Umskipti í Ísrael 22. nóvember 2005 00:01 Fréttaflæðið frá Ísrael undanfarna daga hefur verið svolítið öðruvísi en oft á undanförnum árum. Í stað frétta um sjálfsmorðsárásir Palestínumanna og loftárásir Ísraela, hefur hver óvænta stórfréttin á fætur annarri komið þaðan , þótt ekki sé um að ræða árásir, limlestingar eða mannfall. Allar þessar fréttir benda vonandi til þess að betri tíð sé í vændum í Mið-Austurlöndum og var svo sannarlega tími til kominn. Þegar Ariel Sharon forsætisráðhera Ísraels steig það djarfa skref í september að fyrirskipa að allir ísraelskir landnemar á Gaza ströndinni og Vesturbakkanum skyldu fluttir á brott fannst mörgum að gamli harðsvíraði hershöfðinginn væri farinn að mýkjast allnokkuð í afstöðu sinni til Palestínumanna. Þetta skref Sharons mæltist misjafnlega fyrir innan Likudbandalagsins , en nú hefur komið í ljós að Sharon ætlar ekki að sitja við orðin tóm varðandi stefnu sína , því hann hefur nú sagt sig úr Likud bandalaginu og ætlar að stofna nýjan flokk, væntanlega til að geta komið stefnumálum sínum í framkvæmd . Þetta verður líklega einhverskonar miðjuflokkur þar sem hann verður með sína fyrri flokksfélaga til vinstri og jafnaðarmannaflokkinn til hægri . Þar hefur nú brotist til valda nokkuð óvænt nýr leiðtogi - Peretz upprunninn í Marokkó- og tekur hann við af Simoni Peres, sem marga hildina hefur háð í ísraelskum stjónrmálum. Hinn nýji foringi jafnaðarmanna hyggst beita sér fyrir ýmskonar réttarbótum á félagslega sviðinu, svo sem hækkun lægstu launa og bættum hag aldraðra svo dæmi séu nefnd. Þetta eru mál sem orðið hafa útundan í hinum eilífa ófriði í þessum heimshluta á undanförnum árum. Grundvöllurinn fyrir því hversu ákveðinn Sharon er í stefnu sinni varðandi Gaza ströndina og Vestbakkann, eru áreiðanlega maraþonfundir Condoleezzu Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna með leiðtogum Ísraels og Palestínumanna í fyrri viku. Hún yfirgaf ekki landið fyrr en búið var að ganga frá samkomulag um aukið frelsi og réttindi Palestínumanna á hinum umdeildu svæðum, og nú hefur verið sett upp áætlun um ferðafrelsi þeirra til Egyptalands og milli Gaza og Vesturbakkans. Þá er í bígerð að opna á ný alþjóðaflugvöllinn á Gaza ströndinni og hefjst handa við hafnarframkvæmdir þar. Allt þetta eru skref í framfaraátt, en segja má að ekkert hafi gerst þarna á svæðinu frá því Sharon tilynnti um brottflutning landnemabyggðanna. Stjórnvöld í Washington hafa líka lagt mikla áherslu á að eitthvað færi að gerast í málefnum Ísraela og Palestínumanna, til að draga athyglina frá stöðugum óförum Bandaríkjamanna í Írak. Ástandið þar hefur orðið til þess að vinsældir Bush Bandaríkjaforseta minnka stöðugt, ef hægt er að tala um vinsældir í því sambandi. Nú er svo komið að hann nýtur aðeins trausts 37 af hundraði þjóðarinnar, og er talið að það sé einkum stríðsreksturinn í Írak sem veldur því hve fáir Bandaríkjamenn treysta forseta sínum, en einnig kemur margt annað til á innanlandsvettvangi svo sem skipan hæstarétardómara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Fréttaflæðið frá Ísrael undanfarna daga hefur verið svolítið öðruvísi en oft á undanförnum árum. Í stað frétta um sjálfsmorðsárásir Palestínumanna og loftárásir Ísraela, hefur hver óvænta stórfréttin á fætur annarri komið þaðan , þótt ekki sé um að ræða árásir, limlestingar eða mannfall. Allar þessar fréttir benda vonandi til þess að betri tíð sé í vændum í Mið-Austurlöndum og var svo sannarlega tími til kominn. Þegar Ariel Sharon forsætisráðhera Ísraels steig það djarfa skref í september að fyrirskipa að allir ísraelskir landnemar á Gaza ströndinni og Vesturbakkanum skyldu fluttir á brott fannst mörgum að gamli harðsvíraði hershöfðinginn væri farinn að mýkjast allnokkuð í afstöðu sinni til Palestínumanna. Þetta skref Sharons mæltist misjafnlega fyrir innan Likudbandalagsins , en nú hefur komið í ljós að Sharon ætlar ekki að sitja við orðin tóm varðandi stefnu sína , því hann hefur nú sagt sig úr Likud bandalaginu og ætlar að stofna nýjan flokk, væntanlega til að geta komið stefnumálum sínum í framkvæmd . Þetta verður líklega einhverskonar miðjuflokkur þar sem hann verður með sína fyrri flokksfélaga til vinstri og jafnaðarmannaflokkinn til hægri . Þar hefur nú brotist til valda nokkuð óvænt nýr leiðtogi - Peretz upprunninn í Marokkó- og tekur hann við af Simoni Peres, sem marga hildina hefur háð í ísraelskum stjónrmálum. Hinn nýji foringi jafnaðarmanna hyggst beita sér fyrir ýmskonar réttarbótum á félagslega sviðinu, svo sem hækkun lægstu launa og bættum hag aldraðra svo dæmi séu nefnd. Þetta eru mál sem orðið hafa útundan í hinum eilífa ófriði í þessum heimshluta á undanförnum árum. Grundvöllurinn fyrir því hversu ákveðinn Sharon er í stefnu sinni varðandi Gaza ströndina og Vestbakkann, eru áreiðanlega maraþonfundir Condoleezzu Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna með leiðtogum Ísraels og Palestínumanna í fyrri viku. Hún yfirgaf ekki landið fyrr en búið var að ganga frá samkomulag um aukið frelsi og réttindi Palestínumanna á hinum umdeildu svæðum, og nú hefur verið sett upp áætlun um ferðafrelsi þeirra til Egyptalands og milli Gaza og Vesturbakkans. Þá er í bígerð að opna á ný alþjóðaflugvöllinn á Gaza ströndinni og hefjst handa við hafnarframkvæmdir þar. Allt þetta eru skref í framfaraátt, en segja má að ekkert hafi gerst þarna á svæðinu frá því Sharon tilynnti um brottflutning landnemabyggðanna. Stjórnvöld í Washington hafa líka lagt mikla áherslu á að eitthvað færi að gerast í málefnum Ísraela og Palestínumanna, til að draga athyglina frá stöðugum óförum Bandaríkjamanna í Írak. Ástandið þar hefur orðið til þess að vinsældir Bush Bandaríkjaforseta minnka stöðugt, ef hægt er að tala um vinsældir í því sambandi. Nú er svo komið að hann nýtur aðeins trausts 37 af hundraði þjóðarinnar, og er talið að það sé einkum stríðsreksturinn í Írak sem veldur því hve fáir Bandaríkjamenn treysta forseta sínum, en einnig kemur margt annað til á innanlandsvettvangi svo sem skipan hæstarétardómara.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun