Mataræði mikilvægt á meðgöngu 14. febrúar 2005 00:01 Rannsóknir sýna sífellt betur hve mataræði kvenna á meðgöngu skiptir gríðarlega miklu máli fyrir börnin og heilsu þeirra alla ævi. Þó að það sé öllum hollt að huga að mataræðinu, passa upp á að borða nóg hollan mat og hæfilega mikið af honum eru það eingöngu konur sem ganga með barn sem þurfa að hugsa um fleiri en sjálfan sig. Anna Sigríður Ólafsdóttir næringarfræðingur segir það skipta miklu máli því með því að borða nóg, þyngjast hæfilega mikið og borða rétt sé haft áhrif á þroska barnsins og vöxt. Fæðingarþyngd hafi heilmikið að segja um bæði um heilsu barna þegar þau koma í heiminn og einnig seinna á lífsleiðinni. Því sé verið að móta barnið til framtíðar. Anna segir að það sem skipti máli sé þyngdaraukningin; fyrir konur í kjörþyngd sé eðlilegt að þyngjast um 12-18 kíló en konum yfir kjörþyngd sé ráðlagt að þyngjast aðeins minna, eða 7-12 kíló. Þessu sé náð með því að borða hæfilega mikið, fjölbreytta fæðu og 3-5 máltíðir á dag ásamt því að hreyfa sig. Þó að konur geti borðað flestar fæðutegundir á meðgöngu ber að varast ýmsar, þar á meðal hráan fisk og ógerilsneyddar mjólkurvörur. Upplýsingar um þetta er hægt að nálgast í nýjum bæklingi, Meðganga og mataræði. Anna var spurð hvort konum væri ráðið annað eftir að barnið er komið í heiminn og er á brjósti. Hún svaraði því til að svo væri í raun ekki því verið væri að ráðleggja konum að neyta góðrar, hollrar og fjölbreyttrar fæðu en ekki að forðast ákveðin matvæli heldur að borða hollan mat. Það skipti alls ekki minna máli þegar barnið væri komið í heiminn því móðurmjólkin endurspegli það sem mæður borði. Hins vegar bendir Anna á að orkuþörfin sé ívið meiri þegar barnið er á brjósti . Heilsa Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Rannsóknir sýna sífellt betur hve mataræði kvenna á meðgöngu skiptir gríðarlega miklu máli fyrir börnin og heilsu þeirra alla ævi. Þó að það sé öllum hollt að huga að mataræðinu, passa upp á að borða nóg hollan mat og hæfilega mikið af honum eru það eingöngu konur sem ganga með barn sem þurfa að hugsa um fleiri en sjálfan sig. Anna Sigríður Ólafsdóttir næringarfræðingur segir það skipta miklu máli því með því að borða nóg, þyngjast hæfilega mikið og borða rétt sé haft áhrif á þroska barnsins og vöxt. Fæðingarþyngd hafi heilmikið að segja um bæði um heilsu barna þegar þau koma í heiminn og einnig seinna á lífsleiðinni. Því sé verið að móta barnið til framtíðar. Anna segir að það sem skipti máli sé þyngdaraukningin; fyrir konur í kjörþyngd sé eðlilegt að þyngjast um 12-18 kíló en konum yfir kjörþyngd sé ráðlagt að þyngjast aðeins minna, eða 7-12 kíló. Þessu sé náð með því að borða hæfilega mikið, fjölbreytta fæðu og 3-5 máltíðir á dag ásamt því að hreyfa sig. Þó að konur geti borðað flestar fæðutegundir á meðgöngu ber að varast ýmsar, þar á meðal hráan fisk og ógerilsneyddar mjólkurvörur. Upplýsingar um þetta er hægt að nálgast í nýjum bæklingi, Meðganga og mataræði. Anna var spurð hvort konum væri ráðið annað eftir að barnið er komið í heiminn og er á brjósti. Hún svaraði því til að svo væri í raun ekki því verið væri að ráðleggja konum að neyta góðrar, hollrar og fjölbreyttrar fæðu en ekki að forðast ákveðin matvæli heldur að borða hollan mat. Það skipti alls ekki minna máli þegar barnið væri komið í heiminn því móðurmjólkin endurspegli það sem mæður borði. Hins vegar bendir Anna á að orkuþörfin sé ívið meiri þegar barnið er á brjósti .
Heilsa Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira