Hanna á hefðarfólk 5. janúar 2005 00:01 "Við erum hérna tíu konur, sumar hafa verið hér í 11 ár en einhverjar hafa hætt og aðrar komið í staðinn," segir Ásta Guðmundsdóttir fatahönnuður í Kirsuberjatrénu. Ásta vinnur aðallega úr ull og bómull en í Kirsuberjatréinu er að finna vörur úr allskyns efnum, svo sem roði, bómull, silki og skinni. "Ég er eiginlega bara með náttúrulegt efni en við leggjum áherslu á að hafa hráefnið sem fjölbreyttast og öðruvísi og svolítið nýstárlegt. Flestar okkar eru textílhönnuðir, ég fatahönnuður, tvær leirlistakonur og ein sem er lærður söðlasmiður." Ásta lærði fatahönnun í Þýskalandi og eftir að hafa búið þar í nokkur ár fór hún að framleiða undir merkinu Ásta créative clothes. Nú er hún farin að selja í verslanir í fjölda mörgum löndum og því er nóg að gera. "Íslensk fatahönnun hefur átt erfitt uppdráttar en það er mikið og margt spennandi að gerast. Við erum bara svo fá hér á landinu að maður verður að leita út ef maður ætlar að vera í þessum bransa." Hún segir að viðskiptavinir Kirsuberjatrésins séu blanda af erlendum ferðamönnum svo og Íslendingar. Ferðamennirnir komi á sumrin en á veturna og um jólin séu margir íslenskir fastakúnnar. Konurnar tíu skiptast á að standa vaktina í verslununni og samkvæmt Ástu gengur samstarfið vel. "Við rekum þetta í sameiningu, hér er hvert horn nýtt og það er voðalega gaman hjá okkur," segir Ásta en Arndís Jóhannsdóttir sem hannaði töskurnar á myndunum bætir hlæjandi við að galdurinn við gott samstarf sé að þær þurfi ekki svo oft að hitta hvora aðra. "Við erum ekkert að hanga yfir hvorri annarri en hittumst reglulega og höldum fund." Arndís er lærður söðlasmíðameistari en snéri sér alveg að roðinu fyrir 15 árum. "Ég komst í gamlan lager af roði síðan 1944 og kolféll fyrir efninu og hef síðan haldið mig við roðið. Að mínu mati er þetta ægilega fallegt efni og einnig mjög þjóðlegt," segir hún en Arndís vinnur aðallega úr laxa-, hlíra- og karfaroði. Hún hannar ekki einungis töskur heldur einnig minnisbækur, gestabækur, lyklakippur og skálar. Arndís hefur selt vörurnar sínar út um allan heiminn og í nokkrum sendiráðum Íslands vítt og dreift um heiminn er að finna skálar eftir hennar hönnun. "Töskurnar hafa líka farið víða. Hillary Clinton á eina og hin norska Mette-Marit einnig auk fjölda margra ráðherrafrúa, svo þetta er orðinn langur listi af þekktum einstaklingum. Lestu ítarlegt viðtal og skoðaðu myndirnar í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag. Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
"Við erum hérna tíu konur, sumar hafa verið hér í 11 ár en einhverjar hafa hætt og aðrar komið í staðinn," segir Ásta Guðmundsdóttir fatahönnuður í Kirsuberjatrénu. Ásta vinnur aðallega úr ull og bómull en í Kirsuberjatréinu er að finna vörur úr allskyns efnum, svo sem roði, bómull, silki og skinni. "Ég er eiginlega bara með náttúrulegt efni en við leggjum áherslu á að hafa hráefnið sem fjölbreyttast og öðruvísi og svolítið nýstárlegt. Flestar okkar eru textílhönnuðir, ég fatahönnuður, tvær leirlistakonur og ein sem er lærður söðlasmiður." Ásta lærði fatahönnun í Þýskalandi og eftir að hafa búið þar í nokkur ár fór hún að framleiða undir merkinu Ásta créative clothes. Nú er hún farin að selja í verslanir í fjölda mörgum löndum og því er nóg að gera. "Íslensk fatahönnun hefur átt erfitt uppdráttar en það er mikið og margt spennandi að gerast. Við erum bara svo fá hér á landinu að maður verður að leita út ef maður ætlar að vera í þessum bransa." Hún segir að viðskiptavinir Kirsuberjatrésins séu blanda af erlendum ferðamönnum svo og Íslendingar. Ferðamennirnir komi á sumrin en á veturna og um jólin séu margir íslenskir fastakúnnar. Konurnar tíu skiptast á að standa vaktina í verslununni og samkvæmt Ástu gengur samstarfið vel. "Við rekum þetta í sameiningu, hér er hvert horn nýtt og það er voðalega gaman hjá okkur," segir Ásta en Arndís Jóhannsdóttir sem hannaði töskurnar á myndunum bætir hlæjandi við að galdurinn við gott samstarf sé að þær þurfi ekki svo oft að hitta hvora aðra. "Við erum ekkert að hanga yfir hvorri annarri en hittumst reglulega og höldum fund." Arndís er lærður söðlasmíðameistari en snéri sér alveg að roðinu fyrir 15 árum. "Ég komst í gamlan lager af roði síðan 1944 og kolféll fyrir efninu og hef síðan haldið mig við roðið. Að mínu mati er þetta ægilega fallegt efni og einnig mjög þjóðlegt," segir hún en Arndís vinnur aðallega úr laxa-, hlíra- og karfaroði. Hún hannar ekki einungis töskur heldur einnig minnisbækur, gestabækur, lyklakippur og skálar. Arndís hefur selt vörurnar sínar út um allan heiminn og í nokkrum sendiráðum Íslands vítt og dreift um heiminn er að finna skálar eftir hennar hönnun. "Töskurnar hafa líka farið víða. Hillary Clinton á eina og hin norska Mette-Marit einnig auk fjölda margra ráðherrafrúa, svo þetta er orðinn langur listi af þekktum einstaklingum. Lestu ítarlegt viðtal og skoðaðu myndirnar í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.
Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira