Guðmundur gagnrýnir Viggó

Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í handknattleik, gagnrýndi Viggó Sigurðsson, eftirmann sinn, harðlega í Olíssporti á Sýn í gærkvöldi. Guðmundur fór um víðan völl, talaði um mál Jalieskys Garcia, varnarleik liðsins og margt fleira. Viggó Sigurðsson verður gestur í sama þætti í kvöld klukkan tíu og má búast við fjörugri umræðu.