Kristniboð, söngur og sjálfstæði 22. desember 2005 00:01 Fátækt heimsins kallar á viðbrögð. Nærri helmingur jarðarbúa þarf að gera sér að góðu innan við tvo Bandaríkjadollara á dag; sú fjárhæð hrykki skammt hér heima, og hún hrekkur ekki heldur fyrir nauðþurftum í Afríku og Asíu. Ég hef lýst því áður á þessum stað, að fjárhagsaðstoð við fátæk lönd er ýmsum annmörkum háð, en hún er eigi að síður sjálfsögð og nauðsynleg. Einn helzti vandinn hér er sá, að þróunarhjálp skilar sér yfirleitt ekki til fulls til ætlaðra viðtakenda. Þetta á einkum við um beina reiðufjárstyrki: Þeir rata af ýmsum ástæðum ekki alltaf í réttar hendur. Ein ástæðan er sú, að leiðslurnar leka; féð rýrnar á leið sinni frá gefendum til þiggjenda. Albert Schweitzer þurfti ekki að hafa áhyggjur af þessu. Hann var guðfræðingur, heimspekingur og organisti og skrifaði lærðar bækur og gerðist einnig læknir á miðjum aldri til að geta ásamt öðrum miðlað Afríkubúum boðskap Krists, tónlist og læknishjálp. Hann stóð sjálfur straum af starfinu framan af og fékk síðan styrki víðs vegar að til að halda starfseminni gangandi. Gagnið, sem hann gerði fátæku fólki, var trúlega margfalt meira en kostnaðurinn, sem hann stofnaði til. Málið er þetta: Þróunarhjálp í fríðu rýrnar yfirleitt ekki á leið sinni frá veitendum til þiggjenda. Hún getur þvert á móti margfaldazt. Þessar vangaveltur leiða hugann að þróunaraðstoð Íslands við önnur lönd. Það er ekki auðvelt að meta afraksturinn af henni. Við vitum, hvað hún kostar okkur, og það er miklu minna miðað við fólksfjölda en önnur Norðurlönd reiða fram. Við vitum hins vegar ekki, hversu mikils virði hjálpin er viðtakendunum. Við vitum, að leiðslurnar leka, þær gera það alltaf, en umfang lekans er óþekkt. Við þetta vaknar þessi spurning: væri ekki hægt að auka skilvirkni þróunarhjálparinnar með því að reiða hana fram í fríðu og beina henni að einhverju leyti um farvegi, sem leiða beint til ætlaðra viðtakenda? Þessir farvegir eru til. Þeir eru til í kristniboðsstöðvum Íslendinga í Afríku. Þar og víðar hafa tugir Íslendinga starfað í anda Alberts Schweitzer um margra áratuga skeið og unnið innfæddum ómælt gagn með félagsþjónustu, kristniboði, læknishjálp og söng. Þetta mikilvæga starf heldur áfram þrátt fyrir þröngan fjárhag. Íslenzku hjálparfé væri áreiðanlega vel varið til eflingar þessu starfi, sem virðist hafa gefið svo góða raun. Þetta fólk er vel til þess fallið að verja almannafé í þágu fátæklinga í fjarlægum löndum: Það hefur reynsluna og þekkir þarfirnar. Utanríkisráðuneytið og Þróunarsamvinnustofnun Íslands þurfa að taka höndum saman við kirkjur og kristniboða og kanna möguleikana á því að efla hjálparstöðvar Íslendinga í Afríku og reisa nýjar stöðvar í þeim löndum, sem Íslendingar hafa ákveðið að styðja. Með því móti væri hægt að margfalda fjölda þeirra, sem njóta góðs af þjónustu kristniboðanna. Ég nefndi söng. Söngur er snar þáttur í kristilegu starfi. Ég var ekki alls fyrir löngu kvaddur til Þórshafnar í Færeyjum til skrafs og ráðagerða við landsstjórnina þar, og væri ekki í frásögur færandi nema fyrir það, að ég er ekki að skipta um umtalsefni. Fundinn í Þórshöfn sátu ráðherrarnir sjö og sjö embættismenn auk mín. Samkoman hófst á því, að lögmaðurinn kvaddi sér hljóðs og sagði: Við skulum syngja. Allir stóðu upp og sungu Dýrð um vík og vog, öll fjögur erindin. Þetta þótti mér flott byrjun á svo fínum fundi. Síðan ræddum við sjálfstæðismál Færeyja. Við vorum nýbúin að syngja saman þennan dýrlega ættjarðaróð eftir Jens Dam Jacobsen, og áheyrendur mínir voru þá vonandi þeim mun móttækilegri fyrir boðskap mínum, sem var þessi: Takið ykkur sjálfstæði. Söngur bindur menn saman. Asante (Þökk) heitir hljómdiskur, sem Kangakvartettinn hefur gert og gefið út til styrktar starfi íslenzkra kristniboða í Afríku. Þar eru flutt afrísk lög og evrópskir sálmar, m.a. fínn sálmur eftir Jean Sibelius, sem ég hafði ekki heyrt áður. Íslenzkur sálmasöngur með afrískum brag: það kalla ég víxlfrjóvgun í lagi. Mér kemur það ekki á óvart, að innfæddir flykkist á samkomurnar hjá þeim þarna suður frá. Ég hef það fyrir satt, að fólkið í þorpunum í sunnanverðri Eþíópíu hafi þá fyrst kynnzt kenískri tónlist, þegar íslenzkir kristniboðar komu þangað syngjandi. Íslendingar, sem færu til Afríku að syngja og spila fyrir innfædda, kæmu heim aftur með betri músík handa sjálfum sér og öðrum: betri menn. Það bezta, sem menn gera sjálfum sér, er að gera öðrum gott. