Hríðarbylur og snjóflóð Vestra 3. janúar 2005 00:01 Hús hafa verið rýmd í Bolungarvík, Hnífsdal, á Ísafirði, Tálknafirði og Patreksfirði vegna hættu á snjóflóðum. Sólarhringsvakt er á Veðurstofunni vegna hættunnar. Hún taldi ekki tímabært að hleypa fólkinu heim í gærkvöld. Aðstæður verða endurskoðaðar í dag. Snjóathugunarmenn fylgjast með fannferginu á Vestfjörðum. Alls hafa 38 manns verið gert að yfirgefa heimili sín á Ísafirði, í Hnífsdal, Dýrafirði og Önundarfirði. Snjóflóð féllu á snjóflóðavarnargarð við sorpeyðingarstöðina Funa í Engidal, skammt frá Ísafirði, á aðalgötu bæjarins Skutulsfjarðarbraut, á Hnífsdalsveg og við hesthúsahverfið í Hnífsdal. Á miðmætti var umferð um aðalgötuna lokað samkvæmt upplýsingum almannavarnarnefndar bæjarins. Hún ráðleggur fólki að vera ekki á ferli. Á Patreksfirði fóru um áttatíu manns frá tuttugu heimilum sínum. Hefill keyrir á undan lögreglunni á staðnum þegar hún þarf að komast leiðar sinnar um ófærar götur bæjarins. Lögreglan segir fólk flest gista hjá vinum og vandamönnum en fjöldahjálparstöð í félagsheimilinu hafi verið komið á fót. Björgunarsveit bæjarins hafi verið kölluð á Klettháls þar sem fólksbíll og jepplingur komust ekki leiðar sinnar. Þeir hafi verið dregnir heim. Í Bolungarvík voru sjö hús rýmd. Jónas Guðmundsson, lögreglustjóri sem setu á í almannavarnarnefnd, segir að samkomulag hafi náðst við íbúana tuttugu. Sumir þeirra höfðu deginum áður neitað að yfirgefa hús sín. Auk snjóflóðahættunnar á Vestfjörðum var rafmagnslaust á Barðarströnd um nokkurra klukkustunda skeið. Flutningabíll Kaupfélags Steingrímsfjarðar sat fastur um eina og hálfa klukkustund við Broddanes á Ströndum og mokstri Vegagerðarinnar þar var hætt. Hjörleifur Ólafsson hjá Vegagerðinni segir blindbyl og gríðarlegt fannfergi á Vestfjörðum. Vegir séu nær allir ófærir. Stefnt sé að mokstri en eins og spáin væri sé ólíklegt að af því verði. Veðurstofunni spáir ofankomu á Ísafirði fram á fimmtudag. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Hús hafa verið rýmd í Bolungarvík, Hnífsdal, á Ísafirði, Tálknafirði og Patreksfirði vegna hættu á snjóflóðum. Sólarhringsvakt er á Veðurstofunni vegna hættunnar. Hún taldi ekki tímabært að hleypa fólkinu heim í gærkvöld. Aðstæður verða endurskoðaðar í dag. Snjóathugunarmenn fylgjast með fannferginu á Vestfjörðum. Alls hafa 38 manns verið gert að yfirgefa heimili sín á Ísafirði, í Hnífsdal, Dýrafirði og Önundarfirði. Snjóflóð féllu á snjóflóðavarnargarð við sorpeyðingarstöðina Funa í Engidal, skammt frá Ísafirði, á aðalgötu bæjarins Skutulsfjarðarbraut, á Hnífsdalsveg og við hesthúsahverfið í Hnífsdal. Á miðmætti var umferð um aðalgötuna lokað samkvæmt upplýsingum almannavarnarnefndar bæjarins. Hún ráðleggur fólki að vera ekki á ferli. Á Patreksfirði fóru um áttatíu manns frá tuttugu heimilum sínum. Hefill keyrir á undan lögreglunni á staðnum þegar hún þarf að komast leiðar sinnar um ófærar götur bæjarins. Lögreglan segir fólk flest gista hjá vinum og vandamönnum en fjöldahjálparstöð í félagsheimilinu hafi verið komið á fót. Björgunarsveit bæjarins hafi verið kölluð á Klettháls þar sem fólksbíll og jepplingur komust ekki leiðar sinnar. Þeir hafi verið dregnir heim. Í Bolungarvík voru sjö hús rýmd. Jónas Guðmundsson, lögreglustjóri sem setu á í almannavarnarnefnd, segir að samkomulag hafi náðst við íbúana tuttugu. Sumir þeirra höfðu deginum áður neitað að yfirgefa hús sín. Auk snjóflóðahættunnar á Vestfjörðum var rafmagnslaust á Barðarströnd um nokkurra klukkustunda skeið. Flutningabíll Kaupfélags Steingrímsfjarðar sat fastur um eina og hálfa klukkustund við Broddanes á Ströndum og mokstri Vegagerðarinnar þar var hætt. Hjörleifur Ólafsson hjá Vegagerðinni segir blindbyl og gríðarlegt fannfergi á Vestfjörðum. Vegir séu nær allir ófærir. Stefnt sé að mokstri en eins og spáin væri sé ólíklegt að af því verði. Veðurstofunni spáir ofankomu á Ísafirði fram á fimmtudag.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira