Augunum lokað 5. desember 2005 06:00 Í allri þeirri miklu velsæld sem hér ríkir og fylgismenn ríkisstjórnarflokkanna eru óþreyttir að dásama eru fjölmargir sem hafa það ekkert öðruvísi en skítt. Hvað sem líður margræddu launaskriði á almennum vinnumarkaði, auknum kaupmætti launa og sæmilega stöðugu efnahagslífi er dágóður hópur fólks sem nánast lifir á vatni og brauði. Það fólk finnur ekki fyrir launaskriðinu og kaupmættinum og skilur varla um hvað verið er að tala þegar stjórnmálamennirnir ræða lipurlega um stöðu mála. Og þegar talsmenn, til dæmis eldri borgara og öryrkja, leggja fram gögn sem sýna fram á að veruleikinn sé annar en stjórnmálamennirnir básúna bregðast ráðamenn við af yfirlæti og segja allt á misskilningi byggt. "Þið hafið það víst gott," er viðkvæðið. Einhvern tíma virðist sem einhverjir hafi ákveðið að greiðslur til öryrkja og eldri borgara ættu að vera smánarlega lágar. Að sama skapi er engu líkara en að þeir sem síðar hafa valist til að fara með völd á Íslandi hafi annað hvort ekki haft áhuga eða dug til að bæta úr ástandinu. Þeir hafi einfaldlega hugsað með sér að svona sé þetta og svona eigi þetta að vera. En það er ekki þannig. Akkúrat ekkert segir að þeir sem einhverra hluta vegna þurfa að treysta á hið opinbera um framfærslu eigi að lepja dauðann úr skel. Ekkert segir að stjórnmálamenn dagsins í dag geti ekki hróflað við kerfinu og gert þeim, sem á þurfa að halda, mögulegt að lifa mannsæmandi lífi. Áhugi er það eina sem þarf. Að undanförnu hefur hvert dæmið á fætur öðru um veikar stoðir velferðarkerfisins dúkkað upp. Hér má nefna sem dæmi framfærslu öryrkja og eldri borgara, aðbúnað gamla fólksins á opinberum stofnunum og viðvarandi peningaskort barna- og unglingageðdeildar Landspítala. En listinn er lengri. Miklu lengri. Dæmin hrannast upp fyrir augum stjórnmálamannanna og þeir kunna aðeins eitt ráð til að bregðast við. Ráðið er að loka augunum. Augu stjórnmálamannanna og öll önnur skilningarvit eru hins vegar galopin þegar kemur að umræðu um þeirra hjartans mál. Útþensla utanríkisþjónustunnar, sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, stytting námstíma til stúdentsprófs, fánastöng í þinghúsinu og bókaútgáfa eru dæmi um mál sem eiga hug þeirra og hjarta. Svo ekki sé nú minnst á fjár- og tímafrek ferðalög til fjarlægra heimsálfa og setningu laga um ríkuleg eftirlaun þeirra sjálfra. Kannski má segja að allt séu þetta ágæt mál og hvert með sínum hætti landi og þjóð til framdráttar. Hins vegar er forgangsröðin skökk, svo ekki sé nú kveðið fastar að orði. Grunnstoðir samfélagsins þurfa að vera traustar svo hægt sé að byggja ofan á þær. Við þurfum að búa svo um hnúta að öryrkjar og eldri borgarar geti lifað góðu lífi og að sjúkir og aðstandendur þeirra fái fullkomna þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Og þá þjónustu þarf að veita um leið og hennar er þörf, ekki seinna eins og biðlistakerfi stjórnmálamannanna gerir ráð fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Skoðanir Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun
Í allri þeirri miklu velsæld sem hér ríkir og fylgismenn ríkisstjórnarflokkanna eru óþreyttir að dásama eru fjölmargir sem hafa það ekkert öðruvísi en skítt. Hvað sem líður margræddu launaskriði á almennum vinnumarkaði, auknum kaupmætti launa og sæmilega stöðugu efnahagslífi er dágóður hópur fólks sem nánast lifir á vatni og brauði. Það fólk finnur ekki fyrir launaskriðinu og kaupmættinum og skilur varla um hvað verið er að tala þegar stjórnmálamennirnir ræða lipurlega um stöðu mála. Og þegar talsmenn, til dæmis eldri borgara og öryrkja, leggja fram gögn sem sýna fram á að veruleikinn sé annar en stjórnmálamennirnir básúna bregðast ráðamenn við af yfirlæti og segja allt á misskilningi byggt. "Þið hafið það víst gott," er viðkvæðið. Einhvern tíma virðist sem einhverjir hafi ákveðið að greiðslur til öryrkja og eldri borgara ættu að vera smánarlega lágar. Að sama skapi er engu líkara en að þeir sem síðar hafa valist til að fara með völd á Íslandi hafi annað hvort ekki haft áhuga eða dug til að bæta úr ástandinu. Þeir hafi einfaldlega hugsað með sér að svona sé þetta og svona eigi þetta að vera. En það er ekki þannig. Akkúrat ekkert segir að þeir sem einhverra hluta vegna þurfa að treysta á hið opinbera um framfærslu eigi að lepja dauðann úr skel. Ekkert segir að stjórnmálamenn dagsins í dag geti ekki hróflað við kerfinu og gert þeim, sem á þurfa að halda, mögulegt að lifa mannsæmandi lífi. Áhugi er það eina sem þarf. Að undanförnu hefur hvert dæmið á fætur öðru um veikar stoðir velferðarkerfisins dúkkað upp. Hér má nefna sem dæmi framfærslu öryrkja og eldri borgara, aðbúnað gamla fólksins á opinberum stofnunum og viðvarandi peningaskort barna- og unglingageðdeildar Landspítala. En listinn er lengri. Miklu lengri. Dæmin hrannast upp fyrir augum stjórnmálamannanna og þeir kunna aðeins eitt ráð til að bregðast við. Ráðið er að loka augunum. Augu stjórnmálamannanna og öll önnur skilningarvit eru hins vegar galopin þegar kemur að umræðu um þeirra hjartans mál. Útþensla utanríkisþjónustunnar, sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, stytting námstíma til stúdentsprófs, fánastöng í þinghúsinu og bókaútgáfa eru dæmi um mál sem eiga hug þeirra og hjarta. Svo ekki sé nú minnst á fjár- og tímafrek ferðalög til fjarlægra heimsálfa og setningu laga um ríkuleg eftirlaun þeirra sjálfra. Kannski má segja að allt séu þetta ágæt mál og hvert með sínum hætti landi og þjóð til framdráttar. Hins vegar er forgangsröðin skökk, svo ekki sé nú kveðið fastar að orði. Grunnstoðir samfélagsins þurfa að vera traustar svo hægt sé að byggja ofan á þær. Við þurfum að búa svo um hnúta að öryrkjar og eldri borgarar geti lifað góðu lífi og að sjúkir og aðstandendur þeirra fái fullkomna þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Og þá þjónustu þarf að veita um leið og hennar er þörf, ekki seinna eins og biðlistakerfi stjórnmálamannanna gerir ráð fyrir.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun