Okkar riðill er spurningarmerki 20. janúar 2005 00:01 Heimsmeistaramótið í handbolta hefst í Túnis á sunnudag og fyrsti leikur Íslendinga er gegn Tékkum. Fréttablaðið hafði samband við einn virtasta handboltaþjálfara heims, Alfreð Gíslason, þjálfara Magdeburg, og fékk hann til þess að meta andstæðinga íslenska liðsins og möguleika Íslands á mótinu. Alfreð þekkir vel til alþjóðaboltans enda þjálfað lengi erlendis. "Ég held að við höfum verið mjög heppnir með riðil að þessu sinni. Þetta er þannig riðill að við getum vel lent í fjórða sæti og við getum einnig verið að berjast á toppnum. Leikirnir gegn Alsír og Kúvæt eiga að vera auðveldir enda ekki burðug lið þar á ferðinni. Það er því ljóst að Ísland, Rússland, Slóvenía og Tékkland munu berjast um þrjú efstu sætin," sagði Alfreð en hann telur að opnunarleikurinn gegn Tékkum geti verið lykilleikur fyrir Ísland. "Tékkar eru með mjög seigt lið og þeir eru í mikilli sókn en við eigum samt að vera með sterkara lið en þeir. Sá leikur getur ráðið miklu um framhaldið. Slóvenarnir unnu Þjóðverja tvisvar um daginn en þeir leikir voru ekki alveg marktækir. Það voru slóvenskir dómarar í leikjunum og Þjóðverjar voru mun betri í þeim báðum að því er mér skilst. Dómararnir tóku leikina aftur á móti í sínar hendur og það gekk svo langt að Þjóðverjar íhuguðu alvarlega að ganga af velli," sagði Alfreð og bætti við að Slóvenar væru ekki jafn sterkir núna og þeir hefðu verið á síðustu mótum. "Þeir verða án Renato Vugrinec, sem er að spila hjá mér í Magdeburg. Hann hefur átt erfitt uppdráttar hjá okkur í vetur og hefur því ákveðið að hvíla sig. Hann vill frekar einbeita sér að því að komast í betra form hjá okkur. Svo er Ales Pajovic sem leikur með Óla Stefáns á Spáni einnig fjarri góðu gamni en hann og kona hans eiga von á barni og hann gaf því ekki kost á sér. Þeir eru samt með mjög sterkt lið og ég tel að þeir séu með ívið sterkara lið en Íslendingar." Rússneska liðið er stórt spurningamerki enda hafa Rússar loksins skipt um þjálfara og yngt upp liðið. Það er aðeins einn leikmaður í rússneska hópnum sem leikur utan Rússlands en það er hornamaðurinn Eduard Koksharov sem spilur með Evrópumeisturum Celje Lasko. "Liðin í okkar riðli eru eitt spurningarmerki og við erum þar ekkert undanskildir. Rússarnir eru loksins komnir með nýjan þjálfara og hafa yngt upp og skal svo sem engan undra því helmingurinn af liðinu var kominn yfir fertugt. Margir segja að fyrrverandi þjálfari liðsins, Maximov, sem ræður öllu í rússneska boltanum, sé að gefa hinum tækifæri á þessu móti þar sem þeir gætu fengið skell og svo ætli hann að taka við liðinu aftur," sagði Alfreð Gíslason, sem telur Frakka og Króata líklegasta til þess að verða heimsmeistara. Íslenski handboltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Sjá meira
Heimsmeistaramótið í handbolta hefst í Túnis á sunnudag og fyrsti leikur Íslendinga er gegn Tékkum. Fréttablaðið hafði samband við einn virtasta handboltaþjálfara heims, Alfreð Gíslason, þjálfara Magdeburg, og fékk hann til þess að meta andstæðinga íslenska liðsins og möguleika Íslands á mótinu. Alfreð þekkir vel til alþjóðaboltans enda þjálfað lengi erlendis. "Ég held að við höfum verið mjög heppnir með riðil að þessu sinni. Þetta er þannig riðill að við getum vel lent í fjórða sæti og við getum einnig verið að berjast á toppnum. Leikirnir gegn Alsír og Kúvæt eiga að vera auðveldir enda ekki burðug lið þar á ferðinni. Það er því ljóst að Ísland, Rússland, Slóvenía og Tékkland munu berjast um þrjú efstu sætin," sagði Alfreð en hann telur að opnunarleikurinn gegn Tékkum geti verið lykilleikur fyrir Ísland. "Tékkar eru með mjög seigt lið og þeir eru í mikilli sókn en við eigum samt að vera með sterkara lið en þeir. Sá leikur getur ráðið miklu um framhaldið. Slóvenarnir unnu Þjóðverja tvisvar um daginn en þeir leikir voru ekki alveg marktækir. Það voru slóvenskir dómarar í leikjunum og Þjóðverjar voru mun betri í þeim báðum að því er mér skilst. Dómararnir tóku leikina aftur á móti í sínar hendur og það gekk svo langt að Þjóðverjar íhuguðu alvarlega að ganga af velli," sagði Alfreð og bætti við að Slóvenar væru ekki jafn sterkir núna og þeir hefðu verið á síðustu mótum. "Þeir verða án Renato Vugrinec, sem er að spila hjá mér í Magdeburg. Hann hefur átt erfitt uppdráttar hjá okkur í vetur og hefur því ákveðið að hvíla sig. Hann vill frekar einbeita sér að því að komast í betra form hjá okkur. Svo er Ales Pajovic sem leikur með Óla Stefáns á Spáni einnig fjarri góðu gamni en hann og kona hans eiga von á barni og hann gaf því ekki kost á sér. Þeir eru samt með mjög sterkt lið og ég tel að þeir séu með ívið sterkara lið en Íslendingar." Rússneska liðið er stórt spurningamerki enda hafa Rússar loksins skipt um þjálfara og yngt upp liðið. Það er aðeins einn leikmaður í rússneska hópnum sem leikur utan Rússlands en það er hornamaðurinn Eduard Koksharov sem spilur með Evrópumeisturum Celje Lasko. "Liðin í okkar riðli eru eitt spurningarmerki og við erum þar ekkert undanskildir. Rússarnir eru loksins komnir með nýjan þjálfara og hafa yngt upp og skal svo sem engan undra því helmingurinn af liðinu var kominn yfir fertugt. Margir segja að fyrrverandi þjálfari liðsins, Maximov, sem ræður öllu í rússneska boltanum, sé að gefa hinum tækifæri á þessu móti þar sem þeir gætu fengið skell og svo ætli hann að taka við liðinu aftur," sagði Alfreð Gíslason, sem telur Frakka og Króata líklegasta til þess að verða heimsmeistara.
Íslenski handboltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Sjá meira