Óveður á landinu í dag 16. febrúar 2005 00:01 Allt flug til og frá landinu fór úr skorðum, innanlandsflug lá niðri og nánast óökufært var utan þéttbýlis á sunnanverðu landinu í dag þegar mikið hvassviðri og snjókoma gekk yfir. Allsherjarringulreið myndaðist á Keflavíkurflugvelli í morgun þar sem veðurofsinn var slíkur að ekki var hægt að leggja farþegaþotum flugfélaganna við landgangana. Farþegar vélar Icelandair frá Boston urðu að bíða í rúmar tvær klukkustundir í vélinni eftir að hún lenti. Vindhraðinn var um tuttugu og fimm metrar á sekúndu. Millilandaflugið var allt úr skorðum fyrri part dags og hófst ekki aftur fyrr en síðdegis. Allar morgunvélarnar eru farnar af stað og áætlunarferðum síðdegis seinkaði velflestum um nokkrar klukkustundir. Ástandið í innalandsfluginu var síst betra. Það lá niðri fram eftir öllum degi og undir kvöld var ferðum til Hafnar, Ísafjarðar, Vestmannaeyja og Bíldudals aflýst. Kanna á flug til Akureyrar og Egilstaða upp úr klukkan átta. Dýrvitlaust veður var víða á sunnanverðu landinu fram eftir degi. Hellisheiðinni var til að mynda lokað, enda bæði fljúgandi hálka og blint þar. Undir hádegi fór aðeins að lægja en þó var víða ekkert ferðaveður. Á Hellisheiðinni var ástandið á tólfta tímanum raunar verra en fyrr um morguninn. Varla mátti greina vegstikurnar sem voru einu vísbendingarnar um hvar veginn var að finna. Nokkrir bílar fóru út af veginum, bæði á heiðinni og í Þrengslunum. Björgunarsveit úr Hveragerði var send til að aðstoða fólk sem sat í bílum sínum og komst hvergi. Viðmælendur fréttastofunnar á Litlu kaffistofunni sögðu blindbyl hafa verið þar í morgun og þurfti fólk að bíða þar í allt að tvær klukkustundir þangað til opnað var fyrir umferð yfir heiðina. Þá var illviðri á Holtavörðuheiði og þungfært um Steingrímsfjarðarheiði en engar fregnir hafa borist af alvarlegum óhöppum. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Allt flug til og frá landinu fór úr skorðum, innanlandsflug lá niðri og nánast óökufært var utan þéttbýlis á sunnanverðu landinu í dag þegar mikið hvassviðri og snjókoma gekk yfir. Allsherjarringulreið myndaðist á Keflavíkurflugvelli í morgun þar sem veðurofsinn var slíkur að ekki var hægt að leggja farþegaþotum flugfélaganna við landgangana. Farþegar vélar Icelandair frá Boston urðu að bíða í rúmar tvær klukkustundir í vélinni eftir að hún lenti. Vindhraðinn var um tuttugu og fimm metrar á sekúndu. Millilandaflugið var allt úr skorðum fyrri part dags og hófst ekki aftur fyrr en síðdegis. Allar morgunvélarnar eru farnar af stað og áætlunarferðum síðdegis seinkaði velflestum um nokkrar klukkustundir. Ástandið í innalandsfluginu var síst betra. Það lá niðri fram eftir öllum degi og undir kvöld var ferðum til Hafnar, Ísafjarðar, Vestmannaeyja og Bíldudals aflýst. Kanna á flug til Akureyrar og Egilstaða upp úr klukkan átta. Dýrvitlaust veður var víða á sunnanverðu landinu fram eftir degi. Hellisheiðinni var til að mynda lokað, enda bæði fljúgandi hálka og blint þar. Undir hádegi fór aðeins að lægja en þó var víða ekkert ferðaveður. Á Hellisheiðinni var ástandið á tólfta tímanum raunar verra en fyrr um morguninn. Varla mátti greina vegstikurnar sem voru einu vísbendingarnar um hvar veginn var að finna. Nokkrir bílar fóru út af veginum, bæði á heiðinni og í Þrengslunum. Björgunarsveit úr Hveragerði var send til að aðstoða fólk sem sat í bílum sínum og komst hvergi. Viðmælendur fréttastofunnar á Litlu kaffistofunni sögðu blindbyl hafa verið þar í morgun og þurfti fólk að bíða þar í allt að tvær klukkustundir þangað til opnað var fyrir umferð yfir heiðina. Þá var illviðri á Holtavörðuheiði og þungfært um Steingrímsfjarðarheiði en engar fregnir hafa borist af alvarlegum óhöppum.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent