Hodgson hefði viljað halda í Borgvardt 23. nóvember 2005 09:00 Hrifinn af Borgvardt. Stórþjálfarinn Roy Hodgson vildi halda Borgvardt hjá Viking. Roy Hodgson, þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Viking, segir að það hafi ekki verið sín ákvörðun að framlengja ekki samninginn danska framherjann Allan Borgvardt, fyrrum leikmann FH, sem nú hefur samið við lið Bryne í norsku 2. deildinni. Hodgson segir að það hafi verið ákvörðun stjórnarinnar að semja ekki við Borgvardt til lengri tíma en að hann hefði beitt sér lítið fyrir því að halda honum þar sem hann væri á förum frá félaginu til að taka við þjálfun finnska landsliðsins. "Þetta var ekki mín ákvörðun heldur félagsins. Hefði það verið undir mér komið hefði ég haldið honum," sagði Hodgson í samtali við Fréttablaðið í gær. Hinn 58 ára gamli enski þjálfari hefur komið víða við á sínum ferli og þjálfað fjölda liða, til dæmis svissneska landsliðið, Inter Milan og Udinese á Ítalíu og Blackburn á Englandi. Borgvardt fór til Viking þegar skammt var eftir af Landsbankadeildinni hér heima og gerði samning við liðið sem gilti út tímabilið, með möguleika á því að hann yrði framlengdur til lengri tíma. Eins og fyrr segir ákváðu forráðamenn Viking að gera það ekki og því ákvað Borgvardt að taka tilboði Bryne þegar það kom upp. "Ég hef hrifist mikið af Borgvardt. Hann kom til Viking sem einskonar afleysingamaður fyrir tvo af okkur bestu sóknarmönnum sem meiddust. Hann fékk ekki mörg tækifæri með aðalliðinu en á æfingum og í leikjum með varaliðinu stóð hann sig frábærlega. Mér finnst hann mjög áhugaverður leikmaður og væri ég ekki að fara frá félaginu hefði ég farið fram á að halda honum," segir Hodgson. Hann kveðst ekki vita á hvaða forsendum sú ákvörðun um að láta Borgvardt fara sé tekin, en getur sér að það hafi eitthvað með óskir nýja þjálfarans að gera, en hinn sænski Thom Pral mun taka við stjórnartaumunum hjá Viking í janúar. "Stjórnin spurði mig hvað mér fyndist um Borgvardt. Ég gaf honum mjög góð meðmæli og sagði að það yrði vel þessi virði að halda honum en það var ekki hlustað á mig," segir Hodgson sem furðar sig einnig á því af hverju sterkari lið en Bryne hafi ekki sýnt Borgvardt meiri áhuga en ella. "Hann er leikmaður sem getur vel staðið sig í efstu deild á öllum Norðurlöndunum. Ég veit að það höfðu fleiri lið en Bryne spurst fyrir um Borgvardt en hann hefur eflaust haft sínar ástæður. En ég held að við munum sjá hann í efstu deild innan tíðar, hvort sem það verður með Bryne eða einhverju öðru liði." Íþróttir Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Fótbolti Fleiri fréttir Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Sjá meira
Roy Hodgson, þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Viking, segir að það hafi ekki verið sín ákvörðun að framlengja ekki samninginn danska framherjann Allan Borgvardt, fyrrum leikmann FH, sem nú hefur samið við lið Bryne í norsku 2. deildinni. Hodgson segir að það hafi verið ákvörðun stjórnarinnar að semja ekki við Borgvardt til lengri tíma en að hann hefði beitt sér lítið fyrir því að halda honum þar sem hann væri á förum frá félaginu til að taka við þjálfun finnska landsliðsins. "Þetta var ekki mín ákvörðun heldur félagsins. Hefði það verið undir mér komið hefði ég haldið honum," sagði Hodgson í samtali við Fréttablaðið í gær. Hinn 58 ára gamli enski þjálfari hefur komið víða við á sínum ferli og þjálfað fjölda liða, til dæmis svissneska landsliðið, Inter Milan og Udinese á Ítalíu og Blackburn á Englandi. Borgvardt fór til Viking þegar skammt var eftir af Landsbankadeildinni hér heima og gerði samning við liðið sem gilti út tímabilið, með möguleika á því að hann yrði framlengdur til lengri tíma. Eins og fyrr segir ákváðu forráðamenn Viking að gera það ekki og því ákvað Borgvardt að taka tilboði Bryne þegar það kom upp. "Ég hef hrifist mikið af Borgvardt. Hann kom til Viking sem einskonar afleysingamaður fyrir tvo af okkur bestu sóknarmönnum sem meiddust. Hann fékk ekki mörg tækifæri með aðalliðinu en á æfingum og í leikjum með varaliðinu stóð hann sig frábærlega. Mér finnst hann mjög áhugaverður leikmaður og væri ég ekki að fara frá félaginu hefði ég farið fram á að halda honum," segir Hodgson. Hann kveðst ekki vita á hvaða forsendum sú ákvörðun um að láta Borgvardt fara sé tekin, en getur sér að það hafi eitthvað með óskir nýja þjálfarans að gera, en hinn sænski Thom Pral mun taka við stjórnartaumunum hjá Viking í janúar. "Stjórnin spurði mig hvað mér fyndist um Borgvardt. Ég gaf honum mjög góð meðmæli og sagði að það yrði vel þessi virði að halda honum en það var ekki hlustað á mig," segir Hodgson sem furðar sig einnig á því af hverju sterkari lið en Bryne hafi ekki sýnt Borgvardt meiri áhuga en ella. "Hann er leikmaður sem getur vel staðið sig í efstu deild á öllum Norðurlöndunum. Ég veit að það höfðu fleiri lið en Bryne spurst fyrir um Borgvardt en hann hefur eflaust haft sínar ástæður. En ég held að við munum sjá hann í efstu deild innan tíðar, hvort sem það verður með Bryne eða einhverju öðru liði."
Íþróttir Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Fótbolti Fleiri fréttir Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Sjá meira