Lögmannsstarfið lifandi, krefjandi 17. janúar 2005 00:01 "Mér fannst þetta spennandi nám og vissi að það myndi reyna á þá þætti sem ég taldi mig hafa hæfileika í. Það sem mér fannst skemmtilegast á þessum tíma var rökfræðin, en það er mikill skyldleiki milli rökfræði og lögfræði. Síðan voru aðrir þættir mikilvægir eins og að hafa örugga atvinnu að námi loknu, en aðallega fannst mér þetta spennnandi heimur. Hjördís lauk stúdentsprófi frá félagsfræðibraut Menntaskólans á Akureyri, sem hún segir hafa verið góðan undirbúning fyrir lögfræðina. "Ekki síst vegna áherslunnar sem var lögð á heimspeki, hagfræði og ýmsar greinar sem tengjast lögfræðinni." Eftir að Hjördís hafði lokið venjulegu kjarnanámi sem allir laganemar fara í gegnum var hún í svokölluðum kjörgreinum. "Þá valdi ég meðal annars grein sem heitir Hlutverk dómara og lögmanna og var í tímum hjá prófessor Eiríki Tómassyni en þar má segja að áhuginn fyrir lögmennskunni hafi vaknað fyrir alvöru." Fyrir þá sem ekki vita er munur á lögfræðingi og lögmanni, lögmaðurinn hefur réttindi til að flytja mál fyrir rétti. "Til að fá lögmannsréttindi í dag fer maður á námskeið en þegar ég var í námi þurfti ég að flytja prófmál fyrir rétti. Ég sótti svo um að loknu námi hjá AP lögmönnum, sem var sú stofa sem ég hafði mestan áhuga á, en hún var seinna sameinuð annarri stofu og heitir nú Logos." Hjördís hefur aldrei efast um að hafa valið rétt. "Námið er erfitt og langt og á fyrstu árunum þótti mér það ekki skemmtilegt. En í dag er ég í áhugaverðasta starfi sem ég get hugsað mér. Í lögfræðináminu þarf að tiIeinka sér ákveðinn hugsunarhátt og þegar maður nær tökum á því er hægt að njóta námsins. Það er eins með starfið, það er stöðugt krefjandi og skemmtilegt. Verkefnin eru fjölbreytt og þeim fylgir stöðug endurmenntun. Hvert verkefni getur þýtt að maður þurfi að tileinka sér nýja hluti og læra eitthvað nýtt, sem heldur manni lifandi. Ég gæti ekki verið í rútineruðu starfi sem væri mér ekki stöðug áskorun. Þar að auki býður starfið upp á mikil og áhugaverð samskipti við allskonar fólk. Ég gæti ekki hugsað mér neitt betra," segir Hjördís. Atvinna Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
"Mér fannst þetta spennandi nám og vissi að það myndi reyna á þá þætti sem ég taldi mig hafa hæfileika í. Það sem mér fannst skemmtilegast á þessum tíma var rökfræðin, en það er mikill skyldleiki milli rökfræði og lögfræði. Síðan voru aðrir þættir mikilvægir eins og að hafa örugga atvinnu að námi loknu, en aðallega fannst mér þetta spennnandi heimur. Hjördís lauk stúdentsprófi frá félagsfræðibraut Menntaskólans á Akureyri, sem hún segir hafa verið góðan undirbúning fyrir lögfræðina. "Ekki síst vegna áherslunnar sem var lögð á heimspeki, hagfræði og ýmsar greinar sem tengjast lögfræðinni." Eftir að Hjördís hafði lokið venjulegu kjarnanámi sem allir laganemar fara í gegnum var hún í svokölluðum kjörgreinum. "Þá valdi ég meðal annars grein sem heitir Hlutverk dómara og lögmanna og var í tímum hjá prófessor Eiríki Tómassyni en þar má segja að áhuginn fyrir lögmennskunni hafi vaknað fyrir alvöru." Fyrir þá sem ekki vita er munur á lögfræðingi og lögmanni, lögmaðurinn hefur réttindi til að flytja mál fyrir rétti. "Til að fá lögmannsréttindi í dag fer maður á námskeið en þegar ég var í námi þurfti ég að flytja prófmál fyrir rétti. Ég sótti svo um að loknu námi hjá AP lögmönnum, sem var sú stofa sem ég hafði mestan áhuga á, en hún var seinna sameinuð annarri stofu og heitir nú Logos." Hjördís hefur aldrei efast um að hafa valið rétt. "Námið er erfitt og langt og á fyrstu árunum þótti mér það ekki skemmtilegt. En í dag er ég í áhugaverðasta starfi sem ég get hugsað mér. Í lögfræðináminu þarf að tiIeinka sér ákveðinn hugsunarhátt og þegar maður nær tökum á því er hægt að njóta námsins. Það er eins með starfið, það er stöðugt krefjandi og skemmtilegt. Verkefnin eru fjölbreytt og þeim fylgir stöðug endurmenntun. Hvert verkefni getur þýtt að maður þurfi að tileinka sér nýja hluti og læra eitthvað nýtt, sem heldur manni lifandi. Ég gæti ekki verið í rútineruðu starfi sem væri mér ekki stöðug áskorun. Þar að auki býður starfið upp á mikil og áhugaverð samskipti við allskonar fólk. Ég gæti ekki hugsað mér neitt betra," segir Hjördís.
Atvinna Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira