Hef trú á mér og strákunum 13. janúar 2005 00:01 Íslenska handboltalandsliðið fór til Spánar í gær þar sem lokaundirbúningurinn fyrir HM í Túnis fer fram. Þar mun liðið æfa og spila þrjá æfingaleiki - gegn Spánverjum, Frökkum og Egyptum - áður en haldið verður til Afríku þar sem Ísland spilar fyrsta leik sinn í heimsmeistaramótinu gegn Tékkum 23. janúar. Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari gengur hreint til verks. Þrátt fyrir að vera með nýtt og lítt reynt landslið setur hann stefnuna hátt. Það á að vera meðal sex efstu, sem yrði ekki ónýtur árangur. "Vissulega hefði ég getað keyrt niður allar væntingar fyrir mótið ef ég vildi," sagði Viggó. "Ég er ekki sammála slíkum vinnubrögðum. Ég aftur á móti hef trú á mér og landsliðshópnum og tel okkur tvímælalaust geta endað á meðal sex efstu á mótinu." Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Viggó notar þessa taktík því hann gerði slíkt hið sama þegar hann tók við þýska félaginu Wuppertal fyrir tæpum áratug síðan. Þá sagðist Viggó ætla að fara beint upp með liðið, sem hafði innan sinna raða leikmenn sem voru að stíga sín fyrstu spor í atvinnumennsku - Ólaf Stefánsson og Dag Sigurðsson - í bland við reynda refi eins og Geir Sveinsson. "Það var hlegið að mér í Þýskalandi. Það skipti mig engu því við kláruðum mótið með stæl og fórum beint upp í úrvalsdeild. Þessi taktík virkar tvímælaust og menn verða að hafa trú á því sem þeir eru að gera," sagði Viggó, sem tók við landsliðinu af Guðmundi Guðmundssyni eftir Ólympíuleikana. Mörgum fannst rétt að stokka liðið upp eftir ÓL og Viggó var einn þeirra. Hann sagði stjórn HSÍ frá sínum fyrirætlunum með landsliðshópinn og stjórn Handknattleikssambandsins sagði við það tilefni að rétt væri að stefna á góðan árangur á HM árið 2007. Það vildi Viggó ekki hlusta á. "Ég sagði bara við þá að ég væri að fara til Túnis eftir tvo og hálfan mánuð til þess að ná árangri. Ég er það metnaðarfullur að ég vil ekki þykjast vera að byggja upp í einhvern tíma bara svo ég fái vinnufrið. Ég held líka að þetta sé rétta leiðin. Það var orðin allt of mikil svartsýni í gangi. Ég hef trú á þessu liði og að við náum góðum árangri í Túnis," sagð Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari. Íslenski handboltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Vildi ekki rota og meiða Tyson Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið fór til Spánar í gær þar sem lokaundirbúningurinn fyrir HM í Túnis fer fram. Þar mun liðið æfa og spila þrjá æfingaleiki - gegn Spánverjum, Frökkum og Egyptum - áður en haldið verður til Afríku þar sem Ísland spilar fyrsta leik sinn í heimsmeistaramótinu gegn Tékkum 23. janúar. Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari gengur hreint til verks. Þrátt fyrir að vera með nýtt og lítt reynt landslið setur hann stefnuna hátt. Það á að vera meðal sex efstu, sem yrði ekki ónýtur árangur. "Vissulega hefði ég getað keyrt niður allar væntingar fyrir mótið ef ég vildi," sagði Viggó. "Ég er ekki sammála slíkum vinnubrögðum. Ég aftur á móti hef trú á mér og landsliðshópnum og tel okkur tvímælalaust geta endað á meðal sex efstu á mótinu." Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Viggó notar þessa taktík því hann gerði slíkt hið sama þegar hann tók við þýska félaginu Wuppertal fyrir tæpum áratug síðan. Þá sagðist Viggó ætla að fara beint upp með liðið, sem hafði innan sinna raða leikmenn sem voru að stíga sín fyrstu spor í atvinnumennsku - Ólaf Stefánsson og Dag Sigurðsson - í bland við reynda refi eins og Geir Sveinsson. "Það var hlegið að mér í Þýskalandi. Það skipti mig engu því við kláruðum mótið með stæl og fórum beint upp í úrvalsdeild. Þessi taktík virkar tvímælaust og menn verða að hafa trú á því sem þeir eru að gera," sagði Viggó, sem tók við landsliðinu af Guðmundi Guðmundssyni eftir Ólympíuleikana. Mörgum fannst rétt að stokka liðið upp eftir ÓL og Viggó var einn þeirra. Hann sagði stjórn HSÍ frá sínum fyrirætlunum með landsliðshópinn og stjórn Handknattleikssambandsins sagði við það tilefni að rétt væri að stefna á góðan árangur á HM árið 2007. Það vildi Viggó ekki hlusta á. "Ég sagði bara við þá að ég væri að fara til Túnis eftir tvo og hálfan mánuð til þess að ná árangri. Ég er það metnaðarfullur að ég vil ekki þykjast vera að byggja upp í einhvern tíma bara svo ég fái vinnufrið. Ég held líka að þetta sé rétta leiðin. Það var orðin allt of mikil svartsýni í gangi. Ég hef trú á þessu liði og að við náum góðum árangri í Túnis," sagð Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari.
Íslenski handboltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Vildi ekki rota og meiða Tyson Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins Sjá meira