Dyslexía - hvað er til ráða? 5. janúar 2005 00:01 Jónas Halldórsson sálfræðingur hefur unnið mikið með börnum og unglingum með dyslexíu. Hann segir mikilvægt að greina dyslexíu sem allra fyrst vegna þess að því fyrr sem greining liggur fyrir og markviss íhlutun hefst þeim mun auðveldara sé að ná tökum á vandanum. Með sérhæfðri meðferð, stuðningi og skilningi er hægt að byggja upp sjálfstraust, bæta líðan og hvetja viðkomandi. Þá þurfi að nálgast námsefnið úr mörgum áttum og nýta mismunandi skynjunarleiðir og minnisþætti. Krefst sú kennsla og þjálfun handleiðslu sérmenntaðs sérkennslu- og meðferðaraðila sem þekkir þær aðferðir og rannsóknir sem hafa sýnt að gagnist. En hvað geta foreldrar gert til að hjálpa barni sem glímir við þennan vanda? Hvað heimavinnuna varðar er nauðsynlegt að lesa fyrir barnið, útskýra orð, ræða námsefnið og hlýða yfir. Auka þarf markvisst þekkingar- og orðaforða með utanbókalærdómi og nýta aðferðir minnistækni í því samhengi. Mælt er með góðum bókmenntum undir handleiðslu í þeim tilgangi að styrkja orðaforða, málsskilning og máltjáningu. Til að auka skilning er tilvalið að ræða fréttir og þætti úr daglegu lífi. Lestur og skrift er nauðsynlegur allt árið um kring, hæfilega lengi í senn. Gott er að nýta ritvinnslu í tölvu við lestrar- og stafsetninganámið og þá er gott að tengja námið við áhugasvið barnsins. Hvað geta kennarar gert til að auðvelda nám nemanda með dyslexíu? Nauðsynlegt er að kennarinn geri sér grein fyrir vandamáli nemandans, viðurkenni það og leggi sitt af mörkum til að hjálpa honum. Nýta þarf aðferðir námstækni til að vinna gegn áhrifum athygli- og úthaldsvanda. Það er því nauðsynlegt fyrir kennarann að nota fjölbreyttar kennsluaðferðir, hefðbundnar aðferðir í bland við aðrar, svo sem nýtingu tölvu og segulbands við verkefnavinnu í kennslustundum. Þá þarf hann að huga að því að hafa verkefnin hæfilega löng og vel skipulögð. Nálgast þarf námsefnið úr mismunandi áttum, varast skal að byggja um of á veikleikum og reyna að kenna nemandanum í gegnum styrkleika hans. Kennarinn þarf að nýta námsefni og bókmenntir á snældum og einnig þau kennsluforrit í tölvu sem þjálfa þætti eins og stafsetningu og málfræði. Þá er nauðsynlegt að nemandinn komi þekkingu sinni á framfæri í prófum, tími þarf að vera nægur, aðstæður rólegar og stuðningur nálægur. Helstu einkenni dyslexíu: Erfiðleikar við lestur, lestur mjög hægur og hikandi Ruglar stöfum, sleppir úr stöfum og jafnvel heilum orðum Þekkir ekki orð í texta, snýr við orðum Endurtekur oft orðhluta, orð og setningar Erfiðleikar í stafsetningu og hljóðvillur algengar Greinir ekki mun á líkum hljóðum svo sem smíða/sníða Erfiðleikar við að stafsetja einföld orð Stafavíxl og brottfallnir eða viðbættir stafir Erfiðleikar við að tjá hugsanir með orðum Orsakir dyslexíu: Skert hljóðkerfisvitund, þ.e. erfiðleikar við að vinna úr hljóðrænum áreitum (umskráningarerfiðleikar). Misstór heilahvel. Hjá fólki sem er ekki með dyslexíu eru vinstra og hægra heilahvel jafnstór en hjá fólki með dyslexíu eru heilahvelin misstór. Ósamhverf heilahvel virðast því vera forsenda fyrir þroska hljóðkerfisvitundar en vinstra heilahvel er nátengt málhæfninni. Langvarandi eyrnabólgur geta gert það að verkum að ung börn eiga erfitt með að greina milli hljóða sem eru lík. Dyslexía verður ekki rakin til einnar orsakar heldur er um orsakasamhengi fleiri þátta að ræða. Fræðimenn telja fleiri orsakaþætti eigi eftir að koma í ljós með nýjum rannsóknum. Rannsóknir benda til að dyslexía sé ættgeng og að tíðni dyslexíu innan fjölskyldna þar sem einhver hefur greinst með dyslexíu sé meiri en annars mætti gera ráð fyrir. Nám Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Jónas Halldórsson sálfræðingur hefur unnið mikið með börnum og unglingum með dyslexíu. Hann segir mikilvægt að greina dyslexíu sem allra fyrst vegna þess að því fyrr sem greining liggur fyrir og markviss íhlutun hefst þeim mun auðveldara sé að ná tökum á vandanum. Með sérhæfðri meðferð, stuðningi og skilningi er hægt að byggja upp sjálfstraust, bæta líðan og hvetja viðkomandi. Þá þurfi að nálgast námsefnið úr mörgum áttum og nýta mismunandi skynjunarleiðir og minnisþætti. Krefst sú kennsla og þjálfun handleiðslu sérmenntaðs sérkennslu- og meðferðaraðila sem þekkir þær aðferðir og rannsóknir sem hafa sýnt að gagnist. En hvað geta foreldrar gert til að hjálpa barni sem glímir við þennan vanda? Hvað heimavinnuna varðar er nauðsynlegt að lesa fyrir barnið, útskýra orð, ræða námsefnið og hlýða yfir. Auka þarf markvisst þekkingar- og orðaforða með utanbókalærdómi og nýta aðferðir minnistækni í því samhengi. Mælt er með góðum bókmenntum undir handleiðslu í þeim tilgangi að styrkja orðaforða, málsskilning og máltjáningu. Til að auka skilning er tilvalið að ræða fréttir og þætti úr daglegu lífi. Lestur og skrift er nauðsynlegur allt árið um kring, hæfilega lengi í senn. Gott er að nýta ritvinnslu í tölvu við lestrar- og stafsetninganámið og þá er gott að tengja námið við áhugasvið barnsins. Hvað geta kennarar gert til að auðvelda nám nemanda með dyslexíu? Nauðsynlegt er að kennarinn geri sér grein fyrir vandamáli nemandans, viðurkenni það og leggi sitt af mörkum til að hjálpa honum. Nýta þarf aðferðir námstækni til að vinna gegn áhrifum athygli- og úthaldsvanda. Það er því nauðsynlegt fyrir kennarann að nota fjölbreyttar kennsluaðferðir, hefðbundnar aðferðir í bland við aðrar, svo sem nýtingu tölvu og segulbands við verkefnavinnu í kennslustundum. Þá þarf hann að huga að því að hafa verkefnin hæfilega löng og vel skipulögð. Nálgast þarf námsefnið úr mismunandi áttum, varast skal að byggja um of á veikleikum og reyna að kenna nemandanum í gegnum styrkleika hans. Kennarinn þarf að nýta námsefni og bókmenntir á snældum og einnig þau kennsluforrit í tölvu sem þjálfa þætti eins og stafsetningu og málfræði. Þá er nauðsynlegt að nemandinn komi þekkingu sinni á framfæri í prófum, tími þarf að vera nægur, aðstæður rólegar og stuðningur nálægur. Helstu einkenni dyslexíu: Erfiðleikar við lestur, lestur mjög hægur og hikandi Ruglar stöfum, sleppir úr stöfum og jafnvel heilum orðum Þekkir ekki orð í texta, snýr við orðum Endurtekur oft orðhluta, orð og setningar Erfiðleikar í stafsetningu og hljóðvillur algengar Greinir ekki mun á líkum hljóðum svo sem smíða/sníða Erfiðleikar við að stafsetja einföld orð Stafavíxl og brottfallnir eða viðbættir stafir Erfiðleikar við að tjá hugsanir með orðum Orsakir dyslexíu: Skert hljóðkerfisvitund, þ.e. erfiðleikar við að vinna úr hljóðrænum áreitum (umskráningarerfiðleikar). Misstór heilahvel. Hjá fólki sem er ekki með dyslexíu eru vinstra og hægra heilahvel jafnstór en hjá fólki með dyslexíu eru heilahvelin misstór. Ósamhverf heilahvel virðast því vera forsenda fyrir þroska hljóðkerfisvitundar en vinstra heilahvel er nátengt málhæfninni. Langvarandi eyrnabólgur geta gert það að verkum að ung börn eiga erfitt með að greina milli hljóða sem eru lík. Dyslexía verður ekki rakin til einnar orsakar heldur er um orsakasamhengi fleiri þátta að ræða. Fræðimenn telja fleiri orsakaþætti eigi eftir að koma í ljós með nýjum rannsóknum. Rannsóknir benda til að dyslexía sé ættgeng og að tíðni dyslexíu innan fjölskyldna þar sem einhver hefur greinst með dyslexíu sé meiri en annars mætti gera ráð fyrir.
Nám Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira