Foreldrar eiga ekki að gefa ungum börnum ávaxtasafa að drekka. Næringarfræðingar í Bandaríkjunum segja sífellt fleiri vísbendingar um að ávaxtasafi eigi þátt í stórfelldum tannskemmdum og offitu meðal ungra barna. Að mati næringarfræðinga við barnaspítala í Boston er nær enginn munur á sykruðu gosi og ávaxtasafa enda sé í báðum tilfellum uppistaðan í drykknum sykur og vatn. Að þeirra mati eiga ung börn ekki að neyta slíkra drykkja og er talið best að halda þeim við mjólk og vatn þegar þostinn sækir að.