Innanlandsflugið til Keflavíkur 3. febrúar 2005 00:01 Helgi Hjörvar, vararborgarfulltrúi R-listans og þingmaður Samfylkingarinnar, segir að engin sátt muni skapast um Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýri og eina raunhæfa leiðin sé sú að innanlandsflugið flytjist til Keflavíkur. Framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands segir borgarstjóra hafa stigið jákvætt skref með yfirlýsingu sinni í gær. Nú eigi menn að einhenda sér í málið og lenda því með sátt. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær afar mikilvægt að ríki og borg næðu sátt um framtíð Vatnsmýrar og að einhvers konar flugstarfsemi gæti farið þar fram, hugsanlega í minnkaðri mynd. Um leið myndi vera þar íbúða- og atvinnubyggð. Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir þetta mjög jákvætt skref því hingað til hafi verið umræðan frekar snúist um að flugvöllurinn ætti hreinlega að fara. Hann segir líka að nást verði sátt um málið. Samgönguráðherra býður fram þá sátt að minnstu flugbrautinni verði lokað en áfram verði tvær brautir. Í tillögum sem hann kynnti fyrir fjórum árum var miðað við að einkaflugið færi burt, öll flugvallarstarfsemi yrði flutt á eitt svæði austan brauta og flugstöð sem jafnframt yrði umferðarmiðstöð risi við Loftleiðahótelið. Þar yrði skrifstofu- og þjónustukjarni, Landhelgigæslan yrði áfram á sínum stað en flugvöllurinn myndi gefa eftir svæði undir nýtt íbúðahverfi í Skerjafirði, svæðið þar sem afgreiðsla innanlandsflugsins er nú færi bæði undir háskólstarfsemi og íbúðir, og svæði sunnan Landspítalans undir marghliða starfsemi. Svo virðist sem sátt sé að nást milli ríkis og borgar um samgöngumiðstöð við Loftleiðahótelið. En mun sátt nást um völl með tveimur flugbrautum? Helgi Hjörvar segir svo ekki vera og það hafi þegar legið fyrir. Hann telur raunhæfustu og einföldusti leiðina vera þá að innanlandsflugið fari allt til Keflavíkur, m.a. vegna þess að Íslendingar séu að taka við rekstri millilandaflugvallarins þar af Bandaríkjamönnum. Flutningur til Keflavíkur myndi þýða 35 prósenta samdrátt innanlandsflugs að mati Flugfélags Íslands og segist Jón Karl þá ekki sjá rekstrargrundvöll fyrir fluginu. Helgi rifjar upp að hann hafi fyrir fimm árum talað fyrir hugmynd um eina braut en því hafi flugrekendur hafnað. Jón Karl segir það ekki hægt því það sé eins og að reka hálfan flugvöll sem ekki gangi eftir með hliðsjón af margbreytilegum vindáttum á svæðinu. Það væri hins vegar hægt að taka þriðju brautina sem er á vellinum og byggja þannig nær flugvellinum. Einnig væri mögulegt að lengja eða stytta brautir og því ýmsir möguleikar í stöðunni. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Helgi Hjörvar, vararborgarfulltrúi R-listans og þingmaður Samfylkingarinnar, segir að engin sátt muni skapast um Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýri og eina raunhæfa leiðin sé sú að innanlandsflugið flytjist til Keflavíkur. Framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands segir borgarstjóra hafa stigið jákvætt skref með yfirlýsingu sinni í gær. Nú eigi menn að einhenda sér í málið og lenda því með sátt. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær afar mikilvægt að ríki og borg næðu sátt um framtíð Vatnsmýrar og að einhvers konar flugstarfsemi gæti farið þar fram, hugsanlega í minnkaðri mynd. Um leið myndi vera þar íbúða- og atvinnubyggð. Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir þetta mjög jákvætt skref því hingað til hafi verið umræðan frekar snúist um að flugvöllurinn ætti hreinlega að fara. Hann segir líka að nást verði sátt um málið. Samgönguráðherra býður fram þá sátt að minnstu flugbrautinni verði lokað en áfram verði tvær brautir. Í tillögum sem hann kynnti fyrir fjórum árum var miðað við að einkaflugið færi burt, öll flugvallarstarfsemi yrði flutt á eitt svæði austan brauta og flugstöð sem jafnframt yrði umferðarmiðstöð risi við Loftleiðahótelið. Þar yrði skrifstofu- og þjónustukjarni, Landhelgigæslan yrði áfram á sínum stað en flugvöllurinn myndi gefa eftir svæði undir nýtt íbúðahverfi í Skerjafirði, svæðið þar sem afgreiðsla innanlandsflugsins er nú færi bæði undir háskólstarfsemi og íbúðir, og svæði sunnan Landspítalans undir marghliða starfsemi. Svo virðist sem sátt sé að nást milli ríkis og borgar um samgöngumiðstöð við Loftleiðahótelið. En mun sátt nást um völl með tveimur flugbrautum? Helgi Hjörvar segir svo ekki vera og það hafi þegar legið fyrir. Hann telur raunhæfustu og einföldusti leiðina vera þá að innanlandsflugið fari allt til Keflavíkur, m.a. vegna þess að Íslendingar séu að taka við rekstri millilandaflugvallarins þar af Bandaríkjamönnum. Flutningur til Keflavíkur myndi þýða 35 prósenta samdrátt innanlandsflugs að mati Flugfélags Íslands og segist Jón Karl þá ekki sjá rekstrargrundvöll fyrir fluginu. Helgi rifjar upp að hann hafi fyrir fimm árum talað fyrir hugmynd um eina braut en því hafi flugrekendur hafnað. Jón Karl segir það ekki hægt því það sé eins og að reka hálfan flugvöll sem ekki gangi eftir með hliðsjón af margbreytilegum vindáttum á svæðinu. Það væri hins vegar hægt að taka þriðju brautina sem er á vellinum og byggja þannig nær flugvellinum. Einnig væri mögulegt að lengja eða stytta brautir og því ýmsir möguleikar í stöðunni.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira