Góður möguleiki að komast áfram 6. janúar 2005 00:01 Kvennalið Stjörnunnar í handknattleik spilar um helgina þrjá leiki í Áskorendakeppni Evrópu en leikið er með riðlafyrirkomulagi í fyrsta sinn. Stjarnan er í A-riðli ásamt svissneska liðinu Spono Nottwill, tyrkneska liðinu Eskisehir Osmangazi Usi og gríska liðinu APS Makedonikos og komast tvö efstu liðin áfram í sextán liða úrslit. Riðillinn er spilaður í Garðabæ og vonast forráðamenn Stjörnunnar eftir því að fólk fjölmenni á þessa handboltaveislu sem Garðbæingar efna til um helgina. Fyrstu leikirnir fara fram í kvöld en þá mætir Stjarnan Spono Nottwill en það lið er sennilega það sterkasta að sögn Erlends Ísfeld, þjálfara Stjörnunnar. "Ég hef séð spólu með svissneska liðinu og tel það vera í svipuðum styrkleikaflokki og bestu liðin hér á landi. Ég held að tyrkneska liðið sé þokkalegt en það gríska hvað slakast. Annars veit ég ekkert um tvö síðastnefndu liðin og það gæti vel verið að þau séu búin að styrkja sig eitthvað að undanförnu." Erlendur sagði Stjörnuliðið hafa nýtt tímann á milli jóla og nýárs vel og meðal annars æft tvisvar á dag. "Það er gríðarlega mikilvægt fyrir liðið að fá tækifæri til að taka þátt í Evrópukeppninni. Ég tel okkur eiga góða möguleika á því að komast áfram og það er alveg ljóst að við stefnum ótrauð á eitt af tveimur efstu sætunum í riðlinum. Hvað svo verður kemur bara í ljós en það er klárt að liðin sem bíða eftir okkur í sextán liða úrslitum eru gríðarlega sterk," sagði Erlendur. Leikir riðilsins Föstudagur Eskisehir-APS kl. 17.30 Stjarnan-Spono kl. 19.30 Laugardagur APS-Spono kl. 14.15 Stjarnan-Eskisehir kl. 16.30 Sunnudagur Eskisehir-Spono kl. 14 APS-Stjarnan kl. 16.15 Íslenski handboltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Sjá meira
Kvennalið Stjörnunnar í handknattleik spilar um helgina þrjá leiki í Áskorendakeppni Evrópu en leikið er með riðlafyrirkomulagi í fyrsta sinn. Stjarnan er í A-riðli ásamt svissneska liðinu Spono Nottwill, tyrkneska liðinu Eskisehir Osmangazi Usi og gríska liðinu APS Makedonikos og komast tvö efstu liðin áfram í sextán liða úrslit. Riðillinn er spilaður í Garðabæ og vonast forráðamenn Stjörnunnar eftir því að fólk fjölmenni á þessa handboltaveislu sem Garðbæingar efna til um helgina. Fyrstu leikirnir fara fram í kvöld en þá mætir Stjarnan Spono Nottwill en það lið er sennilega það sterkasta að sögn Erlends Ísfeld, þjálfara Stjörnunnar. "Ég hef séð spólu með svissneska liðinu og tel það vera í svipuðum styrkleikaflokki og bestu liðin hér á landi. Ég held að tyrkneska liðið sé þokkalegt en það gríska hvað slakast. Annars veit ég ekkert um tvö síðastnefndu liðin og það gæti vel verið að þau séu búin að styrkja sig eitthvað að undanförnu." Erlendur sagði Stjörnuliðið hafa nýtt tímann á milli jóla og nýárs vel og meðal annars æft tvisvar á dag. "Það er gríðarlega mikilvægt fyrir liðið að fá tækifæri til að taka þátt í Evrópukeppninni. Ég tel okkur eiga góða möguleika á því að komast áfram og það er alveg ljóst að við stefnum ótrauð á eitt af tveimur efstu sætunum í riðlinum. Hvað svo verður kemur bara í ljós en það er klárt að liðin sem bíða eftir okkur í sextán liða úrslitum eru gríðarlega sterk," sagði Erlendur. Leikir riðilsins Föstudagur Eskisehir-APS kl. 17.30 Stjarnan-Spono kl. 19.30 Laugardagur APS-Spono kl. 14.15 Stjarnan-Eskisehir kl. 16.30 Sunnudagur Eskisehir-Spono kl. 14 APS-Stjarnan kl. 16.15
Íslenski handboltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Sjá meira