Kjósendur sýndu þrautseigju 30. janúar 2005 00:01 Kosningarnar í Írak í dag voru blóði drifnar. Þær einkenndust af árásum hryðjuverkamanna og þrautseigju Íraka, sem flykktust á kjörstaði þrátt fyrir hættuna. Spáð var hrinu blóðugra og mannskæðra árása í dag og sú spá gekk eftir. Staðfest hefur verið að þrjátíu og þrír týndu lífi í árásum víðsvegar um landið og hryðjuverkahópur Abu Musabs al-Zarqawis kveðst hafa sent þrettán hryðjuverkamenn í sjálfsmorðsleiðangra. En tíðindi dagsins eru ekki árásirnar heldur kosningaþátttakan. Svo virðist sem mikill fjöldi Íraka hafi tekið því fagnandi að hafa tækifæri til að kjósa og skeytt engu um hótanir hryðjuverkamanna. Tuttugu og sjö milljónir búa í Írak og þar af skráðu um þrettán milljónir sig á kjörskrá. Kjörstjórn telur að yfir sextíu prósent skráðra kjósenda hafi mætt á kjörstað sem má túlka sem svo að Írakar hafi viljað senda ótvírætt merki um vilja sinn. Kjörstjórnin virðist hafa verið sínu ákafari og greindi frá því síðdegis að yfir 72 prósent hefðu þegar greitt atkvæði; það var dregið til baka skömmu síðar. Sums staðar er kjörsókn sögð hafa farið yfir 95 prósent en annars staðar var þó greinilega ringulreið. Einn kjósandi í bænum Beiji greindi fjölmiðlum frá því að hann hafi farið tvisvar á kjörstað í bænum en þar hafi engan verið að finna. Fregnir af þessu tagi bárust frá nokkrum bæjum og hverfum Súnníta sem sagðir eru hafa setið heima á meðan Kúrdar og Sjítar notfærðu sér kosningarétt sinn í ríkari mæli. Talsmenn bráðabirgðastjórnar Íraks voru hæstánægðir með daginn og Bandaríkjastjórn getur hakað við kosningarnar á stuttum lista þess sem vel gengur í Írak. Bush Bandaríkjaforseti sagði á fréttamannafundi á sjöunda tímanum að kosningarnar í Írak væru afgerandi sigur og að Írakar hefðu hafnað ólýðræðislegri hugmyndafræði hryðjuverkamanna. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir þetta merkisdag fyrir íröksku þjóðina. Um landið allt hafi Írakar steymt á kjörstaði þrátt fyrir hótanir al-Zarqawis. „Þetta er upphafið að nýjum tíma í Írak,“ segir Rice. Úrslit kosninganna liggja fyrir í vikunni en ljóst að að Sjítar verða sigurvegararnir, þó að óvíst sé að þeir verði alráðir. Nú er þess beðið með eftirvæntingu að sjá hvort að kosningin markar tímamót, og þá hvers eðlis þau verða: hvort að Írak þróast nú í átt að sjálfstæðu lýðræðisríki eða hvort að sundrung geri vart við sig og uppreisnarmönnum vex ásmeginn. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Kosningarnar í Írak í dag voru blóði drifnar. Þær einkenndust af árásum hryðjuverkamanna og þrautseigju Íraka, sem flykktust á kjörstaði þrátt fyrir hættuna. Spáð var hrinu blóðugra og mannskæðra árása í dag og sú spá gekk eftir. Staðfest hefur verið að þrjátíu og þrír týndu lífi í árásum víðsvegar um landið og hryðjuverkahópur Abu Musabs al-Zarqawis kveðst hafa sent þrettán hryðjuverkamenn í sjálfsmorðsleiðangra. En tíðindi dagsins eru ekki árásirnar heldur kosningaþátttakan. Svo virðist sem mikill fjöldi Íraka hafi tekið því fagnandi að hafa tækifæri til að kjósa og skeytt engu um hótanir hryðjuverkamanna. Tuttugu og sjö milljónir búa í Írak og þar af skráðu um þrettán milljónir sig á kjörskrá. Kjörstjórn telur að yfir sextíu prósent skráðra kjósenda hafi mætt á kjörstað sem má túlka sem svo að Írakar hafi viljað senda ótvírætt merki um vilja sinn. Kjörstjórnin virðist hafa verið sínu ákafari og greindi frá því síðdegis að yfir 72 prósent hefðu þegar greitt atkvæði; það var dregið til baka skömmu síðar. Sums staðar er kjörsókn sögð hafa farið yfir 95 prósent en annars staðar var þó greinilega ringulreið. Einn kjósandi í bænum Beiji greindi fjölmiðlum frá því að hann hafi farið tvisvar á kjörstað í bænum en þar hafi engan verið að finna. Fregnir af þessu tagi bárust frá nokkrum bæjum og hverfum Súnníta sem sagðir eru hafa setið heima á meðan Kúrdar og Sjítar notfærðu sér kosningarétt sinn í ríkari mæli. Talsmenn bráðabirgðastjórnar Íraks voru hæstánægðir með daginn og Bandaríkjastjórn getur hakað við kosningarnar á stuttum lista þess sem vel gengur í Írak. Bush Bandaríkjaforseti sagði á fréttamannafundi á sjöunda tímanum að kosningarnar í Írak væru afgerandi sigur og að Írakar hefðu hafnað ólýðræðislegri hugmyndafræði hryðjuverkamanna. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir þetta merkisdag fyrir íröksku þjóðina. Um landið allt hafi Írakar steymt á kjörstaði þrátt fyrir hótanir al-Zarqawis. „Þetta er upphafið að nýjum tíma í Írak,“ segir Rice. Úrslit kosninganna liggja fyrir í vikunni en ljóst að að Sjítar verða sigurvegararnir, þó að óvíst sé að þeir verði alráðir. Nú er þess beðið með eftirvæntingu að sjá hvort að kosningin markar tímamót, og þá hvers eðlis þau verða: hvort að Írak þróast nú í átt að sjálfstæðu lýðræðisríki eða hvort að sundrung geri vart við sig og uppreisnarmönnum vex ásmeginn.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira