra bæði í borginni og úti á landi með góðum árangri segir Þorvaldur vera eins kvölds námskeið. "Þetta eru ofsalega þéttir fjórir klukkutímar. Ég fer ofan í allt sem mér finnst skipta mestu máli af öllu því sem ég hef lært. Fólk hefur miklum skammti úr að moða því það er svo margt sem rótast upp," útskýrir hann. "Að skrifa texta sem skilar sér" er námskeið sem Þorvaldur segir ætlað fyrirtækjum og er byggt á reynslu hans sem hugmynda- og textasmiðs. Þá er komið að námskeiðum Helenu og hinna kennaranna sem Þorvaldur lýsir svo. ""Það geta allir dansað" gengur út á að dans er eitthvað sem við getum öll notið, svo framarlega sem við áttum okkur á því að hann er okkur eiginlegur, burtséð frá reglum og þjálfun. Helena hefur líka unnið mikið við stuttmyndir og það er form sem gaman er fyrir hvern og einn að leika sér með. Tjáningin, stuttmyndin og meðvitundin um líkamann er einnig inntak námskeiða sem eru fyrirhuguð með Kára Halldóri og Lárusi Ými og í apríl verður Guðni Gunnarsson með kynningu á Rope Yoga fræðum. En aðaltilgangur námskeiðanna er að kenna fólki að bera virðingu fyrir sínu innra lífi, eigin hugsunum og hæfileikum." Nám Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Þorvaldur Þorsteinsson og Helena Jónsdóttir eru lífskúnstnerar sem hafa miklu að miðla. Parið hefur sett upp nýja námskeiðs- og fræðslumiðstöð, www.kennsla.is "Við viljum að fólk geti notið óformlegs listnáms og einnig opna augu þess fyrir því sem það hefur sjálft til brunns að bera," segir Þorvaldur, inntur frétta af þessari nýju starfsemi. Hann situr einn fyrir svörum því Helena er á fullu að undirbúa frumsýningu á eigin dansleikhúsverki, Open Source, sem verður í Borgarleikhúsinu nú á sunnudagskvöld. Ljóst er að þau skötuhjú búa yfir margháttaðri reynslu hvort á sínu sviði, hún úr dans- og stuttmyndaheiminum, hann úr heimi skrifta og myndlistar, og bæði hafa þau kennt í listaháskólum í Evrópu og Bandaríkjunum. Auk þess hafa þau laðað fleiri listamenn að kennslu á námskeiðunum, þá Kára Halldór leikstjóra, Lárus Ými kvikmyndagerðarmann og Guðna Gunnarsson, höfund Rope Yoga heimspekinnar. Þótt upplýsingar um námskeiðin séu öllum aðgengilegar á vefnum www.kennsla.is skautum við með Þorvaldi í gegnum þær. "Skapandi skrif" eru þar efst á blaði og það er rithöfundurinn Þorvaldur sem þar leiðbeinir. Fyrsta námskeiðið fylltist strax en annað verður í boði í lok mars. "Má ég líka" sem búið er að prufukeyra bæði í borginni og úti á landi með góðum árangri segir Þorvaldur vera eins kvölds námskeið. "Þetta eru ofsalega þéttir fjórir klukkutímar. Ég fer ofan í allt sem mér finnst skipta mestu máli af öllu því sem ég hef lært. Fólk hefur miklum skammti úr að moða því það er svo margt sem rótast upp," útskýrir hann. "Að skrifa texta sem skilar sér" er námskeið sem Þorvaldur segir ætlað fyrirtækjum og er byggt á reynslu hans sem hugmynda- og textasmiðs. Þá er komið að námskeiðum Helenu og hinna kennaranna sem Þorvaldur lýsir svo. ""Það geta allir dansað" gengur út á að dans er eitthvað sem við getum öll notið, svo framarlega sem við áttum okkur á því að hann er okkur eiginlegur, burtséð frá reglum og þjálfun. Helena hefur líka unnið mikið við stuttmyndir og það er form sem gaman er fyrir hvern og einn að leika sér með. Tjáningin, stuttmyndin og meðvitundin um líkamann er einnig inntak námskeiða sem eru fyrirhuguð með Kára Halldóri og Lárusi Ými og í apríl verður Guðni Gunnarsson með kynningu á Rope Yoga fræðum. En aðaltilgangur námskeiðanna er að kenna fólki að bera virðingu fyrir sínu innra lífi, eigin hugsunum og hæfileikum."
Nám Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“