
Erlent
28 látnir í Írak
Fimmtán fórust í sjálfsmorðssprengjuárás við lögregluskóla í borginni Hilla í Írak í morgun á svæði sem kallað er þríhyrningur dauðans. Fyrr um daginn féllu tveir óbreyttir borgarar í Bagdad þegar bílsprengja var sprengd við bandaríska herbílalest. Í Ramadí fórust fimm óbreyttir borgarar í átökum hers og uppreisnarmanna og í Bakúba grandaði sjálfsmorðssprengjumaður sex og særði þrettán.