Lítið kraftaverk í Keflavík 23. janúar 2005 00:01 Það má teljast kraftaverk að lítil stúlka úr Keflavík sem brenndist lífshættulega í fyrrasumar sé á lífi. Stúlkan er nú komin heim af sjúkrahúsi og dafnar vel miðað við aðstæður. Allý litla brenndist þriðja stigs bruna á um helmingi líkamans í ágúst í fyrra. Hún hafði sest í 80 gráðna heitt vatn í baðvaskinum heima hjá sér. Allý var alvarlega slösuð og dvaldi í tvo mánuði á brunadeild danska ríkissjúkrahússins. Þar gekkst hún undir fjölda húðágræðsluaðgerða þar sem meðal annars húð af höfðinu á henni var grædd á fæturna. Það var létt yfir Allý þegar fréttastofa Stöðvar tvö heimsótti hana í Keflavík. Fæturnir eru örum settir eftir brunann og kláðinn sem fylgdi í kjölfarið hefur aðeins minnkað. Katrín Sveinbjörnsdóttir, móðir Allýjar, segir að þegar hún hafi brennst hafi hún fyrst verið flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og þaðan á Landspítalann. Þá hafi þeim verið tilkynnt að hún hafi verið í mjög mikilli hættu. Daginn eftir hafi horfurnar verið orðið ögn skárri og þau hafi bundið vonir við að þetta væri aðeins annars stigs bruni. Brunasárin reyndust hins vegar mun alvarlegri. Katrín segir að hún hafi fengið símtal frá lækni sem hafi tikynnt henni það að Allý skyldi flutt til Kaupmannahafnar daginn eftir. Það hafi verið mikið áfall því ekki hefði verið hægt að meðhöndla sárin á Íslandi. Farið hafi verið með Allý út og allt hafi gengið mjög vel enda hafi brunstöðin í Kaupmannahöfn verið góð. Katrín segir að tíminn á sjúkrahúsinu í Danmörku hafi verið erfiður. Allý var í lífshættu allan tímann og álagið á foreldrana var mikið. Hún var bundin á höndum og fótum til að hún myndi ekki klóra í sárin. Reyndar hjúkrunarkonur á brunadeildinni sögðust sjaldan hafa séð eins slæman bruna hjá barni. Þær voru jafnvel hissa á að Allý væri lifandi. Katrín segir að þeim foreldrunum hafi ekki liðið vel enda mjög erfitt að sjá barnið svo mikið slasað. Hún hafi hins vegar ekki átt von á að batinn yrði svo góður sem raun bar vitni miðað við hversu illa hún hafi verið brunnin. Þó að Allý sé komin af sjúkrahúsinu þá bíða hennar mörg verkefni í framtíðinni. Næstu mánuði þarf hún að vera í svokölluðum þrýstingsklæðum sem hjálpa húðinni að gróa rétt. Hún þarf einnig að vera í spelkum til að fæturnir verði útréttir og þrátt fyrir allt bíða hennar skurðaðgerðir í framtíðinni þar sem losað verður um strekkta húð á líkama hennar. En Katrín lítur framtíð dóttur sinnar björtum augum og hún vill nota tækifærið og þakka þeim fjölmörgu sem hafa stutt fjölskylduna síðustu mánuði. Hún segir að Allý hafi komið mjög vel út úr öllum aðgerðum og allir séu hissa hversu vel gang hjá henni. Húðin á Allýju líti í raun mjög vel út miðað við hversu mikill bruni þetta hafi verið. Hún sé lítið kraftaverk. Katrín segist hins vegar ekki viss um að Allý geri sér enn grein fyrir að hún sé mjög veik. Í Íslandi í dag á mánudagskvöld verður fjallað nánar um sögu Allýjar, þær erfiðu þrautir sem þessi unga stúlka hefur mátt þola, hina miklu læknismeðferð sem hún hefur gengist undir og einnig verður spurt hvernig horfi með frekari bata á næstu árum. Lífið Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Það má teljast kraftaverk að lítil stúlka úr Keflavík sem brenndist lífshættulega í fyrrasumar sé á lífi. Stúlkan er nú komin heim af sjúkrahúsi og dafnar vel miðað við aðstæður. Allý litla brenndist þriðja stigs bruna á um helmingi líkamans í ágúst í fyrra. Hún hafði sest í 80 gráðna heitt vatn í baðvaskinum heima hjá sér. Allý var alvarlega slösuð og dvaldi í tvo mánuði á brunadeild danska ríkissjúkrahússins. Þar gekkst hún undir fjölda húðágræðsluaðgerða þar sem meðal annars húð af höfðinu á henni var grædd á fæturna. Það var létt yfir Allý þegar fréttastofa Stöðvar tvö heimsótti hana í Keflavík. Fæturnir eru örum settir eftir brunann og kláðinn sem fylgdi í kjölfarið hefur aðeins minnkað. Katrín Sveinbjörnsdóttir, móðir Allýjar, segir að þegar hún hafi brennst hafi hún fyrst verið flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og þaðan á Landspítalann. Þá hafi þeim verið tilkynnt að hún hafi verið í mjög mikilli hættu. Daginn eftir hafi horfurnar verið orðið ögn skárri og þau hafi bundið vonir við að þetta væri aðeins annars stigs bruni. Brunasárin reyndust hins vegar mun alvarlegri. Katrín segir að hún hafi fengið símtal frá lækni sem hafi tikynnt henni það að Allý skyldi flutt til Kaupmannahafnar daginn eftir. Það hafi verið mikið áfall því ekki hefði verið hægt að meðhöndla sárin á Íslandi. Farið hafi verið með Allý út og allt hafi gengið mjög vel enda hafi brunstöðin í Kaupmannahöfn verið góð. Katrín segir að tíminn á sjúkrahúsinu í Danmörku hafi verið erfiður. Allý var í lífshættu allan tímann og álagið á foreldrana var mikið. Hún var bundin á höndum og fótum til að hún myndi ekki klóra í sárin. Reyndar hjúkrunarkonur á brunadeildinni sögðust sjaldan hafa séð eins slæman bruna hjá barni. Þær voru jafnvel hissa á að Allý væri lifandi. Katrín segir að þeim foreldrunum hafi ekki liðið vel enda mjög erfitt að sjá barnið svo mikið slasað. Hún hafi hins vegar ekki átt von á að batinn yrði svo góður sem raun bar vitni miðað við hversu illa hún hafi verið brunnin. Þó að Allý sé komin af sjúkrahúsinu þá bíða hennar mörg verkefni í framtíðinni. Næstu mánuði þarf hún að vera í svokölluðum þrýstingsklæðum sem hjálpa húðinni að gróa rétt. Hún þarf einnig að vera í spelkum til að fæturnir verði útréttir og þrátt fyrir allt bíða hennar skurðaðgerðir í framtíðinni þar sem losað verður um strekkta húð á líkama hennar. En Katrín lítur framtíð dóttur sinnar björtum augum og hún vill nota tækifærið og þakka þeim fjölmörgu sem hafa stutt fjölskylduna síðustu mánuði. Hún segir að Allý hafi komið mjög vel út úr öllum aðgerðum og allir séu hissa hversu vel gang hjá henni. Húðin á Allýju líti í raun mjög vel út miðað við hversu mikill bruni þetta hafi verið. Hún sé lítið kraftaverk. Katrín segist hins vegar ekki viss um að Allý geri sér enn grein fyrir að hún sé mjög veik. Í Íslandi í dag á mánudagskvöld verður fjallað nánar um sögu Allýjar, þær erfiðu þrautir sem þessi unga stúlka hefur mátt þola, hina miklu læknismeðferð sem hún hefur gengist undir og einnig verður spurt hvernig horfi með frekari bata á næstu árum.
Lífið Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira