Húsin keypt vegna snjóflóðahættu 5. janúar 2005 00:01 Ofanflóðasjóður og Ísafjarðarbær voru búnir að ákveða að kaupa upp raðhúsin og blokkina sem snjóflóð féll á í Hnífsdal í gær vegna snjóflóðahættu. Fyrir tíu árum var ákveðið að kaupa öll íbúarhús í Tunguhverfi og selja þau til brottflutnings, eða sem sumarhús, vegna flóðahættu þar en síðar kom í ljós að Árvellirnir, þar sem raðhúsin og blokkin standa við, væri líka hættusvæði. Það var á grundvelli þess sem þau hús voru rýmd í fyrrakvöld, áður en flóðið féll í gærmorgun og rann inn í nokkrar íbúðir. Það stefnir því allt í að ekki verði búið í þessum íbúðum í framtíðinni. Hættuástandi var aflýst á Patreksfirði og Tálknafirði í gærkvöldi og fengu um það bil hundrað manns að snúa til síns heima. Hættuástand er enn í Bolungarvík og Almannavarnanefnd á Ísafirði ákvað á fundi sínum í morgun að aflétta banni við umferð um þrjú athafnasvæði í bænum og skólahald verður með eðlilegum hætti. Umferð um hesthúsabyggðina í Hnífsdal verður áfram í samráði við lögreglu. Hættuástand er enn í gildi en staðan verður athuguð á ný þegar birtir til. Næsti fundur nefndarinnar verður síðar í dag. Á Ísafirði og í Bolungarvík hefur verið skaplegt veður í nótt og lítil snjókoma. Samkvæmt sérveðurspá sem gildir til klukkan 18 í kvöld er spáð hægri norðlægri átt með éljagangi. Farið var að bera á vöruskorti í Bolungarvík þar sem ófært var þangað í nokkra daga en vegurinn var ruddur í morgun. Brauð og mjólk voru til dæmis uppseld í verslunum þar. Björgunarskip frá Ísafirði fór í gær með ýmsar nauðsynjavörur til Súðavíkur en þar var fólk búið að vera álíka lengi einangrað og Bolvíkingar þegar vegurinn til Ísafjarðar var ruddur í morgun. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira
Ofanflóðasjóður og Ísafjarðarbær voru búnir að ákveða að kaupa upp raðhúsin og blokkina sem snjóflóð féll á í Hnífsdal í gær vegna snjóflóðahættu. Fyrir tíu árum var ákveðið að kaupa öll íbúarhús í Tunguhverfi og selja þau til brottflutnings, eða sem sumarhús, vegna flóðahættu þar en síðar kom í ljós að Árvellirnir, þar sem raðhúsin og blokkin standa við, væri líka hættusvæði. Það var á grundvelli þess sem þau hús voru rýmd í fyrrakvöld, áður en flóðið féll í gærmorgun og rann inn í nokkrar íbúðir. Það stefnir því allt í að ekki verði búið í þessum íbúðum í framtíðinni. Hættuástandi var aflýst á Patreksfirði og Tálknafirði í gærkvöldi og fengu um það bil hundrað manns að snúa til síns heima. Hættuástand er enn í Bolungarvík og Almannavarnanefnd á Ísafirði ákvað á fundi sínum í morgun að aflétta banni við umferð um þrjú athafnasvæði í bænum og skólahald verður með eðlilegum hætti. Umferð um hesthúsabyggðina í Hnífsdal verður áfram í samráði við lögreglu. Hættuástand er enn í gildi en staðan verður athuguð á ný þegar birtir til. Næsti fundur nefndarinnar verður síðar í dag. Á Ísafirði og í Bolungarvík hefur verið skaplegt veður í nótt og lítil snjókoma. Samkvæmt sérveðurspá sem gildir til klukkan 18 í kvöld er spáð hægri norðlægri átt með éljagangi. Farið var að bera á vöruskorti í Bolungarvík þar sem ófært var þangað í nokkra daga en vegurinn var ruddur í morgun. Brauð og mjólk voru til dæmis uppseld í verslunum þar. Björgunarskip frá Ísafirði fór í gær með ýmsar nauðsynjavörur til Súðavíkur en þar var fólk búið að vera álíka lengi einangrað og Bolvíkingar þegar vegurinn til Ísafjarðar var ruddur í morgun.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira