Innlent
Hús rýmd á Vestfjörðum
Um er að ræða hús í Skutulsfirði, Hnífsdal, Önundarfirði og Dýrafirði, en einnig varar nefndin við veðurham og snjóflóðahættu á öðrum stöðum, meðal annars á Ísafjarðarflugvelli. Ekki er vitað hversu margir þurfa að yfirgefa heimili sín þar sem eitthvað er um að fólk sé að heiman. Líklegt er þó talið að um sé að ræða nokkra tugi einstaklinga. Almannavarnarnefndin leggur áherslu á að íbúar haldi sig innandyra og fylgist með tilkynningum hennar, en Veðurstofan spáir vondu veðri auk þess sem aðstæður á svæðinu eru mjög slæmar. Nefndin ætlar næst að meta aðstæður nú í morgunsárið.