Erlent

Hættan aldrei verið meiri

Verðlaunin afhent. Mohamed ElBaradei segir nauðsynlegt að úthýsa kjarnorkuvopnum alfarið.
Verðlaunin afhent. Mohamed ElBaradei segir nauðsynlegt að úthýsa kjarnorkuvopnum alfarið.

"Við erum í kapphlaupi við tímann," sagði Mohamed ElBaradei, yfirmaður kjarnorkueftirlits Sameinuðu þjóðanna, þegar hann tók við friðarverðlaunum Nóbels í Noregi í gær. ElBaradei sagði hættuna á kjarnorkuhörmungum vera meiri en nokkru sinni, nú fimmtán árum eftir lok kalda stríðsins og sextíu árum frá því kjarnorkusprengjum var varpað á Hiroshima og Nagasaki.

Nú stafar hættan helst af hryðjuverkamönnum sem sækjast ákaft eftir því að komast yfir kjarnorkuvopn. Til þess að komast hjá tortímingu af völdum kjarnorku verður mannkynið að úthýsa kjarnorkuvopnum jafn rækilega og þrælahaldi og þjóðarmorðum, sagði ElBaradei í þakkarávarpi sínu. Gagnrýni hefur beinst að því að kjarnorkueftirlitsstofnunin hljóti verðlaunin en ElBaradei deilir verðlaununum með stofnuninni, sem hann veitir forstöðu. Í gær voru einnig afhent Nóbels­verðlaun í bókmenntum, eðlisfræði, efnafræði, læknisfræði og hagfræði í Stokkhólmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×