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorvaldur Gylfason Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fátækt heimsins kallar á viðbrögð. Nærri helmingur jarðarbúa þarf að gera sér að góðu innan við tvo Bandaríkjadollara á dag; sú fjárhæð hrykki skammt hér heima, og hún hrekkur ekki heldur fyrir nauðþurftum í Afríku og Asíu. Ég hef lýst því áður á þessum stað, að fjárhagsaðstoð við fátæk lönd er ýmsum annmörkum háð, en hún er eigi að síður sjálfsögð og nauðsynleg. Einn helzti vandinn hér er sá, að þróunarhjálp skilar sér yfirleitt ekki til fulls til ætlaðra viðtakenda. Þetta á einkum við um beina reiðufjárstyrki: Þeir rata af ýmsum ástæðum ekki alltaf í réttar hendur. Ein ástæðan er sú, að leiðslurnar leka; féð rýrnar á leið sinni frá gefendum til þiggjenda. Albert Schweitzer þurfti ekki að hafa áhyggjur af þessu. Hann var guðfræðingur, heimspekingur og organisti og skrifaði lærðar bækur og gerðist einnig læknir á miðjum aldri til að geta ásamt öðrum miðlað Afríkubúum boðskap Krists, tónlist og læknishjálp. Hann stóð sjálfur straum af starfinu framan af og fékk síðan styrki víðs vegar að til að halda starfseminni gangandi. Gagnið, sem hann gerði fátæku fólki, var trúlega margfalt meira en kostnaðurinn, sem hann stofnaði til. Málið er þetta: Þróunarhjálp í fríðu rýrnar yfirleitt ekki á leið sinni frá veitendum til þiggjenda. Hún getur þvert á móti margfaldazt. Þessar vangaveltur leiða hugann að þróunaraðstoð Íslands við önnur lönd. Það er ekki auðvelt að meta afraksturinn af henni. Við vitum, hvað hún kostar okkur, og það er miklu minna miðað við fólksfjölda en önnur Norðurlönd reiða fram. Við vitum hins vegar ekki, hversu mikils virði hjálpin er viðtakendunum. Við vitum, að leiðslurnar leka, þær gera það alltaf, en umfang lekans er óþekkt. Við þetta vaknar þessi spurning: væri ekki hægt að auka skilvirkni þróunarhjálparinnar með því að reiða hana fram í fríðu og beina henni að einhverju leyti um farvegi, sem leiða beint til ætlaðra viðtakenda? Þessir farvegir eru til. Þeir eru til í kristniboðsstöðvum Íslendinga í Afríku. Þar og víðar hafa tugir Íslendinga starfað í anda Alberts Schweitzer um margra áratuga skeið og unnið innfæddum ómælt gagn með félagsþjónustu, kristniboði, læknishjálp og söng. Þetta mikilvæga starf heldur áfram þrátt fyrir þröngan fjárhag. Íslenzku hjálparfé væri áreiðanlega vel varið til eflingar þessu starfi, sem virðist hafa gefið svo góða raun. Þetta fólk er vel til þess fallið að verja almannafé í þágu fátæklinga í fjarlægum löndum: Það hefur reynsluna og þekkir þarfirnar. Utanríkisráðuneytið og Þróunarsamvinnustofnun Íslands þurfa að taka höndum saman við kirkjur og kristniboða og kanna möguleikana á því að efla hjálparstöðvar Íslendinga í Afríku og reisa nýjar stöðvar í þeim löndum, sem Íslendingar hafa ákveðið að styðja. Með því móti væri hægt að margfalda fjölda þeirra, sem njóta góðs af þjónustu kristniboðanna. Ég nefndi söng. Söngur er snar þáttur í kristilegu starfi. Ég var ekki alls fyrir löngu kvaddur til Þórshafnar í Færeyjum til skrafs og ráðagerða við landsstjórnina þar, og væri ekki í frásögur færandi nema fyrir það, að ég er ekki að skipta um umtalsefni. Fundinn í Þórshöfn sátu ráðherrarnir sjö og sjö embættismenn auk mín. Samkoman hófst á því, að lögmaðurinn kvaddi sér hljóðs og sagði: Við skulum syngja. Allir stóðu upp og sungu Dýrð um vík og vog, öll fjögur erindin. Þetta þótti mér flott byrjun á svo fínum fundi. Síðan ræddum við sjálfstæðismál Færeyja. Við vorum nýbúin að syngja saman þennan dýrlega ættjarðaróð eftir Jens Dam Jacobsen, og áheyrendur mínir voru þá vonandi þeim mun móttækilegri fyrir boðskap mínum, sem var þessi: Takið ykkur sjálfstæði. Söngur bindur menn saman. Asante (Þökk) heitir hljómdiskur, sem Kangakvartettinn hefur gert og gefið út til styrktar starfi íslenzkra kristniboða í Afríku. Þar eru flutt afrísk lög og evrópskir sálmar, m.a. fínn sálmur eftir Jean Sibelius, sem ég hafði ekki heyrt áður. Íslenzkur sálmasöngur með afrískum brag: það kalla ég víxlfrjóvgun í lagi. Mér kemur það ekki á óvart, að innfæddir flykkist á samkomurnar hjá þeim þarna suður frá. Ég hef það fyrir satt, að fólkið í þorpunum í sunnanverðri Eþíópíu hafi þá fyrst kynnzt kenískri tónlist, þegar íslenzkir kristniboðar komu þangað syngjandi. Íslendingar, sem færu til Afríku að syngja og spila fyrir innfædda, kæmu heim aftur með betri músík handa sjálfum sér og öðrum: betri menn. Það bezta, sem menn gera sjálfum sér, er að gera öðrum gott.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun