Kláruðu mótið með sæmd 29. janúar 2005 00:01 Fyrir leikinn voru margir óttaslegnir að leikurinn yrði mikið basl enda ekki að neinu að keppa fyrir strákana. Hugarfar þeirra var hins vegar í góðu lagi og ljóst að strákarnir vildu ljúka keppni með sæmd. Það gerðu þeir svo sannarlega því strákarnir hreinlega völtuðu yfir Alsírbúana og unnu að lokum öruggan níu marka sigur, 34-25, eftir að hafa leitt með átta mörkum í leikhléi, 19-11. Léttleiki og leikgleði einkenndi leik íslenska liðsins sem kaffærði Alsír strax í byrjun með fínum varnarleik, góðri markvörslu og vel útfærðum hraðaupphlaupum sem Alsír átti ekkert svar við. Leiknum var því í raun lokið í leikhléi en strákarnir héldu samt ágætri einbeitingu í síðari hálfleik og sáu til þess að forystan var aldrei í hættu. Birkir Ívar fékk loksins að spila heilan leik og hann varði mjög vel. Guðjón Valur kórónaði gott mót hjá sér með tíu fínum mörkum og Róbert Gunnarsson var einnig mjög öflugur. Alexander Petterson var síðan mjög góður í vörninni. Aðrir leikmenn áttu ágæta spretti en leikurinn hefði getað unnist mun stærra ef strákarnir hefðu nýtt dauðafærin betur en fjöldi þeirra fór forgörðum eins og oft áður á þessu móti. Þó að niðurstaða mótsins hafi valdið miklum vonbrigðum er ljóst að þetta lið á framtíðina fyrir sér. Viggó mætti til leiks með tíu nýja leikmenn sem enga reynslu höfðu af stórmótum en þeir öðluðust mikla reynslu á þessu móti. Það mun koma liðinu vel í framtíðinni því flestir sýndu þeir fram á að þeir eiga fullt erindi í alþjóðabolta og einhverjir hefðu jafn vel átt að fá tækifæri með liðinu fyrr en núna. Það er ár í næsta stórmót sem er EM í Sviss og það ár verður Viggó Sigurðsson að nýta vel til þess að laga varnarleik liðsins. Hann er langt frá því að vera viðunandi og liðið nær engum árangri á næsta móti ef hann batnar ekki. Stöðugleiki er annar höfuðverkur en hinum frægu slæmu köflum verður að fækka hið fyrsta. Sóknarleikurinn er lítill höfuðverkur og það eru frábærar fréttir fyrir liðið að Ólafur Stefánsson ætli að spila áfram því þessir ungu drengir þurfa á leiðsögn hans og reynslu að halda til þess að bæta sig. Það verður áhugavert að sjá hvernig þetta lið spjarar sig á næsta móti. Íslenski handboltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fleiri fréttir Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Sjá meira
Fyrir leikinn voru margir óttaslegnir að leikurinn yrði mikið basl enda ekki að neinu að keppa fyrir strákana. Hugarfar þeirra var hins vegar í góðu lagi og ljóst að strákarnir vildu ljúka keppni með sæmd. Það gerðu þeir svo sannarlega því strákarnir hreinlega völtuðu yfir Alsírbúana og unnu að lokum öruggan níu marka sigur, 34-25, eftir að hafa leitt með átta mörkum í leikhléi, 19-11. Léttleiki og leikgleði einkenndi leik íslenska liðsins sem kaffærði Alsír strax í byrjun með fínum varnarleik, góðri markvörslu og vel útfærðum hraðaupphlaupum sem Alsír átti ekkert svar við. Leiknum var því í raun lokið í leikhléi en strákarnir héldu samt ágætri einbeitingu í síðari hálfleik og sáu til þess að forystan var aldrei í hættu. Birkir Ívar fékk loksins að spila heilan leik og hann varði mjög vel. Guðjón Valur kórónaði gott mót hjá sér með tíu fínum mörkum og Róbert Gunnarsson var einnig mjög öflugur. Alexander Petterson var síðan mjög góður í vörninni. Aðrir leikmenn áttu ágæta spretti en leikurinn hefði getað unnist mun stærra ef strákarnir hefðu nýtt dauðafærin betur en fjöldi þeirra fór forgörðum eins og oft áður á þessu móti. Þó að niðurstaða mótsins hafi valdið miklum vonbrigðum er ljóst að þetta lið á framtíðina fyrir sér. Viggó mætti til leiks með tíu nýja leikmenn sem enga reynslu höfðu af stórmótum en þeir öðluðust mikla reynslu á þessu móti. Það mun koma liðinu vel í framtíðinni því flestir sýndu þeir fram á að þeir eiga fullt erindi í alþjóðabolta og einhverjir hefðu jafn vel átt að fá tækifæri með liðinu fyrr en núna. Það er ár í næsta stórmót sem er EM í Sviss og það ár verður Viggó Sigurðsson að nýta vel til þess að laga varnarleik liðsins. Hann er langt frá því að vera viðunandi og liðið nær engum árangri á næsta móti ef hann batnar ekki. Stöðugleiki er annar höfuðverkur en hinum frægu slæmu köflum verður að fækka hið fyrsta. Sóknarleikurinn er lítill höfuðverkur og það eru frábærar fréttir fyrir liðið að Ólafur Stefánsson ætli að spila áfram því þessir ungu drengir þurfa á leiðsögn hans og reynslu að halda til þess að bæta sig. Það verður áhugavert að sjá hvernig þetta lið spjarar sig á næsta móti.
Íslenski handboltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fleiri fréttir Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Sjá meira