Kolbrún Pálína með lítinn gullmola 9. febrúar 2005 00:01 "Ég er enn heima og nýt þess," segir Kolbrún Pálína Helgadóttir fyrrverandi fegurðardrottning sem eignaðist soninn Sigurð Viðar þann 27. ágúst. "Móðurhlutverkið leggst ótrúlega vel í mig og það kemur mér á óvart hversu mikið ég er búin að drekkja mér í þetta hlutverk. Ég held að ég hafi ekki lagt mig jafn mikið fram við neitt annað annað hingað til og þetta er bara ótrúlega skemmtilegt." Kolbrún Pálína býr í Árbænum ásamt kærastanum sínum, Þresti Jóni. Hann er einn af eigendum Iceland spa & fitnes sem er stór líkamsræktarkeðja hér á landi en Kolbrún starfaði sem einkaþjálfari í Sporthúsinu í Kópavogi áður en hún fór í barneignarleyfi. "Ég og Þröstur Jón kynntumst vorið 2003 þannig að þetta hefur allt gerst mjög hratt. Þá átti hann þetta hús sem við búum í en nú höfum við komið okkur vel fyrir saman," segir Kolbrún Pálína sem verður 25 ára í sumar. Kolbrún segir Sigurð Viðar ótrúlega væran og góðan og skilur reyndar ekki hvað hún hafi gert til að verðskulda svona gullmola. "Ég var eiginlega búin að búa mig undir meiri átök. Fyrstu næturnar var smá brölt en hann er glaður og skemmtilegur í dag." Kolbrún segist ekki vita hvenær hún ætli að mæta aftur í vinnuna en hún sé aðeins byrjuð að mæta í ræktina. "Ég nýt þess að vera heima við og eins og er finnst mér hræðileg tilhugsun að setja hann í pössun. Ég ætla að njóta þess að vera með honum í sumar en svo fer maður að kynna sér málin með dagmömmurnar. Vinnan mín er þannig að ég get byrjað rólega ef mig langar að komast innan um fólk en ég er aðeins farin að mæta svona ef ég er í stuði en langt því frá af krafti. Það er samt gott að koma þarna og kjafta enda var ég þar svo lengi og félagslífið í ræktinni er mjög skemmtilegt. Ég er líka lærður förðunarfræðingur og hef það alltaf í bakhöndinni og svo hef ég verið með framkomunámskeið fyrir unglinga hjá Eskimo models. Ég hafði mjög gaman af því og það er aldrei að vita nema maður snúi sér að því aftur. Ég fékk sjálf mikið út úr þessu og styrktist í leiðinni og það var mjög gaman að sjá framfarirnar hjá þessum litlu skvísum sem þorðu í fyrstu ekki að tala fyrir framan hópinn. Maður man alveg hvernig maður var á þessum aldri og því gaman að leggja öðrum lið." Lestu ítarlegt viðtal við Kolbrúnu Pálínu í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag. Menning Tilveran Mest lesið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
"Ég er enn heima og nýt þess," segir Kolbrún Pálína Helgadóttir fyrrverandi fegurðardrottning sem eignaðist soninn Sigurð Viðar þann 27. ágúst. "Móðurhlutverkið leggst ótrúlega vel í mig og það kemur mér á óvart hversu mikið ég er búin að drekkja mér í þetta hlutverk. Ég held að ég hafi ekki lagt mig jafn mikið fram við neitt annað annað hingað til og þetta er bara ótrúlega skemmtilegt." Kolbrún Pálína býr í Árbænum ásamt kærastanum sínum, Þresti Jóni. Hann er einn af eigendum Iceland spa & fitnes sem er stór líkamsræktarkeðja hér á landi en Kolbrún starfaði sem einkaþjálfari í Sporthúsinu í Kópavogi áður en hún fór í barneignarleyfi. "Ég og Þröstur Jón kynntumst vorið 2003 þannig að þetta hefur allt gerst mjög hratt. Þá átti hann þetta hús sem við búum í en nú höfum við komið okkur vel fyrir saman," segir Kolbrún Pálína sem verður 25 ára í sumar. Kolbrún segir Sigurð Viðar ótrúlega væran og góðan og skilur reyndar ekki hvað hún hafi gert til að verðskulda svona gullmola. "Ég var eiginlega búin að búa mig undir meiri átök. Fyrstu næturnar var smá brölt en hann er glaður og skemmtilegur í dag." Kolbrún segist ekki vita hvenær hún ætli að mæta aftur í vinnuna en hún sé aðeins byrjuð að mæta í ræktina. "Ég nýt þess að vera heima við og eins og er finnst mér hræðileg tilhugsun að setja hann í pössun. Ég ætla að njóta þess að vera með honum í sumar en svo fer maður að kynna sér málin með dagmömmurnar. Vinnan mín er þannig að ég get byrjað rólega ef mig langar að komast innan um fólk en ég er aðeins farin að mæta svona ef ég er í stuði en langt því frá af krafti. Það er samt gott að koma þarna og kjafta enda var ég þar svo lengi og félagslífið í ræktinni er mjög skemmtilegt. Ég er líka lærður förðunarfræðingur og hef það alltaf í bakhöndinni og svo hef ég verið með framkomunámskeið fyrir unglinga hjá Eskimo models. Ég hafði mjög gaman af því og það er aldrei að vita nema maður snúi sér að því aftur. Ég fékk sjálf mikið út úr þessu og styrktist í leiðinni og það var mjög gaman að sjá framfarirnar hjá þessum litlu skvísum sem þorðu í fyrstu ekki að tala fyrir framan hópinn. Maður man alveg hvernig maður var á þessum aldri og því gaman að leggja öðrum lið." Lestu ítarlegt viðtal við Kolbrúnu Pálínu í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.
Menning Tilveran Mest lesið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira