Ríkisútvarpið og afnotagjöldin 15. febrúar 2005 00:01 Menntamálaráðherra hefur boðað að á vorþinginu verði lagt fram frumvarp um Ríkisútvarpið. Allt frá því að núverandi menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, tók við embætti hefur verið beðið eftir því að hún legði fram frumvarp um Ríkisútvarpið eins og hún boðaði áður en hún settist í stól ráðherra. Margir fyrirrennara hennar í embætti hafa ætlað að breyta lögum um stofnunina, en fram til þessa hafa engar meiriháttar breytingar verið gerðar á lagaumhverfi hennar frá því að ný útvarpslög voru samþykkt árið 1985. Ráðherra sagði í viðtölum við fjölmiðla um helgina að afnotagjöld Ríkisútvarpsins yrðu lögð af, en svaraði því hinsvegar ekki hvað kæmi í stað þeirra. Í Fréttablaðinu í gær sagði ráðherra að með afnámi afnotagjaldanna væri verið að bregðast við gagnrýni ESA - Eftirlitsstofnunar EFTA sem hefði verið með mál Ríkisútvarpsins til athugunar frá því í maí í fyrra. Stofnunin er að kanna hvort Ríkisútvarpið geti bæði innheimt afnotagjöld og verið á auglýsingamarkaði eins og nú er. Það er löngu orðið tímabært að samþykkt verði ný lög um Ríkisútvarpið. Þar þarf að kveða á um rekstrarform þess, tekjuöflun og stjórnskipulag innan stofnunarinnar. Nýjustu fréttir herma að ráðherra hafi fallið frá hugmyndum um að gera Ríkisútvarpið að hlutafélagi, eins og fyrirrennari hennar til margra ára hallaðist að. Líklegt er því að Ríkisútvarpið verði áfram ríkisstofnun í B- hluta fjárlaga. Varðandi tekjuöflun virðist það eitt ljóst að afnotagjöldin verði lögð af, en hvað á þá að koma í staðinn? Afnotagjöld tíðkast í nær öllum löndum Vestur-Evrópu og þar virðist ekki vera jafn mikil umræða og hér um að leggja þau af. Gjöldin eru gjarnan innheimt með einhverjum öðrum opinberum gjöldum, og þannig væri líklega hægt að draga úr innheimtukostnaði. Tekjur Ríkisútvarpsins nema um þremur milljörðum króna á ári, og þar af hafa auglýsingatekjur numið um einum þriðja á undanförnum árum. Í nokkrum öðrum Evrópulöndum eru innheimt afnotagjöld jafnframt því sem viðkomandi stöðvar eru á auglýsingamarkaði, þannig að þetta er ekkert einsdæmi hér á landi. Annars staðar á Norðurlöndum er aðaltekjulind ríkisrekinna útvarps- og sjónvarpsstöðva hinsvegar í formi afnotagjalda. Í Noregi var norska útvarpinu fyrir nokkrum árum breytt i hlutafélag, en áfram eru innheimt afnotagjöld. Ef Eftirlitsstofnun EFTA kemst að því að innheimta afnotagjalda hér brjóti í bága við reglur á evrópska efnahagsvæðinu, liggur beinast við að álykta að framlög á fjárlögum geri það líka ef stofnunin verður áfram á auglýsingamarkaði. Er fjárveitingavaldið þá reiðubúið að leggja Ríkisútvarpinu til um þrjá milljarða króna á ári, ef engar auglýsingatekjur verða, og hvar á að taka þá fjármuni? Menntamálaráðherra og hennar fólk hefur sjálfsagt velt þessu fyrir sér, en ættu að huga betur að þessum málum áður en stofnunin verður sett á fjárlög á 75 ára afmælisári hennar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Menntamálaráðherra hefur boðað að á vorþinginu verði lagt fram frumvarp um Ríkisútvarpið. Allt frá því að núverandi menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, tók við embætti hefur verið beðið eftir því að hún legði fram frumvarp um Ríkisútvarpið eins og hún boðaði áður en hún settist í stól ráðherra. Margir fyrirrennara hennar í embætti hafa ætlað að breyta lögum um stofnunina, en fram til þessa hafa engar meiriháttar breytingar verið gerðar á lagaumhverfi hennar frá því að ný útvarpslög voru samþykkt árið 1985. Ráðherra sagði í viðtölum við fjölmiðla um helgina að afnotagjöld Ríkisútvarpsins yrðu lögð af, en svaraði því hinsvegar ekki hvað kæmi í stað þeirra. Í Fréttablaðinu í gær sagði ráðherra að með afnámi afnotagjaldanna væri verið að bregðast við gagnrýni ESA - Eftirlitsstofnunar EFTA sem hefði verið með mál Ríkisútvarpsins til athugunar frá því í maí í fyrra. Stofnunin er að kanna hvort Ríkisútvarpið geti bæði innheimt afnotagjöld og verið á auglýsingamarkaði eins og nú er. Það er löngu orðið tímabært að samþykkt verði ný lög um Ríkisútvarpið. Þar þarf að kveða á um rekstrarform þess, tekjuöflun og stjórnskipulag innan stofnunarinnar. Nýjustu fréttir herma að ráðherra hafi fallið frá hugmyndum um að gera Ríkisútvarpið að hlutafélagi, eins og fyrirrennari hennar til margra ára hallaðist að. Líklegt er því að Ríkisútvarpið verði áfram ríkisstofnun í B- hluta fjárlaga. Varðandi tekjuöflun virðist það eitt ljóst að afnotagjöldin verði lögð af, en hvað á þá að koma í staðinn? Afnotagjöld tíðkast í nær öllum löndum Vestur-Evrópu og þar virðist ekki vera jafn mikil umræða og hér um að leggja þau af. Gjöldin eru gjarnan innheimt með einhverjum öðrum opinberum gjöldum, og þannig væri líklega hægt að draga úr innheimtukostnaði. Tekjur Ríkisútvarpsins nema um þremur milljörðum króna á ári, og þar af hafa auglýsingatekjur numið um einum þriðja á undanförnum árum. Í nokkrum öðrum Evrópulöndum eru innheimt afnotagjöld jafnframt því sem viðkomandi stöðvar eru á auglýsingamarkaði, þannig að þetta er ekkert einsdæmi hér á landi. Annars staðar á Norðurlöndum er aðaltekjulind ríkisrekinna útvarps- og sjónvarpsstöðva hinsvegar í formi afnotagjalda. Í Noregi var norska útvarpinu fyrir nokkrum árum breytt i hlutafélag, en áfram eru innheimt afnotagjöld. Ef Eftirlitsstofnun EFTA kemst að því að innheimta afnotagjalda hér brjóti í bága við reglur á evrópska efnahagsvæðinu, liggur beinast við að álykta að framlög á fjárlögum geri það líka ef stofnunin verður áfram á auglýsingamarkaði. Er fjárveitingavaldið þá reiðubúið að leggja Ríkisútvarpinu til um þrjá milljarða króna á ári, ef engar auglýsingatekjur verða, og hvar á að taka þá fjármuni? Menntamálaráðherra og hennar fólk hefur sjálfsagt velt þessu fyrir sér, en ættu að huga betur að þessum málum áður en stofnunin verður sett á fjárlög á 75 ára afmælisári hennar.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun