Írak leikur á reiðiskjálfi 29. janúar 2005 00:01 Írak leikur á reiðiskjálfi í aðdraganda frjálsra þingkosninga þar á morgun. Árásir dynja yfir og trúarleiðtogar æsa stuðningsmenn sína upp, ýmist í von um að þeir kjósi eða sniðgangi kosningarnar. Uppreisnar- og hryðjuverkamenn hóta árásum á hvern þann sem sést nærri kjörstað á morgun og hafa undanfarið reynt sitt ítrasta til að eyðileggja kosningarnar. Átta fórust í sjálfsmorðssprengjuárás í norðausturhluta Bagdad-borgar í morgun. Sjálfsvígsmaðurinn sprengdi sig í loft upp utan við herstöð Bandaríkja- og Íraksherja. Fimm þeirra sem fórust voru óbreyttir borgarar. Þrír hermenn fórust í flugskeytaárás uppreisnarmanna á herstöð í bænum Duluiya og lík þriggja írakskra verktaka fundust í bænum Balad, norður af Bagdad. Leiðtogi al-Kaída í Írak, Abu Musab al-Zarqawi, hefur heitið því að ráðast á kjósendur og kjörstaði og síðast í gær birtist yfirlýsing frá honum á vefsíðu þar sem hann sagði kjörstaði miðstöðvar trúarvillu og siðleysis sem Írökum væri hollast að halda sig fjarri. Öryggissveitir koma nú fyrir vegtálmum í borgum og bæjum og flugvellinum við Bagdad hefur verið lokað. Útgöngubann er einnig í gildi yfir nóttina í helstu borgum vegna kosninganna á morgun. En árásir uppreisnarmanna eru ekki eina áhyggjuefnið: íröksk yfirvöld sem og Bandaríkjamenn og Bretar hafa af því töluverðar áhyggjur að kosningaþátttaka verði lítil. Að líkindum verður þá hræðsluáróðri kennt um en áhrif trúarleiðtoga skipta einnig miklu. Margir helstu leiðtogar súnníta vilja að fylgismenn sínir sniðgangi kosningarnar og samkvæmt könnun Zogbys ætla 76 prósent súnníta ekki að kjósa. Meðal sjíta er þessu öfugt farið en þrátt fyrir fyrirmæli Ayatolla Ali al-Sistani um þátttöku virðist sem sumir áhrifamiklir sjítaklerkar séu síður en svo spenntir fyrir kosningunum. Nasir al-Saedy, einn af þekktustu klerkunum í Bagdad, nefnir til að mynda aldrei kosningarnar í predikunum sínum heldur hunsar umræðuna um þær. Hann er einn fylgismanna harðlínuklerksins al-Sadrs. Fjöldi Íraka hefur efasemdir um framgang kosninganna og það er áhyggjuefni fyrir skipuleggjendur þeirra. Takist hryðjuverkamönnum að gera árásir á kjörstaði og valda mannfalli er það áfall. En verði kosningaþátttakan lítil, og séu teikn á lofti um að Írakar hafi ekki áhuga eða hreinlega sniðgangi kosningarnar, er það á margan hátt mun stærra áfall. Það mætti túlka sem teikn um að Írökum sé sama um lýðræði eða að þeir hafi ekki trú á því ferli sem í gangi er í Írak. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Írak leikur á reiðiskjálfi í aðdraganda frjálsra þingkosninga þar á morgun. Árásir dynja yfir og trúarleiðtogar æsa stuðningsmenn sína upp, ýmist í von um að þeir kjósi eða sniðgangi kosningarnar. Uppreisnar- og hryðjuverkamenn hóta árásum á hvern þann sem sést nærri kjörstað á morgun og hafa undanfarið reynt sitt ítrasta til að eyðileggja kosningarnar. Átta fórust í sjálfsmorðssprengjuárás í norðausturhluta Bagdad-borgar í morgun. Sjálfsvígsmaðurinn sprengdi sig í loft upp utan við herstöð Bandaríkja- og Íraksherja. Fimm þeirra sem fórust voru óbreyttir borgarar. Þrír hermenn fórust í flugskeytaárás uppreisnarmanna á herstöð í bænum Duluiya og lík þriggja írakskra verktaka fundust í bænum Balad, norður af Bagdad. Leiðtogi al-Kaída í Írak, Abu Musab al-Zarqawi, hefur heitið því að ráðast á kjósendur og kjörstaði og síðast í gær birtist yfirlýsing frá honum á vefsíðu þar sem hann sagði kjörstaði miðstöðvar trúarvillu og siðleysis sem Írökum væri hollast að halda sig fjarri. Öryggissveitir koma nú fyrir vegtálmum í borgum og bæjum og flugvellinum við Bagdad hefur verið lokað. Útgöngubann er einnig í gildi yfir nóttina í helstu borgum vegna kosninganna á morgun. En árásir uppreisnarmanna eru ekki eina áhyggjuefnið: íröksk yfirvöld sem og Bandaríkjamenn og Bretar hafa af því töluverðar áhyggjur að kosningaþátttaka verði lítil. Að líkindum verður þá hræðsluáróðri kennt um en áhrif trúarleiðtoga skipta einnig miklu. Margir helstu leiðtogar súnníta vilja að fylgismenn sínir sniðgangi kosningarnar og samkvæmt könnun Zogbys ætla 76 prósent súnníta ekki að kjósa. Meðal sjíta er þessu öfugt farið en þrátt fyrir fyrirmæli Ayatolla Ali al-Sistani um þátttöku virðist sem sumir áhrifamiklir sjítaklerkar séu síður en svo spenntir fyrir kosningunum. Nasir al-Saedy, einn af þekktustu klerkunum í Bagdad, nefnir til að mynda aldrei kosningarnar í predikunum sínum heldur hunsar umræðuna um þær. Hann er einn fylgismanna harðlínuklerksins al-Sadrs. Fjöldi Íraka hefur efasemdir um framgang kosninganna og það er áhyggjuefni fyrir skipuleggjendur þeirra. Takist hryðjuverkamönnum að gera árásir á kjörstaði og valda mannfalli er það áfall. En verði kosningaþátttakan lítil, og séu teikn á lofti um að Írakar hafi ekki áhuga eða hreinlega sniðgangi kosningarnar, er það á margan hátt mun stærra áfall. Það mætti túlka sem teikn um að Írökum sé sama um lýðræði eða að þeir hafi ekki trú á því ferli sem í gangi er í Írak.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira