Píslarvottar nútímans 21. janúar 2005 00:01 Magnús Þorkell Bernharðsson, sérfræðingur í málefnum Miðausturlanda, verður sérstakur gestur í Silfri Egils á sunnudaginn. Magnús er nýbúinn að senda frá sér bókina Píslarvottar nútímans - samspil trúar og stjórnmála í Írak og Íran, en þar er rakin saga stjórnmála og trúarbragða í þessum löndum og fjallað um ástandið sem þar ríkir. Útgáfan sætir tíðindum, enda ekki um auðugan garð að gresja þegar eru íslenskir sérfræðingar um jafn mikilvæg alþjóðamál og þessi. Þátturinn er ennþá nokkuð ómótaður að öðru leyti, en meðal annarra gesta sem eru komnir á blað eru Sigríður Dögg Auðunsdóttir blaðamaður, Ósk Vilhjálmsdóttir myndlistarmaður og þingmennirnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Guðmundur Árni Stefánsson. Af málum sem verða tekin til skoðunar má nefna leiðtogakjör innan Samfylkingar, auglýsingu Þjóðarhreyfingar sem birtist í dag, vandræðaganginn vegna lista hinna staðföstu og fréttaflutning af því máli, ólgu innan Framsóknarflokksins, atburði við Kárahnjúka - og svo fá alþjóðamálin líklega gott rými enda var embættistaka Bush Bandaríkjaforseta í vikunni og yfirlýsing Condolezzu Rice um helstu harðstjornarveldi heimsins... Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Magnús Þorkell Bernharðsson, sérfræðingur í málefnum Miðausturlanda, verður sérstakur gestur í Silfri Egils á sunnudaginn. Magnús er nýbúinn að senda frá sér bókina Píslarvottar nútímans - samspil trúar og stjórnmála í Írak og Íran, en þar er rakin saga stjórnmála og trúarbragða í þessum löndum og fjallað um ástandið sem þar ríkir. Útgáfan sætir tíðindum, enda ekki um auðugan garð að gresja þegar eru íslenskir sérfræðingar um jafn mikilvæg alþjóðamál og þessi. Þátturinn er ennþá nokkuð ómótaður að öðru leyti, en meðal annarra gesta sem eru komnir á blað eru Sigríður Dögg Auðunsdóttir blaðamaður, Ósk Vilhjálmsdóttir myndlistarmaður og þingmennirnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Guðmundur Árni Stefánsson. Af málum sem verða tekin til skoðunar má nefna leiðtogakjör innan Samfylkingar, auglýsingu Þjóðarhreyfingar sem birtist í dag, vandræðaganginn vegna lista hinna staðföstu og fréttaflutning af því máli, ólgu innan Framsóknarflokksins, atburði við Kárahnjúka - og svo fá alþjóðamálin líklega gott rými enda var embættistaka Bush Bandaríkjaforseta í vikunni og yfirlýsing Condolezzu Rice um helstu harðstjornarveldi heimsins...
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun