Íslandísering 30. nóvember 2005 06:00 mÁ tímum kalda stríðsins var hugtakið "finnlandisering" stundum viðhaft um þjóðir sem lifðu í svo nánu sambýli við ógnvænlegt stórveldi, að þær kusu sjálfviljugar að takmarka umsvif sín í utanríkismálum við það, sem þær höfðu fyrirfram gengið úr skugga um að að væri stórveldinu þóknanlegt, eða því að minnsta kosti mislíkaði ekki stórlega. Finnum var ami að þessari notkun hugtaksins, en óneitanlega lýsti það vel þeim veruleika, sem þeir bjuggu við eftir að hafa tapað styrjöld við Sovétríkin, látið land af hendi við stórveldið og orðið því efnahagslega háð með því að stór hluti finnska hagkerfisins byggðist á framleiðslu fyrir Sovétríkin og snurðulausum viðskiptum við þau. Fáar eða engar vestrænar þjóðir munu því hafa orðið því jafnfegnar að sleppa undan hrammi rússneska bjarnarins og endurheimta sjálfstæði sitt til að haga utanríkisstefnu sinni svo sem hentaði þjóðarhagsmunum hverju sinni. Íslenska þjóðin býr óneitanlega á áhrifasvæði mesta stórveldis heimsins, Bandaríkjanna. Þó höfum við aldrei sætt viðlíka þvingunum af hálfu þessa nágranna okkar og Finnar máttu sætta sig við af hálfu síns grannríkis. Á kaldastríðstímanum lá víglínan milli heimsveldanna þó um Norður-Atlantshafið þvert, frá Grænlandi til Bretlands (GIUK-hliðið) og Bandaríkin töldu óhjákvæmilegt að innlima Ísland í varnarkerfi sitt. Það var fyrst og fremst liður í heimavörnum þeirra, þótt óneitanlega væri það okkur vörn jafnframt, svo lengi sem átök stórveldanna snerust ekki upp í kjarnorkustyrjöld. Ráðamönnum í Washington þótti þó oft nóg um það frjálsræði í utanríkismálum sem við leyfðum okkur á árum þorskastríðanna - m.a. með bakhjarl í sovétviðskiptum - og kölluðu okkur iðulega "bandamanninn trega". Við fengum þó okkar framgengt um útfærslu landhelginnar og í heildina litið má segja að við höfum haldið nokkuð vel á spilunum og nýtt okkur kænlega þetta valdatafl stórveldanna meðan það ástand varði. Í dag er hernaðarlegt mikilvægi Íslands ekkert. Mér fannst það aðalfrétt helgarinnar að bandarísk hernaðaryfirvöld hafa nú opinberlega lýst yfir að þeir sjái enga þá ógn steðja að Íslandi, sem réttlætt geti stöðuga nærveru herafla þeirra hér. Þau hafa nú þegar skipað Keflavíkurflugvelli í lægsta flokk herstöðva, þar sem viðbúnaður takmarkist við aðgengi, ef og þegar aðstæður breyttust á þessum slóðum. Þetta er mat stærsta og voldugasta herveldis heimsins. Samt þverskallast frammámenn okkar og halda áfram að klifa á því að hér verði að vera "sýnilegar varnir". Og að þeirra mati þýða "sýnilegar varnir" fjórar þotur með tilheyrandi starfsliði! En hvernig sem venjulegir dauðlegir menn góna upp í háloftin er þeim fyrirmunað að koma auga á þessa aðsteðjandi ógn þaðan. Og nú er það staðfest að hernaðarsérfræðingar Bandaríkjanna sjá ekki heldur þær ógnvænlegu sýnir, sem tekið hafa sér fasta bólfestu í kollum nokkurra áhrifamikilla íslenskra stjórnmálamanna. Þessa áráttu íslenskra ráðamanna að ríghalda hér í her, sem ekki vill vera hér og hefur ekkert að gera hér, mætti ef til vill kalla "íslandiseringu". Hún er að því leyti verri en finnlandiseringin, að hún skilar okkur engu nema þá tregðu og óvild stórveldisins, sem menn þó vilja vera í vinfengi við. Og hún kemur í veg fyrir að við förum að ræða af skynsemi og yfirvegun hvernig hátta skuli vörnum á lögsögu Íslands. Forstjóri landhelgisgæslunnar kom með þarft innlegg í þessa umræðu og á hárréttum tímapunkti. Viðbrögð nýkjörins formanns Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra landsins vekja furðu. Aldrei hefur verið meiri þörf en nú á að ræða hvernig Íslendingar geti haganlegast komið fyrir vörnum landsins. Og þótt við höfum aldrei verið ginnkeypt fyrir trúboði um innlendan her og þjálfun ungra manna - og kvenna - í vopnaburði, þá höfum við allt frá dögum sjálfstæðisbaráttunnar skynjað að öflug landhelgisgæsla er undirstaða íslensks fullveldis. Landhelgisgæslan sýndi það líka á tímum þorskastríðanna hvers hún er megnug til varnar íslenskri lögsögu. Þess vegna hef ég aldrei skilið hvers vegna ráðamenn hafa komist upp með að láta hana drabbast niður, jafnvel á þeim forsendum að við höfum ekki efni á að halda þeim skipum úti, sem hún þó ræður yfir! Á sama tíma erum við með ærnum kostnaði að montast með einhverjar tylftir manna með skammbyssur í teppabissniss í Afganistan! Nei, nú er lag að efla Landhelgisgæsluna, búa hana nýjum skipum, sem jafnframt megi beita til rannsókna á auðlindum innan lögsögunnar, og sjá henni fyrir flugvélakosti sem nægi til að leysa björgunarsveit ameríska hersins af hólmi. Það eru "sýnilegar varnir" fullveldis Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hannibalsson Skoðanir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
mÁ tímum kalda stríðsins var hugtakið "finnlandisering" stundum viðhaft um þjóðir sem lifðu í svo nánu sambýli við ógnvænlegt stórveldi, að þær kusu sjálfviljugar að takmarka umsvif sín í utanríkismálum við það, sem þær höfðu fyrirfram gengið úr skugga um að að væri stórveldinu þóknanlegt, eða því að minnsta kosti mislíkaði ekki stórlega. Finnum var ami að þessari notkun hugtaksins, en óneitanlega lýsti það vel þeim veruleika, sem þeir bjuggu við eftir að hafa tapað styrjöld við Sovétríkin, látið land af hendi við stórveldið og orðið því efnahagslega háð með því að stór hluti finnska hagkerfisins byggðist á framleiðslu fyrir Sovétríkin og snurðulausum viðskiptum við þau. Fáar eða engar vestrænar þjóðir munu því hafa orðið því jafnfegnar að sleppa undan hrammi rússneska bjarnarins og endurheimta sjálfstæði sitt til að haga utanríkisstefnu sinni svo sem hentaði þjóðarhagsmunum hverju sinni. Íslenska þjóðin býr óneitanlega á áhrifasvæði mesta stórveldis heimsins, Bandaríkjanna. Þó höfum við aldrei sætt viðlíka þvingunum af hálfu þessa nágranna okkar og Finnar máttu sætta sig við af hálfu síns grannríkis. Á kaldastríðstímanum lá víglínan milli heimsveldanna þó um Norður-Atlantshafið þvert, frá Grænlandi til Bretlands (GIUK-hliðið) og Bandaríkin töldu óhjákvæmilegt að innlima Ísland í varnarkerfi sitt. Það var fyrst og fremst liður í heimavörnum þeirra, þótt óneitanlega væri það okkur vörn jafnframt, svo lengi sem átök stórveldanna snerust ekki upp í kjarnorkustyrjöld. Ráðamönnum í Washington þótti þó oft nóg um það frjálsræði í utanríkismálum sem við leyfðum okkur á árum þorskastríðanna - m.a. með bakhjarl í sovétviðskiptum - og kölluðu okkur iðulega "bandamanninn trega". Við fengum þó okkar framgengt um útfærslu landhelginnar og í heildina litið má segja að við höfum haldið nokkuð vel á spilunum og nýtt okkur kænlega þetta valdatafl stórveldanna meðan það ástand varði. Í dag er hernaðarlegt mikilvægi Íslands ekkert. Mér fannst það aðalfrétt helgarinnar að bandarísk hernaðaryfirvöld hafa nú opinberlega lýst yfir að þeir sjái enga þá ógn steðja að Íslandi, sem réttlætt geti stöðuga nærveru herafla þeirra hér. Þau hafa nú þegar skipað Keflavíkurflugvelli í lægsta flokk herstöðva, þar sem viðbúnaður takmarkist við aðgengi, ef og þegar aðstæður breyttust á þessum slóðum. Þetta er mat stærsta og voldugasta herveldis heimsins. Samt þverskallast frammámenn okkar og halda áfram að klifa á því að hér verði að vera "sýnilegar varnir". Og að þeirra mati þýða "sýnilegar varnir" fjórar þotur með tilheyrandi starfsliði! En hvernig sem venjulegir dauðlegir menn góna upp í háloftin er þeim fyrirmunað að koma auga á þessa aðsteðjandi ógn þaðan. Og nú er það staðfest að hernaðarsérfræðingar Bandaríkjanna sjá ekki heldur þær ógnvænlegu sýnir, sem tekið hafa sér fasta bólfestu í kollum nokkurra áhrifamikilla íslenskra stjórnmálamanna. Þessa áráttu íslenskra ráðamanna að ríghalda hér í her, sem ekki vill vera hér og hefur ekkert að gera hér, mætti ef til vill kalla "íslandiseringu". Hún er að því leyti verri en finnlandiseringin, að hún skilar okkur engu nema þá tregðu og óvild stórveldisins, sem menn þó vilja vera í vinfengi við. Og hún kemur í veg fyrir að við förum að ræða af skynsemi og yfirvegun hvernig hátta skuli vörnum á lögsögu Íslands. Forstjóri landhelgisgæslunnar kom með þarft innlegg í þessa umræðu og á hárréttum tímapunkti. Viðbrögð nýkjörins formanns Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra landsins vekja furðu. Aldrei hefur verið meiri þörf en nú á að ræða hvernig Íslendingar geti haganlegast komið fyrir vörnum landsins. Og þótt við höfum aldrei verið ginnkeypt fyrir trúboði um innlendan her og þjálfun ungra manna - og kvenna - í vopnaburði, þá höfum við allt frá dögum sjálfstæðisbaráttunnar skynjað að öflug landhelgisgæsla er undirstaða íslensks fullveldis. Landhelgisgæslan sýndi það líka á tímum þorskastríðanna hvers hún er megnug til varnar íslenskri lögsögu. Þess vegna hef ég aldrei skilið hvers vegna ráðamenn hafa komist upp með að láta hana drabbast niður, jafnvel á þeim forsendum að við höfum ekki efni á að halda þeim skipum úti, sem hún þó ræður yfir! Á sama tíma erum við með ærnum kostnaði að montast með einhverjar tylftir manna með skammbyssur í teppabissniss í Afganistan! Nei, nú er lag að efla Landhelgisgæsluna, búa hana nýjum skipum, sem jafnframt megi beita til rannsókna á auðlindum innan lögsögunnar, og sjá henni fyrir flugvélakosti sem nægi til að leysa björgunarsveit ameríska hersins af hólmi. Það eru "sýnilegar varnir" fullveldis Íslands.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun