Mataræði mikilvægt á meðgöngu 14. febrúar 2005 00:01 Rannsóknir sýna sífellt betur hve mataræði kvenna á meðgöngu skiptir gríðarlega miklu máli fyrir börnin og heilsu þeirra alla ævi. Þó að það sé öllum hollt að huga að mataræðinu, passa upp á að borða nóg hollan mat og hæfilega mikið af honum eru það eingöngu konur sem ganga með barn sem þurfa að hugsa um fleiri en sjálfan sig. Anna Sigríður Ólafsdóttir næringarfræðingur segir það skipta miklu máli því með því að borða nóg, þyngjast hæfilega mikið og borða rétt sé haft áhrif á þroska barnsins og vöxt. Fæðingarþyngd hafi heilmikið að segja um bæði um heilsu barna þegar þau koma í heiminn og einnig seinna á lífsleiðinni. Því sé verið að móta barnið til framtíðar. Anna segir að það sem skipti máli sé þyngdaraukningin; fyrir konur í kjörþyngd sé eðlilegt að þyngjast um 12-18 kíló en konum yfir kjörþyngd sé ráðlagt að þyngjast aðeins minna, eða 7-12 kíló. Þessu sé náð með því að borða hæfilega mikið, fjölbreytta fæðu og 3-5 máltíðir á dag ásamt því að hreyfa sig. Þó að konur geti borðað flestar fæðutegundir á meðgöngu ber að varast ýmsar, þar á meðal hráan fisk og ógerilsneyddar mjólkurvörur. Upplýsingar um þetta er hægt að nálgast í nýjum bæklingi, Meðganga og mataræði. Anna var spurð hvort konum væri ráðið annað eftir að barnið er komið í heiminn og er á brjósti. Hún svaraði því til að svo væri í raun ekki því verið væri að ráðleggja konum að neyta góðrar, hollrar og fjölbreyttrar fæðu en ekki að forðast ákveðin matvæli heldur að borða hollan mat. Það skipti alls ekki minna máli þegar barnið væri komið í heiminn því móðurmjólkin endurspegli það sem mæður borði. Hins vegar bendir Anna á að orkuþörfin sé ívið meiri þegar barnið er á brjósti . Heilsa Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Rannsóknir sýna sífellt betur hve mataræði kvenna á meðgöngu skiptir gríðarlega miklu máli fyrir börnin og heilsu þeirra alla ævi. Þó að það sé öllum hollt að huga að mataræðinu, passa upp á að borða nóg hollan mat og hæfilega mikið af honum eru það eingöngu konur sem ganga með barn sem þurfa að hugsa um fleiri en sjálfan sig. Anna Sigríður Ólafsdóttir næringarfræðingur segir það skipta miklu máli því með því að borða nóg, þyngjast hæfilega mikið og borða rétt sé haft áhrif á þroska barnsins og vöxt. Fæðingarþyngd hafi heilmikið að segja um bæði um heilsu barna þegar þau koma í heiminn og einnig seinna á lífsleiðinni. Því sé verið að móta barnið til framtíðar. Anna segir að það sem skipti máli sé þyngdaraukningin; fyrir konur í kjörþyngd sé eðlilegt að þyngjast um 12-18 kíló en konum yfir kjörþyngd sé ráðlagt að þyngjast aðeins minna, eða 7-12 kíló. Þessu sé náð með því að borða hæfilega mikið, fjölbreytta fæðu og 3-5 máltíðir á dag ásamt því að hreyfa sig. Þó að konur geti borðað flestar fæðutegundir á meðgöngu ber að varast ýmsar, þar á meðal hráan fisk og ógerilsneyddar mjólkurvörur. Upplýsingar um þetta er hægt að nálgast í nýjum bæklingi, Meðganga og mataræði. Anna var spurð hvort konum væri ráðið annað eftir að barnið er komið í heiminn og er á brjósti. Hún svaraði því til að svo væri í raun ekki því verið væri að ráðleggja konum að neyta góðrar, hollrar og fjölbreyttrar fæðu en ekki að forðast ákveðin matvæli heldur að borða hollan mat. Það skipti alls ekki minna máli þegar barnið væri komið í heiminn því móðurmjólkin endurspegli það sem mæður borði. Hins vegar bendir Anna á að orkuþörfin sé ívið meiri þegar barnið er á brjósti .
Heilsa Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira