Góður möguleiki að komast áfram 6. janúar 2005 00:01 Kvennalið Stjörnunnar í handknattleik spilar um helgina þrjá leiki í Áskorendakeppni Evrópu en leikið er með riðlafyrirkomulagi í fyrsta sinn. Stjarnan er í A-riðli ásamt svissneska liðinu Spono Nottwill, tyrkneska liðinu Eskisehir Osmangazi Usi og gríska liðinu APS Makedonikos og komast tvö efstu liðin áfram í sextán liða úrslit. Riðillinn er spilaður í Garðabæ og vonast forráðamenn Stjörnunnar eftir því að fólk fjölmenni á þessa handboltaveislu sem Garðbæingar efna til um helgina. Fyrstu leikirnir fara fram í kvöld en þá mætir Stjarnan Spono Nottwill en það lið er sennilega það sterkasta að sögn Erlends Ísfeld, þjálfara Stjörnunnar. "Ég hef séð spólu með svissneska liðinu og tel það vera í svipuðum styrkleikaflokki og bestu liðin hér á landi. Ég held að tyrkneska liðið sé þokkalegt en það gríska hvað slakast. Annars veit ég ekkert um tvö síðastnefndu liðin og það gæti vel verið að þau séu búin að styrkja sig eitthvað að undanförnu." Erlendur sagði Stjörnuliðið hafa nýtt tímann á milli jóla og nýárs vel og meðal annars æft tvisvar á dag. "Það er gríðarlega mikilvægt fyrir liðið að fá tækifæri til að taka þátt í Evrópukeppninni. Ég tel okkur eiga góða möguleika á því að komast áfram og það er alveg ljóst að við stefnum ótrauð á eitt af tveimur efstu sætunum í riðlinum. Hvað svo verður kemur bara í ljós en það er klárt að liðin sem bíða eftir okkur í sextán liða úrslitum eru gríðarlega sterk," sagði Erlendur. Leikir riðilsins Föstudagur Eskisehir-APS kl. 17.30 Stjarnan-Spono kl. 19.30 Laugardagur APS-Spono kl. 14.15 Stjarnan-Eskisehir kl. 16.30 Sunnudagur Eskisehir-Spono kl. 14 APS-Stjarnan kl. 16.15 Íslenski handboltinn Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Sjá meira
Kvennalið Stjörnunnar í handknattleik spilar um helgina þrjá leiki í Áskorendakeppni Evrópu en leikið er með riðlafyrirkomulagi í fyrsta sinn. Stjarnan er í A-riðli ásamt svissneska liðinu Spono Nottwill, tyrkneska liðinu Eskisehir Osmangazi Usi og gríska liðinu APS Makedonikos og komast tvö efstu liðin áfram í sextán liða úrslit. Riðillinn er spilaður í Garðabæ og vonast forráðamenn Stjörnunnar eftir því að fólk fjölmenni á þessa handboltaveislu sem Garðbæingar efna til um helgina. Fyrstu leikirnir fara fram í kvöld en þá mætir Stjarnan Spono Nottwill en það lið er sennilega það sterkasta að sögn Erlends Ísfeld, þjálfara Stjörnunnar. "Ég hef séð spólu með svissneska liðinu og tel það vera í svipuðum styrkleikaflokki og bestu liðin hér á landi. Ég held að tyrkneska liðið sé þokkalegt en það gríska hvað slakast. Annars veit ég ekkert um tvö síðastnefndu liðin og það gæti vel verið að þau séu búin að styrkja sig eitthvað að undanförnu." Erlendur sagði Stjörnuliðið hafa nýtt tímann á milli jóla og nýárs vel og meðal annars æft tvisvar á dag. "Það er gríðarlega mikilvægt fyrir liðið að fá tækifæri til að taka þátt í Evrópukeppninni. Ég tel okkur eiga góða möguleika á því að komast áfram og það er alveg ljóst að við stefnum ótrauð á eitt af tveimur efstu sætunum í riðlinum. Hvað svo verður kemur bara í ljós en það er klárt að liðin sem bíða eftir okkur í sextán liða úrslitum eru gríðarlega sterk," sagði Erlendur. Leikir riðilsins Föstudagur Eskisehir-APS kl. 17.30 Stjarnan-Spono kl. 19.30 Laugardagur APS-Spono kl. 14.15 Stjarnan-Eskisehir kl. 16.30 Sunnudagur Eskisehir-Spono kl. 14 APS-Stjarnan kl. 16.15
Íslenski handboltinn Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Sjá meira