Mikil upplifun að spila með Óla 9. janúar 2005 00:01 Handboltakappinn Alexander Petersson spilaði sína fyrstu landsleiki fyrir Íslands hönd gegn Svíum í vikunni sem leið. Petersson, sem er borinn og barnfæddur í Lettlandi, stóð sig framar vonum og skoraði sjö mörk í leikjunum tveimur. Frammistaða hans í leikjunum tveimur gerir það að verkum að hann verður líklega í byrjunarliðinu í hægra horninu á heimsmeistaramótinu í Túnis sem hefst 23. janúar næstkomandi. Hann var aðeins átján ára gamall þegar hann hleypti heimdraganum í Lettlandi og ákvað fara til Íslands að spila handbolta sumarið 1998. Hann gekk í raðir Gróttu/KR og vakti fljótt athygli fyrir frábæra frammistöðu. Petersson spilaði með Gróttu/KR í fimm ár og var með bestu leikmönnum íslensku deildarinnar áður en hann gerðist atvinnumaður hjá þýska liðinu Düsseldorf sumarið 2003. Í byrjun þess árs fékk hann íslenskan ríkisborgararétt en þurfti að bíða í þrjú ár áður en hann var löglegur með íslenska landsliðinu. Petersson er giftur Eivoru Pálu Blöndal og saman eiga þau ellefu mánaða gamlan son, Lúkas Jóhannes. Petersson hefur staðið sig mjög vel með Düsseldorf. Hann var lykilmaður í liðinu á síðasta tímabili þegar liðið tryggði sér sæti í efstu deild og núna hefur hann skorað 65 mörk fyrir liðið í 1. deildinni. Fréttablaðið ræddi við hann á laugardaginn þar sem hann horfði á Evrópuleik kvennaliðs Stjörnunnar í Garðabæ. Petersson sagði aðspurður að það hefði verið mjög skemmtilegt að spila fyrstu leikina með íslenska landsliðinu. "Ég fékk að spila meira en ég átti von og var ángæður með mína eigin frammistöðu. Það kom mér á óvart hversu vel mér var tekið af hópnum og ég sá fljótt að andinn er frábær í liðinu.". Uppáhaldsleikmaður Peterssons í gegnum tíðina hefur verið Ólafur Stefánsson og hann sagði það hafa verið mikla upplifun að spila með honum í liði í fyrsta sinn. "Ég var stressaður fyrir leikinn en eftir að ég fékk fyrstu sendinguna frá honum þá hvarf allt stress. Hann er frábær leikmaður og það var mjög gaman að fá loksins tækifæri til að spila með manni sem ég lít mikið upp til.". Hann sagði aðspurður vonast til að íslenska liðið yrði eitt af átta efstu á heimsmeistaramótinu í Túnis ef allt gengi upp. "Við erum með gott lið og eigum að stefna hátt. Það getur hins vegar allt gerst á svona mótum en ég vona að allir nái að sýna sitt besta." Eins og áður hefur komið fram þá er Petersson að spila sitt annað ár hjá þýska liðinu Düsseldorf en hann er ekkert sérstaklega ánægður hjá félaginu og er farinn að hugsa sér til hreyfings. Samningur hans við félagið rennur út sumarið 2006 en hann er með klásúlu í samning sínum sem gerir það að verkum að hann getur losnað í sumar. "Það er ekki mikill atvinnumannabragur á mörgum liðum í Þýskalandi. Það eru kannski fimm til sex bestu liðin sem eru raunveruleg atvinnumannalið en önnur lið eru einfaldlega áhugamenn í atvinnumennsku. Það var til dæmis miklu meiri atvinnumannabragur hjá Gróttu/KR heldur en er í Düsseldorf. Ég er farinn að hugsa mér til hreyfings og hef fengið fyrirspurnir frá öðrum liðum. Ég ætla hins vegar að bíða með að gera neitt þar til að heimsmeistaramótið er búið en fljótlega eftir það mun ég ákveða hvað ég geri," sagði Petterson. Íslenski handboltinn Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Þvílíkur draumur fyrir tvítugan strák á HM í pílukasti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar Sárnaði hatursskilaboð sem sonurinn fékk „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Sjá meira
Handboltakappinn Alexander Petersson spilaði sína fyrstu landsleiki fyrir Íslands hönd gegn Svíum í vikunni sem leið. Petersson, sem er borinn og barnfæddur í Lettlandi, stóð sig framar vonum og skoraði sjö mörk í leikjunum tveimur. Frammistaða hans í leikjunum tveimur gerir það að verkum að hann verður líklega í byrjunarliðinu í hægra horninu á heimsmeistaramótinu í Túnis sem hefst 23. janúar næstkomandi. Hann var aðeins átján ára gamall þegar hann hleypti heimdraganum í Lettlandi og ákvað fara til Íslands að spila handbolta sumarið 1998. Hann gekk í raðir Gróttu/KR og vakti fljótt athygli fyrir frábæra frammistöðu. Petersson spilaði með Gróttu/KR í fimm ár og var með bestu leikmönnum íslensku deildarinnar áður en hann gerðist atvinnumaður hjá þýska liðinu Düsseldorf sumarið 2003. Í byrjun þess árs fékk hann íslenskan ríkisborgararétt en þurfti að bíða í þrjú ár áður en hann var löglegur með íslenska landsliðinu. Petersson er giftur Eivoru Pálu Blöndal og saman eiga þau ellefu mánaða gamlan son, Lúkas Jóhannes. Petersson hefur staðið sig mjög vel með Düsseldorf. Hann var lykilmaður í liðinu á síðasta tímabili þegar liðið tryggði sér sæti í efstu deild og núna hefur hann skorað 65 mörk fyrir liðið í 1. deildinni. Fréttablaðið ræddi við hann á laugardaginn þar sem hann horfði á Evrópuleik kvennaliðs Stjörnunnar í Garðabæ. Petersson sagði aðspurður að það hefði verið mjög skemmtilegt að spila fyrstu leikina með íslenska landsliðinu. "Ég fékk að spila meira en ég átti von og var ángæður með mína eigin frammistöðu. Það kom mér á óvart hversu vel mér var tekið af hópnum og ég sá fljótt að andinn er frábær í liðinu.". Uppáhaldsleikmaður Peterssons í gegnum tíðina hefur verið Ólafur Stefánsson og hann sagði það hafa verið mikla upplifun að spila með honum í liði í fyrsta sinn. "Ég var stressaður fyrir leikinn en eftir að ég fékk fyrstu sendinguna frá honum þá hvarf allt stress. Hann er frábær leikmaður og það var mjög gaman að fá loksins tækifæri til að spila með manni sem ég lít mikið upp til.". Hann sagði aðspurður vonast til að íslenska liðið yrði eitt af átta efstu á heimsmeistaramótinu í Túnis ef allt gengi upp. "Við erum með gott lið og eigum að stefna hátt. Það getur hins vegar allt gerst á svona mótum en ég vona að allir nái að sýna sitt besta." Eins og áður hefur komið fram þá er Petersson að spila sitt annað ár hjá þýska liðinu Düsseldorf en hann er ekkert sérstaklega ánægður hjá félaginu og er farinn að hugsa sér til hreyfings. Samningur hans við félagið rennur út sumarið 2006 en hann er með klásúlu í samning sínum sem gerir það að verkum að hann getur losnað í sumar. "Það er ekki mikill atvinnumannabragur á mörgum liðum í Þýskalandi. Það eru kannski fimm til sex bestu liðin sem eru raunveruleg atvinnumannalið en önnur lið eru einfaldlega áhugamenn í atvinnumennsku. Það var til dæmis miklu meiri atvinnumannabragur hjá Gróttu/KR heldur en er í Düsseldorf. Ég er farinn að hugsa mér til hreyfings og hef fengið fyrirspurnir frá öðrum liðum. Ég ætla hins vegar að bíða með að gera neitt þar til að heimsmeistaramótið er búið en fljótlega eftir það mun ég ákveða hvað ég geri," sagði Petterson.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Þvílíkur draumur fyrir tvítugan strák á HM í pílukasti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar Sárnaði hatursskilaboð sem sonurinn fékk „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Sjá meira