Breytinga er að vænta, segir Viggó 1. febrúar 2005 00:01 Viggó Sigurðsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik, segist enn vera á mótunarstigi með landsliðshóp sinn og að ljóst sé að sumir leikmannanna sem voru í hópnum á HM munu ekki vera valdir aftur. Frá því að ljóst var að Íslendingar kæmust ekki í milliriðlana á HM hefur Viggó verið að kortleggja nákvæmlega hvað það var sem var liðinu að falli í Túnis. Hann sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að það yrði að laga varnarleikinn fyrir næstu verkefni landsliðsins en að það gæti orðið erfiðara en margir halda. "Varnarleikurinn varð okkur að falli á mótinu og þar erum við ekki að tala um neina óheppni heldur getuskort," segir Viggó og á þar einfaldlega við að mikill skortur sé á góðum íslenskum varnarmönnum. "Okkur vantar betri varnarmenn. Okkur vantar fyrst og fremst stjórnanda sem hefur getu til þess að reka vörnina áfram og binda menn saman. Það þarf bara að leita að þessum manni, það er ekki flóknara en svo, en það liggur ekkert á borðinu hver hann er," segir Viggó og tekur skýrt fram að breytinga sé að vænta. "Það er ljóst að það voru enhverjir leikmenn í Túnis sem munu ekki koma til með að vera í hópnum áfram," segir Viggó. Ljóst er að íslenska landsliðið verður í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspil um sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Sviss á næsta ári og verða þeir leikir næsta stóra verkefni Viggós. Verið er að huga að undirbúningi fyrir þá leiki, sem fara fram í byrjun júní. Fyrirhugað er að Pólverjar komi til landsins í lok mars og leiki þrjá vináttuleiki við Íslendinga en það er þó háð þvi að þjóðirnar mætist ekki í umspili. Viggó segir sig HSÍ vera að vinna í því að fá fleiri leiki fyrir umspilið. "Við erum að vinna í því að fá Svíana, þeir skulda okkur tvo leiki og líklegt að þeir komi hingað vikuna fyrir umspilið. Við erum líka búnir að vera í sambandi við Norðmennina líka svo að ég er vongóður um að við fáum fleiri leiki. Það skiptir miklu máli að spila sem allra mest því að við þurfum að slípa marga hluti." Íslenski handboltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sjá meira
Viggó Sigurðsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik, segist enn vera á mótunarstigi með landsliðshóp sinn og að ljóst sé að sumir leikmannanna sem voru í hópnum á HM munu ekki vera valdir aftur. Frá því að ljóst var að Íslendingar kæmust ekki í milliriðlana á HM hefur Viggó verið að kortleggja nákvæmlega hvað það var sem var liðinu að falli í Túnis. Hann sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að það yrði að laga varnarleikinn fyrir næstu verkefni landsliðsins en að það gæti orðið erfiðara en margir halda. "Varnarleikurinn varð okkur að falli á mótinu og þar erum við ekki að tala um neina óheppni heldur getuskort," segir Viggó og á þar einfaldlega við að mikill skortur sé á góðum íslenskum varnarmönnum. "Okkur vantar betri varnarmenn. Okkur vantar fyrst og fremst stjórnanda sem hefur getu til þess að reka vörnina áfram og binda menn saman. Það þarf bara að leita að þessum manni, það er ekki flóknara en svo, en það liggur ekkert á borðinu hver hann er," segir Viggó og tekur skýrt fram að breytinga sé að vænta. "Það er ljóst að það voru enhverjir leikmenn í Túnis sem munu ekki koma til með að vera í hópnum áfram," segir Viggó. Ljóst er að íslenska landsliðið verður í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspil um sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Sviss á næsta ári og verða þeir leikir næsta stóra verkefni Viggós. Verið er að huga að undirbúningi fyrir þá leiki, sem fara fram í byrjun júní. Fyrirhugað er að Pólverjar komi til landsins í lok mars og leiki þrjá vináttuleiki við Íslendinga en það er þó háð þvi að þjóðirnar mætist ekki í umspili. Viggó segir sig HSÍ vera að vinna í því að fá fleiri leiki fyrir umspilið. "Við erum að vinna í því að fá Svíana, þeir skulda okkur tvo leiki og líklegt að þeir komi hingað vikuna fyrir umspilið. Við erum líka búnir að vera í sambandi við Norðmennina líka svo að ég er vongóður um að við fáum fleiri leiki. Það skiptir miklu máli að spila sem allra mest því að við þurfum að slípa marga hluti."
Íslenski handboltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sjá meira