Allir gerðu miklu meira en þeir gátu 15. janúar 2005 00:01 Sigríður Hrönn leiðsegir blaðamanni og ljósmyndara um gömlu byggðina í Súðavík og sýnir hvar áður stóðu hús sem ýmist lentu undir flóðinu eða voru flutt í nýju byggðina. Hún þekkir svæðið vel enda hefur hún búið í Súðavík bróðurpart ævinnar. Snjóflóðin og það sem þeim fylgdi reyndu mjög á hana en hún hugsar ekki mikið um atburðina. Ekki lengur. "Ég get ekki sagt að ég hugsi oft um þetta. En þetta er alltaf í undirmeðvitundinni. Mér og fleirum hefur tekist að vinna úr þessum málum en öðruvísi kemst fólk ekki í gegnum lífið. Við þurfum að taka því sem að höndum ber og vinna úr því. Sama hver áföllin eru." Og vitaskuld man hún glögglega hversu mikið hörmungarnar reyndu á hana. "Þetta tók mjög mikið á mig. Ég hef aldrei, hvorki fyrr né síðar, þurft að vaka í tvo eða þrjá sólarhringa og vera með allt á útopnu. Og þetta tók ekki bara á mig, allir gerðu miklu meira en þeir gátu. Þannig var ástandið." Sigríður Hrönn rifjar upp hvernig aðstæður voru í þorpinu þegar flóðið féll. Veðrið var vitlaust, vegir tepptir og sjóleiðin torsótt. "Hér var björgunarsveit skipuð heimamönnum. Svo var bara sveitarfélagið. Það var ekki Rauðakrossdeild, við vorum ekki með lækni og ekki hjúkrunarfræðing. Þannig var staðan hjá okkur. Við notuðum bara það sem við höfðum og fengum síðan aðstoð með skipi rétt fyrir tíu um morguninn. Heimamenn voru uppgefnir. Þeir höfðu verið úti í kolvitlausu veðri og það þurfti að skipta og koma skipulagi á hlutina. Allir höfðu verið á útopnu." Unnið samkvæmt hættumati Þegar atburðir á borð við Súðavíkursnjóflóðin eiga sér stað skoða menn auðvitað hvort rétt var að málum staðið. Spurningar um frekari rýmingu húsa og janfvel hvort þegar hefði átt að vera búið að færa byggðina undan hlíðinni skutu upp kollinum. Sigríður Hrönn segir að enginn hafi haft hugmyndaflug til að ráðast í slíkar framkvæmdir þó öllum hafi fundist það sjálfsagt eftir að flóðin féllu. "Unnið var eftir gildandi hættumati, sem var fárra missera gamalt. Ég held að engum hafi dottið í hug að það þyrfti að rýma þar sem flóðið féll, hvað þá að flytja byggðina. En síðan eru komnar allt aðrar upplýsingar. Menn nota tölvuforrit til útreikninga og forsendur hafa gjörbreyst, ekki bara hér heldur um allt land. Þar sem eru fjallshlíðar og snjór, þar getur allt gerst." Sigríður Hrönn bendir á að margt hafi lærst á þeim tíu árum sem liðin eru og þannig sé það alltaf. "Við lærum í lífinu." Hún minnist líka aðstoðarinnar sem Súðvíkingar nutu í kjölfar hamfaranna. "Við fundum einstaklega vel fyrir hlýhug samfélagsins og þetta hefði aldrei gengið öðruvísi. Við fengum hjálp frá ríkinu, almenningi, félagasamtökum, frá útlöndum, heilbrigðisstéttinni, bara alls staðar. Þessi aðstoð var ómetanleg." Sálræna aðstoðin skipti sköpum Sigríði Hrönn finnst sem Súðvíkingum hafi flestum tekist að vinna sig út úr sorginni sem skall svo harkalega á þessu litla samfélagi fyrir áratug. "Ég held að fólk hafi tekið á öllu sem hefur komið upp á og unnið úr því. Þetta hefur gengið skref fyrir skref, ekki með stórum stökkum. Fólk hefur haldið áfram að lifa og tekið því sem að höndum hefur borið af æðruleysi. Samheldnin er mikil og fólk hefur stutt hvert annað." Níu mánuðum eftir snjóflóðin í Súðavík féll gríðarlegt snjóflóð á Flateyri og hreif með sér tuttugu mannslíf. Sárar minningar Súðvíkinganna helltust yfir. "Þá áttu margir Súðvíkingar erfitt. Snjóflóðið hér rifjaðist upp og allt var þetta svo ofarlega í hugsuninni. En fólk hefur lent í áföllum hér í gegnum tíðina. Hér fórust skip og menn misstu sína nánustu. Þá var ekki þessi sálræna aðstoð sem fólk fékk 1995. Við sjáum það líka í kjölfar flóðanna í Asíu að sérfræðingar segja að fólk eigi að sýna tilfinningar til að geta unnið úr sínum málum. Fyrir 20 til 30 árum átti fólk að harka af sér. Þetta er allt svo gjörbreytt. Ég held að þessi aðstoð hafi gert það að verkum að fólk hefur getað unnið úr þessu, orðið eðlilegar manneskjur aftur og lifað eðlilegu lífi." Snjóflóðin í Súðavík 1995 Súðavíkurhreppur Snjóflóð á Íslandi Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Sjá meira
Sigríður Hrönn leiðsegir blaðamanni og ljósmyndara um gömlu byggðina í Súðavík og sýnir hvar áður stóðu hús sem ýmist lentu undir flóðinu eða voru flutt í nýju byggðina. Hún þekkir svæðið vel enda hefur hún búið í Súðavík bróðurpart ævinnar. Snjóflóðin og það sem þeim fylgdi reyndu mjög á hana en hún hugsar ekki mikið um atburðina. Ekki lengur. "Ég get ekki sagt að ég hugsi oft um þetta. En þetta er alltaf í undirmeðvitundinni. Mér og fleirum hefur tekist að vinna úr þessum málum en öðruvísi kemst fólk ekki í gegnum lífið. Við þurfum að taka því sem að höndum ber og vinna úr því. Sama hver áföllin eru." Og vitaskuld man hún glögglega hversu mikið hörmungarnar reyndu á hana. "Þetta tók mjög mikið á mig. Ég hef aldrei, hvorki fyrr né síðar, þurft að vaka í tvo eða þrjá sólarhringa og vera með allt á útopnu. Og þetta tók ekki bara á mig, allir gerðu miklu meira en þeir gátu. Þannig var ástandið." Sigríður Hrönn rifjar upp hvernig aðstæður voru í þorpinu þegar flóðið féll. Veðrið var vitlaust, vegir tepptir og sjóleiðin torsótt. "Hér var björgunarsveit skipuð heimamönnum. Svo var bara sveitarfélagið. Það var ekki Rauðakrossdeild, við vorum ekki með lækni og ekki hjúkrunarfræðing. Þannig var staðan hjá okkur. Við notuðum bara það sem við höfðum og fengum síðan aðstoð með skipi rétt fyrir tíu um morguninn. Heimamenn voru uppgefnir. Þeir höfðu verið úti í kolvitlausu veðri og það þurfti að skipta og koma skipulagi á hlutina. Allir höfðu verið á útopnu." Unnið samkvæmt hættumati Þegar atburðir á borð við Súðavíkursnjóflóðin eiga sér stað skoða menn auðvitað hvort rétt var að málum staðið. Spurningar um frekari rýmingu húsa og janfvel hvort þegar hefði átt að vera búið að færa byggðina undan hlíðinni skutu upp kollinum. Sigríður Hrönn segir að enginn hafi haft hugmyndaflug til að ráðast í slíkar framkvæmdir þó öllum hafi fundist það sjálfsagt eftir að flóðin féllu. "Unnið var eftir gildandi hættumati, sem var fárra missera gamalt. Ég held að engum hafi dottið í hug að það þyrfti að rýma þar sem flóðið féll, hvað þá að flytja byggðina. En síðan eru komnar allt aðrar upplýsingar. Menn nota tölvuforrit til útreikninga og forsendur hafa gjörbreyst, ekki bara hér heldur um allt land. Þar sem eru fjallshlíðar og snjór, þar getur allt gerst." Sigríður Hrönn bendir á að margt hafi lærst á þeim tíu árum sem liðin eru og þannig sé það alltaf. "Við lærum í lífinu." Hún minnist líka aðstoðarinnar sem Súðvíkingar nutu í kjölfar hamfaranna. "Við fundum einstaklega vel fyrir hlýhug samfélagsins og þetta hefði aldrei gengið öðruvísi. Við fengum hjálp frá ríkinu, almenningi, félagasamtökum, frá útlöndum, heilbrigðisstéttinni, bara alls staðar. Þessi aðstoð var ómetanleg." Sálræna aðstoðin skipti sköpum Sigríði Hrönn finnst sem Súðvíkingum hafi flestum tekist að vinna sig út úr sorginni sem skall svo harkalega á þessu litla samfélagi fyrir áratug. "Ég held að fólk hafi tekið á öllu sem hefur komið upp á og unnið úr því. Þetta hefur gengið skref fyrir skref, ekki með stórum stökkum. Fólk hefur haldið áfram að lifa og tekið því sem að höndum hefur borið af æðruleysi. Samheldnin er mikil og fólk hefur stutt hvert annað." Níu mánuðum eftir snjóflóðin í Súðavík féll gríðarlegt snjóflóð á Flateyri og hreif með sér tuttugu mannslíf. Sárar minningar Súðvíkinganna helltust yfir. "Þá áttu margir Súðvíkingar erfitt. Snjóflóðið hér rifjaðist upp og allt var þetta svo ofarlega í hugsuninni. En fólk hefur lent í áföllum hér í gegnum tíðina. Hér fórust skip og menn misstu sína nánustu. Þá var ekki þessi sálræna aðstoð sem fólk fékk 1995. Við sjáum það líka í kjölfar flóðanna í Asíu að sérfræðingar segja að fólk eigi að sýna tilfinningar til að geta unnið úr sínum málum. Fyrir 20 til 30 árum átti fólk að harka af sér. Þetta er allt svo gjörbreytt. Ég held að þessi aðstoð hafi gert það að verkum að fólk hefur getað unnið úr þessu, orðið eðlilegar manneskjur aftur og lifað eðlilegu lífi."
Snjóflóðin í Súðavík 1995 Súðavíkurhreppur Snjóflóð á Íslandi Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Sjá meira