Gestapóaðferðir Ísraelsstjórnar 2. febrúar 2005 00:01 Í Fréttablaðinu í gær birtist AP frétt þar sem segir að Ísraelsmenn hafi ákveðið að taka eignarnámi land palestínskra flóttamanna nærri Jerúsalem. Engar bætur koma fyrir. Segir ennfremur að síðustu mánuði hafi Ísraelar tekið hundruð ekra lands eignanámi af Palestínumönnum sem komast ekki lengur til jarða sinnar vegna aðskilnaðarmúrsins. Þetta er auðvitað ekkert annað en grófur þjófnaður, glæpur - að eðli sínu ekkert ólíkur framferði nasista sem gerðu upptækar eigur gyðinga í stríðinu, hreiðruðu um sig í þeim og notuðu þær. Einnig þær voru teknar í nafni ríkisins. Í framhaldi af þessu má minna á að John Dugard, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna á herteknu svæðunum, hefur sakað Ísraelsmenn um alvarlega stríðsglæpi þegar þeir brjóta niður og eyðileggja heimili Palestínumanna í refsiskyni fyrir árásir á Ísraela. Þetta er skýlaust brot á Genfarsáttmálanum. Manni verður einfaldlega hugsað til Gestapó í þessu sambandi. Ísraelsstjórn enga virðingu fyrir mannréttindum og frelsi, það var vitað - en eignarrétturinn hefur heldur ekkert gildi í augum hennar, allavega ekki þegar á í hlut kynstofn sem hún telur óæðri. Það eru bundnar vonir við Mamoud Abbas, hinn nýja leiðtoga Palestínumanna. Hins vegar verður að segjast eins og er að tilskakanir Ísraelsmanna eru aumkunarverðar. Það er látið eins og það sé rausn hjá þeim að gefa eftir eymdarbælið Gaza - meðan þeir seilast lengra og lengra inn á Vesturbakkann með landtökubyggðum sínum. Dugard mannréttindafulltrúi segir að í rauninni ætli Ísraelar ekki að minnka tök sín á Gaza. Þeir muni hafa stjórn þar með því að ráða yfir landamærunum, lofthelginni og sjónum sem liggur að svæðinu. Palestínumenn verða eftir sem áður í fangelsi. --- --- --- Ég braut odd af oflæti mínu um daginn og fór í fyrsta sinn í Smáralind. Minnti mig á þegar ég dró Mörð Árnason í fyrsta sinn inn í Kringluna fyrir sirkabát fimmtán árum - það var með fyrirheitum um svínarif á Hard Rock. Mörður var stórhrifinn - þetta var á þeim árum þegar menn á vinstri kantinum voru að kasta mesta kommaskapnum. Hætta að kvarta undan því hversu margar tegundir af þvottaefni og kexi væru seldar á Íslandi. Njóta kapítalismans án þess að vera alltaf að rausa. Ég hef ekki farið í Smáralind vegna einstrengingslegra skoðana á skipulagsmálum. Fyrirbærið kom mér fyrir augu eins og það sé frekar lágstéttalegt, ekki næstum jafn flott og Kringlan. Ég gekk inn í eina búð sem er virkaði sæmilega fín - þar var einmana maður að reyna að selja föt með frægu vörumerki. Hann kvartaði undan því að Smáralindin væri út úr. Mér sýndist þetta hálf vonlaust hjá honum - miklu líklegra að þarna sé hægt að selja ódýra draslið úr Dressman, Vero Moda og hvað það nú heitir. Í janúargrámanum var umhverfið þarna í kring nánast martraðarkennt, endalaus bílastæði, engar gangstéttir, háhýsi á stangli. Hrikalega á þetta eftir að verða slömmlegt þegar fram liða stundir. Svona er nú ágætt að fá staðfesta fordóma sína. --- --- --- Jæja, þá er Ingibjörg Sólrún komin á þing. Því var búið að spá fyrir löngu - menn biðu þess að einhver úr þingliði Samfylkingarinnar í Reykjavík norður myndi draga sig í hlé svo hún kæmist að. Flestra augu beindust að Guðrúnu Ögmundsdóttur, vinkonu Ingibjargar. En það var ekki hún. Guðrún styður auðvitað Ingibjörgu, en raunar segir sagan að hún hafi alls ekki fílað þegar lagt var að henni að hætta á þingi til að Ingibjörg gæti tekið sæti þar. Nei, Ingibjörg Sólrún situr fyrir Bryndísi Hlöðversdóttur. Ekki mun það þó vera af neinni góðsemi sem Bryndís vék úr sæti sínu, heldur hefur hún verið með flensu sem svo þróaðist yfir í lungnabólgu. Bryndís, sem hlýtur að teljast þungavigt í flokknum, hefur heldur ekki enn gefið sig upp í baráttu þeirra Ingibjargar og Össurar. Ekki fremur en til dæmis Jóhanna Sig. --- --- --- Rakst að það á vefnum að verið er að gefa út efni með hljómsveitinni Syn þar sem Gunnar Jökull Hákonarsson lék á trommur á sínum tíma - sirka 1967. Fann þetta þegar ég þvældist inn á heimasíðu Chris Squire, bassaleikara í prog rock hljómsveitinni Yes. Játa veikleika minn fyrir þeirri sveit. Gunnar Jökull var einn af höfuðsnillingum íslenska rokksins eins og heyra má á hljómplötunum með Trúbrot - missti heilsuna skömmu eftir það og átti sorglega ævi. Tveir af meðlimum Syn voru síðar stofnendur Yes, áðurnefndur Chris Squire og gítarleikarinn Peter Banks. Er ekki sjálfsagt að þetta verði spilað í Rokklandinu á poppstöð ríkisins? --- --- --- Egill: Heyrðu Kári, myndir þú vilja eignast litla systur? Kári: Nei... Egill: Sem væri alltaf með bleiu og snuddu? Kári: Hún má ekki leika með dótið hans Kára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Í Fréttablaðinu í gær birtist AP frétt þar sem segir að Ísraelsmenn hafi ákveðið að taka eignarnámi land palestínskra flóttamanna nærri Jerúsalem. Engar bætur koma fyrir. Segir ennfremur að síðustu mánuði hafi Ísraelar tekið hundruð ekra lands eignanámi af Palestínumönnum sem komast ekki lengur til jarða sinnar vegna aðskilnaðarmúrsins. Þetta er auðvitað ekkert annað en grófur þjófnaður, glæpur - að eðli sínu ekkert ólíkur framferði nasista sem gerðu upptækar eigur gyðinga í stríðinu, hreiðruðu um sig í þeim og notuðu þær. Einnig þær voru teknar í nafni ríkisins. Í framhaldi af þessu má minna á að John Dugard, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna á herteknu svæðunum, hefur sakað Ísraelsmenn um alvarlega stríðsglæpi þegar þeir brjóta niður og eyðileggja heimili Palestínumanna í refsiskyni fyrir árásir á Ísraela. Þetta er skýlaust brot á Genfarsáttmálanum. Manni verður einfaldlega hugsað til Gestapó í þessu sambandi. Ísraelsstjórn enga virðingu fyrir mannréttindum og frelsi, það var vitað - en eignarrétturinn hefur heldur ekkert gildi í augum hennar, allavega ekki þegar á í hlut kynstofn sem hún telur óæðri. Það eru bundnar vonir við Mamoud Abbas, hinn nýja leiðtoga Palestínumanna. Hins vegar verður að segjast eins og er að tilskakanir Ísraelsmanna eru aumkunarverðar. Það er látið eins og það sé rausn hjá þeim að gefa eftir eymdarbælið Gaza - meðan þeir seilast lengra og lengra inn á Vesturbakkann með landtökubyggðum sínum. Dugard mannréttindafulltrúi segir að í rauninni ætli Ísraelar ekki að minnka tök sín á Gaza. Þeir muni hafa stjórn þar með því að ráða yfir landamærunum, lofthelginni og sjónum sem liggur að svæðinu. Palestínumenn verða eftir sem áður í fangelsi. --- --- --- Ég braut odd af oflæti mínu um daginn og fór í fyrsta sinn í Smáralind. Minnti mig á þegar ég dró Mörð Árnason í fyrsta sinn inn í Kringluna fyrir sirkabát fimmtán árum - það var með fyrirheitum um svínarif á Hard Rock. Mörður var stórhrifinn - þetta var á þeim árum þegar menn á vinstri kantinum voru að kasta mesta kommaskapnum. Hætta að kvarta undan því hversu margar tegundir af þvottaefni og kexi væru seldar á Íslandi. Njóta kapítalismans án þess að vera alltaf að rausa. Ég hef ekki farið í Smáralind vegna einstrengingslegra skoðana á skipulagsmálum. Fyrirbærið kom mér fyrir augu eins og það sé frekar lágstéttalegt, ekki næstum jafn flott og Kringlan. Ég gekk inn í eina búð sem er virkaði sæmilega fín - þar var einmana maður að reyna að selja föt með frægu vörumerki. Hann kvartaði undan því að Smáralindin væri út úr. Mér sýndist þetta hálf vonlaust hjá honum - miklu líklegra að þarna sé hægt að selja ódýra draslið úr Dressman, Vero Moda og hvað það nú heitir. Í janúargrámanum var umhverfið þarna í kring nánast martraðarkennt, endalaus bílastæði, engar gangstéttir, háhýsi á stangli. Hrikalega á þetta eftir að verða slömmlegt þegar fram liða stundir. Svona er nú ágætt að fá staðfesta fordóma sína. --- --- --- Jæja, þá er Ingibjörg Sólrún komin á þing. Því var búið að spá fyrir löngu - menn biðu þess að einhver úr þingliði Samfylkingarinnar í Reykjavík norður myndi draga sig í hlé svo hún kæmist að. Flestra augu beindust að Guðrúnu Ögmundsdóttur, vinkonu Ingibjargar. En það var ekki hún. Guðrún styður auðvitað Ingibjörgu, en raunar segir sagan að hún hafi alls ekki fílað þegar lagt var að henni að hætta á þingi til að Ingibjörg gæti tekið sæti þar. Nei, Ingibjörg Sólrún situr fyrir Bryndísi Hlöðversdóttur. Ekki mun það þó vera af neinni góðsemi sem Bryndís vék úr sæti sínu, heldur hefur hún verið með flensu sem svo þróaðist yfir í lungnabólgu. Bryndís, sem hlýtur að teljast þungavigt í flokknum, hefur heldur ekki enn gefið sig upp í baráttu þeirra Ingibjargar og Össurar. Ekki fremur en til dæmis Jóhanna Sig. --- --- --- Rakst að það á vefnum að verið er að gefa út efni með hljómsveitinni Syn þar sem Gunnar Jökull Hákonarsson lék á trommur á sínum tíma - sirka 1967. Fann þetta þegar ég þvældist inn á heimasíðu Chris Squire, bassaleikara í prog rock hljómsveitinni Yes. Játa veikleika minn fyrir þeirri sveit. Gunnar Jökull var einn af höfuðsnillingum íslenska rokksins eins og heyra má á hljómplötunum með Trúbrot - missti heilsuna skömmu eftir það og átti sorglega ævi. Tveir af meðlimum Syn voru síðar stofnendur Yes, áðurnefndur Chris Squire og gítarleikarinn Peter Banks. Er ekki sjálfsagt að þetta verði spilað í Rokklandinu á poppstöð ríkisins? --- --- --- Egill: Heyrðu Kári, myndir þú vilja eignast litla systur? Kári: Nei... Egill: Sem væri alltaf með bleiu og snuddu? Kári: Hún má ekki leika með dótið hans Kára.