120 millur, bravó! 16. janúar 2005 00:01 Sæll Egill Ég stóð reiður og hneykslaður upp frá sjónvarpinu. Harmur, volæði og hörmungar meðbræðra okkar við Indlandshaf urðu okkur tilefni til “skemmtikvölds” fyrir fjölskylduna. Aldrei hafa ljósvakamiðlarnir boðið okkur upp á aðra eins laugardagsskemmtun. Þarna voru öll helstu fjöðmiðlafífl þjóðarinnar sameinuð í ósmekklegri uppákomu sem þau bjuggu til sjálfum sér til upphefðar og fengu til liðs þá sem af hégóma eða hagsmunaástæðum töldu sig þurfa að auglýsa manngæsku sína. Hversvegna getur Baugur ekki stutt þá sem þjást, án þess að Jóhannes í Bónus skipti á 10 millum og röndóttum jakkafötum við Björgólf? Hvaða mannúð felst í því að bjóða upp Evrovisjónfrakka Pálma Gunnarssonar? Hvað meinar minn gamli kunningi Villi naglbítur, gáfaður og vel gerður piltur, með því að gera sig að einu fíflalegasa skoffíni ljósvakamiðlanna um þessar mundir? Hann getur ekki einusinni sýnt áhorfendum náttúruna án þess að gera sjálfan sig að aðalatriði og það sem hann ætlar að sýna að aukatriði. Fátt er dapurlegra en fórnarlömb skyndifrægðar. Verst er þó þegar gamalreyndir sjónvarpsjaxlar geta ekki hamið sjálfsdýrkun sína, eins og glöggt kom fram í fallegasta og heiðarlegasta atriði þessarar makalausu samkomu, þegar fram komu tvö börn sem höfðu eytt dögum til að ganga í hús í Hlíðunum og safna fé handa nauðstöddum; afraksturinn, rúmar tvö þúsund krónur, dugir að minnstakosti tveim fjölskyldum á hamfarasvæðunum fyrir segldúksskýli og eldunaráhöldum. Þessi fallegu og einlægu börn voru meðhöndluð eins og aukaatriði sem á ekki heima meðal alvöru fólks. Hljóðneminn var rekinn upp að nefinu á þeim í flýti og asnaleg spurning borin fram. Börn kunna ekki að svara asnalegum spurningum og þá skipti engum togum, þau voru gefin upp á bátinn og Logi Bergmann og Svanhildur (heitir hún ekki Svanhildur?) tróðu sér framfyrir börnin og tóku að gorta af því hvað tekist hafði að hala inn fyrir hálsbindið hans Loga. Dapurlegasta atriði þessarar ósmekklegu montsamkomu var þó kapphlaup Sivjar, Þorgerðar og Steinunnar Valdísar ásamt meðreiðarsveinunum Sveppa, Pétri og Audda. Er þessu sjálfhverfa fólki ómögulegt að neita sér um fíflalæti, ef það telur sig geta með því vakið athygli? Hefði það ekki vakið meiri athygli, og jákvæðari, ef þessir sexmenningar hefðu sameinast í einlægni og samúðarfullri alvöru, án fíflaláta, og reynt að varpa ljósi á þær óendanlega þungu raunir sem lagðar eru á fólk á hamfarasvæðunum? Hvernig hefðu fórnarlömb hamfaranna á Flateyri og í Súðavík brugðist við ef þjóðin hefði efnt til ærslafullrar sjónvarpsskemmtunar með Stuðmönnum, Bubba og Bjögga af því að henni gafst með því kærkomið tækifæri til að auglýsa gæsku (hræsni) sína? Er mælikvarði manngæskunnar fólginn í því hve magnaða kvöldskemmtun við getum gert úr því þegar tugir eða hundruð þúsunda meðbræðra okkar tapa öllu, jafnvel lífinu? Af hverju voru ekki Karl biskup, Halldór forsætisráðherra og Ólafur forseti látnir keppa í hamborgaraáti, með Davíð sem tímavörð og Vigdísi sem dómara? Það hefði áreiðanlega hrært streng í brjóstum Íslendinga og orðið mörgum tilefni til gjafmildi. Það vakti athygli mína að Dorrit tók ekki þátt í þessum fíflalátum. Gott hjá henni. Sigurður Heiðar Jónsson ps. Undirritaður gaf ekki svo mikið sem krónu í kvöld, en hafði áður látið fáeinar krónur af hendi rakna, til Rauða krossins, minnugur þess sem móðir Teresa sagði - “þú skalt gefa svo mikið að þig muni um það” Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Sæll Egill Ég stóð reiður og hneykslaður upp frá sjónvarpinu. Harmur, volæði og hörmungar meðbræðra okkar við Indlandshaf urðu okkur tilefni til “skemmtikvölds” fyrir fjölskylduna. Aldrei hafa ljósvakamiðlarnir boðið okkur upp á aðra eins laugardagsskemmtun. Þarna voru öll helstu fjöðmiðlafífl þjóðarinnar sameinuð í ósmekklegri uppákomu sem þau bjuggu til sjálfum sér til upphefðar og fengu til liðs þá sem af hégóma eða hagsmunaástæðum töldu sig þurfa að auglýsa manngæsku sína. Hversvegna getur Baugur ekki stutt þá sem þjást, án þess að Jóhannes í Bónus skipti á 10 millum og röndóttum jakkafötum við Björgólf? Hvaða mannúð felst í því að bjóða upp Evrovisjónfrakka Pálma Gunnarssonar? Hvað meinar minn gamli kunningi Villi naglbítur, gáfaður og vel gerður piltur, með því að gera sig að einu fíflalegasa skoffíni ljósvakamiðlanna um þessar mundir? Hann getur ekki einusinni sýnt áhorfendum náttúruna án þess að gera sjálfan sig að aðalatriði og það sem hann ætlar að sýna að aukatriði. Fátt er dapurlegra en fórnarlömb skyndifrægðar. Verst er þó þegar gamalreyndir sjónvarpsjaxlar geta ekki hamið sjálfsdýrkun sína, eins og glöggt kom fram í fallegasta og heiðarlegasta atriði þessarar makalausu samkomu, þegar fram komu tvö börn sem höfðu eytt dögum til að ganga í hús í Hlíðunum og safna fé handa nauðstöddum; afraksturinn, rúmar tvö þúsund krónur, dugir að minnstakosti tveim fjölskyldum á hamfarasvæðunum fyrir segldúksskýli og eldunaráhöldum. Þessi fallegu og einlægu börn voru meðhöndluð eins og aukaatriði sem á ekki heima meðal alvöru fólks. Hljóðneminn var rekinn upp að nefinu á þeim í flýti og asnaleg spurning borin fram. Börn kunna ekki að svara asnalegum spurningum og þá skipti engum togum, þau voru gefin upp á bátinn og Logi Bergmann og Svanhildur (heitir hún ekki Svanhildur?) tróðu sér framfyrir börnin og tóku að gorta af því hvað tekist hafði að hala inn fyrir hálsbindið hans Loga. Dapurlegasta atriði þessarar ósmekklegu montsamkomu var þó kapphlaup Sivjar, Þorgerðar og Steinunnar Valdísar ásamt meðreiðarsveinunum Sveppa, Pétri og Audda. Er þessu sjálfhverfa fólki ómögulegt að neita sér um fíflalæti, ef það telur sig geta með því vakið athygli? Hefði það ekki vakið meiri athygli, og jákvæðari, ef þessir sexmenningar hefðu sameinast í einlægni og samúðarfullri alvöru, án fíflaláta, og reynt að varpa ljósi á þær óendanlega þungu raunir sem lagðar eru á fólk á hamfarasvæðunum? Hvernig hefðu fórnarlömb hamfaranna á Flateyri og í Súðavík brugðist við ef þjóðin hefði efnt til ærslafullrar sjónvarpsskemmtunar með Stuðmönnum, Bubba og Bjögga af því að henni gafst með því kærkomið tækifæri til að auglýsa gæsku (hræsni) sína? Er mælikvarði manngæskunnar fólginn í því hve magnaða kvöldskemmtun við getum gert úr því þegar tugir eða hundruð þúsunda meðbræðra okkar tapa öllu, jafnvel lífinu? Af hverju voru ekki Karl biskup, Halldór forsætisráðherra og Ólafur forseti látnir keppa í hamborgaraáti, með Davíð sem tímavörð og Vigdísi sem dómara? Það hefði áreiðanlega hrært streng í brjóstum Íslendinga og orðið mörgum tilefni til gjafmildi. Það vakti athygli mína að Dorrit tók ekki þátt í þessum fíflalátum. Gott hjá henni. Sigurður Heiðar Jónsson ps. Undirritaður gaf ekki svo mikið sem krónu í kvöld, en hafði áður látið fáeinar krónur af hendi rakna, til Rauða krossins, minnugur þess sem móðir Teresa sagði - “þú skalt gefa svo mikið að þig muni um það”
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun