Beiðni Fischers umdeild 20. janúar 2005 00:01 Bobby Fischer hefur póstlagt beiðni um íslenskan ríkisborgararétt. Stjórnvöld hafa ekki tekið afstöðu en formanni Vinstri grænna líst ekki vel á að veita Fischer ríkisborgararétt án þess að huga að fordæminu sem það skapi. Formanni Samfylkingarinnar líst hins vegar mjög vel á og segir Fischer hafa sérstöðu umfram aðra sem sækja um íslenskt ríkisfang. Dómari í Japan féllst í gær ekki á að Fischer verði fluttur úr fangelsi í Japan og til Íslands að óbreyttu. Lögfræðingar hans segja að það myndi hjálpa ef Fischer fengi íslenskan ríkisborgararétt og hann hefur nú þegar skrifað slíka beiðni og póstlagt, að sögn Sæmundar Pálssonar sem ræddi við hann í nótt. Fischer gæti fengið íslenskan ríkisborgararétt með lagasetningu strax í næstu viku þegar þing kemur saman, ef frumvarp þess efnis yrði lagt fram. Ekkert slíkt frumvarp er hins vegar í smíðum af hálfu stjórnarliða, enda hafa stjórnvöld ekki enn fengið beiðnina í hendur og hafa ekki tekið afstöðu. Samkvæmt heimildum fréttastofu liggur þó alls ekki beint við að stjórnarliðar leggi fram slíkt frumvarp. Það má heyra á Steingrími J. Sigfússyni, formanni Vinstri grænna, að honum líst ekki mjög vel á að veita Fischer ríkisborgararétt. Hann segir að ekki sé hægt að afgreiða slíkt sem einangraðan hlut. Það þurfi að átta sig á því hvort slíkt sé fordæmisgefandi sem væri þá í samhengi við einhvers konar stefnu sem um slíkt væri mótuð. „Ég var og er því hlynntur að við reynum að hjálpa þessum manni, ef við getum orðið honum að liði í hans erfiðleikum og veikindum, en það verður auðvitað að vera fært á einhverjum efnislegum og málefnalegum forsendum,“ segir Steingrímur. Steingrímur segir það ótímabært að segja til um hvort hann muni greiða atkvæði með eða á móti frumvarpi um ríkisborgararétt handa Fischer en segir aðspurður að hans flokkur muni ekki leggja fram slíkt frumvarp. Það standi upp á stjórnarflokkana, enda hófu þeir málið. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar er mun jákvæðari. Honum finnst þetta góð hugmynd sem skoðast eigi ákaflega vel og á von á að ákaflega margir þingmenn myndu taka frumvarpinu vel. Spurður hvort til greina komi að Samfylkingin leggi fram frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar til handa Fischer segir Össur að ef málið komi til kasta þingsins sé nauðsynlegt að þverpólitísk samstaða náist og standi því saman að frumvarpinu. Össur segir að Fischer hafi sérstöðu umfram aðra sem sækja um ríkisborgararétt vegna sögu hans og afreka í skáklistinni. Þetta ætti því ekki að hafa fordæmisgefandi áhrif á aðra sem sækja um slíkan rétt. Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Bobby Fischer hefur póstlagt beiðni um íslenskan ríkisborgararétt. Stjórnvöld hafa ekki tekið afstöðu en formanni Vinstri grænna líst ekki vel á að veita Fischer ríkisborgararétt án þess að huga að fordæminu sem það skapi. Formanni Samfylkingarinnar líst hins vegar mjög vel á og segir Fischer hafa sérstöðu umfram aðra sem sækja um íslenskt ríkisfang. Dómari í Japan féllst í gær ekki á að Fischer verði fluttur úr fangelsi í Japan og til Íslands að óbreyttu. Lögfræðingar hans segja að það myndi hjálpa ef Fischer fengi íslenskan ríkisborgararétt og hann hefur nú þegar skrifað slíka beiðni og póstlagt, að sögn Sæmundar Pálssonar sem ræddi við hann í nótt. Fischer gæti fengið íslenskan ríkisborgararétt með lagasetningu strax í næstu viku þegar þing kemur saman, ef frumvarp þess efnis yrði lagt fram. Ekkert slíkt frumvarp er hins vegar í smíðum af hálfu stjórnarliða, enda hafa stjórnvöld ekki enn fengið beiðnina í hendur og hafa ekki tekið afstöðu. Samkvæmt heimildum fréttastofu liggur þó alls ekki beint við að stjórnarliðar leggi fram slíkt frumvarp. Það má heyra á Steingrími J. Sigfússyni, formanni Vinstri grænna, að honum líst ekki mjög vel á að veita Fischer ríkisborgararétt. Hann segir að ekki sé hægt að afgreiða slíkt sem einangraðan hlut. Það þurfi að átta sig á því hvort slíkt sé fordæmisgefandi sem væri þá í samhengi við einhvers konar stefnu sem um slíkt væri mótuð. „Ég var og er því hlynntur að við reynum að hjálpa þessum manni, ef við getum orðið honum að liði í hans erfiðleikum og veikindum, en það verður auðvitað að vera fært á einhverjum efnislegum og málefnalegum forsendum,“ segir Steingrímur. Steingrímur segir það ótímabært að segja til um hvort hann muni greiða atkvæði með eða á móti frumvarpi um ríkisborgararétt handa Fischer en segir aðspurður að hans flokkur muni ekki leggja fram slíkt frumvarp. Það standi upp á stjórnarflokkana, enda hófu þeir málið. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar er mun jákvæðari. Honum finnst þetta góð hugmynd sem skoðast eigi ákaflega vel og á von á að ákaflega margir þingmenn myndu taka frumvarpinu vel. Spurður hvort til greina komi að Samfylkingin leggi fram frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar til handa Fischer segir Össur að ef málið komi til kasta þingsins sé nauðsynlegt að þverpólitísk samstaða náist og standi því saman að frumvarpinu. Össur segir að Fischer hafi sérstöðu umfram aðra sem sækja um ríkisborgararétt vegna sögu hans og afreka í skáklistinni. Þetta ætti því ekki að hafa fordæmisgefandi áhrif á aðra sem sækja um slíkan rétt.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira