Ofsaveður á Hellisheiði 19. janúar 2005 00:01 Ofsaveður gekk yfir Hellisheiði og Hveragerði í dag. Loka þurfti heiðinni fyrir umferð vegna veðurs og björgunarsveitarmenn hjálpuðu gangandi vegfarendum og skólabörn í Hveragerði. Hellisheiði var lokað fyrir umferð um eittleytið í dag vegna veðurs. Ökumenn á leið austur leituðu skjóls í Litlu kaffistofunni auk annarra sem áttu leið um vegna starfa sinna. Einn þeirra, Ólafur Íshólm Jónsson, sagði að glórulaus stórhríð væri á heiðinni. Hann sagðist þó ekki hafa séð bíla sem væru fastir. Og hinum megin heiðarinnar, við Hveragerði, var lögregluvörður sem varnaði fólki að fara lengra enda blindbylur og skafrenningur. Guðmundur Axelsson lögregluþjónn sagði mikið af yfirgefnum bílum uppi á heiði og að björgunarsveitir frá Selfossi, Hveragerði og Þorlákshöfn hafi unnið við það að bjarga fólki. Einhverjir árekstrar urðu en engin slys. En það var heldur ekki fallegt um að litast í Hveragerði þar sem björgunarsveitir þurftu að annast flutninga skólabarna í allan dag. Í bænum var ekki stætt á milli húsa lengst af dagsins þótt ýmsir létu sig hafa það. Og ekki var ástandið betra í Kömbunum. Þar festi fjöldinn allur af bílum sig og björgunarsveitarmenn þurftu að hjálpa eigendunum og öðrum farþegum til byggða. En þrátt fyrir aftakaveður og að margir sætu fastir í skafli, fykju út af veginum eða þaðan af verra, þá slasaðist enginn sem betur fer. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Ofsaveður gekk yfir Hellisheiði og Hveragerði í dag. Loka þurfti heiðinni fyrir umferð vegna veðurs og björgunarsveitarmenn hjálpuðu gangandi vegfarendum og skólabörn í Hveragerði. Hellisheiði var lokað fyrir umferð um eittleytið í dag vegna veðurs. Ökumenn á leið austur leituðu skjóls í Litlu kaffistofunni auk annarra sem áttu leið um vegna starfa sinna. Einn þeirra, Ólafur Íshólm Jónsson, sagði að glórulaus stórhríð væri á heiðinni. Hann sagðist þó ekki hafa séð bíla sem væru fastir. Og hinum megin heiðarinnar, við Hveragerði, var lögregluvörður sem varnaði fólki að fara lengra enda blindbylur og skafrenningur. Guðmundur Axelsson lögregluþjónn sagði mikið af yfirgefnum bílum uppi á heiði og að björgunarsveitir frá Selfossi, Hveragerði og Þorlákshöfn hafi unnið við það að bjarga fólki. Einhverjir árekstrar urðu en engin slys. En það var heldur ekki fallegt um að litast í Hveragerði þar sem björgunarsveitir þurftu að annast flutninga skólabarna í allan dag. Í bænum var ekki stætt á milli húsa lengst af dagsins þótt ýmsir létu sig hafa það. Og ekki var ástandið betra í Kömbunum. Þar festi fjöldinn allur af bílum sig og björgunarsveitarmenn þurftu að hjálpa eigendunum og öðrum farþegum til byggða. En þrátt fyrir aftakaveður og að margir sætu fastir í skafli, fykju út af veginum eða þaðan af verra, þá slasaðist enginn sem betur fer.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira