Átök um framtíð internetsins 17. nóvember 2005 10:00 Ráðstefnan ávörpuð. Zine El Abidine Ben Ali, forseti Túnis, var á meðal þeirra sem ávörpuðu gesti WSIS-ráðstefnunnar. Aðgangur að upplýsingahraðbrautinni er viðfangsefni ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem nú fer fram í Túnis. Í gær tókst Bandaríkjamönnum að tryggja sér áframhaldandi yfirráð yfir mikilvægasta stjórntæki netsins, úthlutun léna, eftir þrýsting nokkurra ríkja um að SÞ færu með þau völd. Heimsfundur upplýsingasamfélagsins (WSIS) hófst í Túnis í gær en á ráðstefnunni sitja yfir tíu þúsund fulltrúar, þar af fjörutíu þjóðarleiðtogar. Viðfangsefni hennar er að benda á leiðir til að bæta aðgang fátækari ríkja að internetinu en minnstu munaði að deilur um yfirráð yfir netinu yfirskyggðu þær umræður. Í gær náðist aftur á móti samkomulag um óbreytt ástand. Þrátt fyrir vaxandi þrýsting á undanförnum árum hefur internetið, að minnsta kosti enn sem komið er, fengið að vaxa og dafna óhindrað. Frelsi hefur einkennt netið öðru fremur í stað reglugerða og tálmana sem annars setja svip sinn á samfélag þjóðanna í sívaxandi mæli. Deilurnar í tengslum við fund SÞ í Túnis snúast hins vegar ekki um hvort koma eigi upp einhvers konar netritstjórn heldur hvernig útdeilingu léna eigi að vera háttað og hverjir eigi að fara með það vald. Með lénin í hendi sér Í dag er þetta hlutverka á hendi bandarískrar stofnunar sem nefnist því þjála nafni Internet Corporation for Assigned Names and Numbers, eða ICANN. Hún hefur höfuðstöðvar sínar í Kaliforníu og er stýrt af málsmetandi mönnum úr netsamfélaginu af ýmsum þjóðernum. ICANN er ekki rekin í hagnaðarskyni heldur sér hún, í umboði Bandaríkjastjórnar, um að útdeila IP-tölum og lénum og halda skrá yfir þau, bæði landslén á borð við is og dk og alþjóðalén eins og com og org. Þannig áformaði stofnunin til skamms tíma við að setja klámefni netsins undir lénið xxx en þeim fyrirætlunum hefur reyndað verið frestað um sinn. Enda þótt verkefni ICANN séu einkum tæknilegs eðlis veita þau stofnuninni umtalsverð völd. Hún gæti til dæmis ákveðið að loka fyrir aðgang að tilteknum landslénum en vitaskuld hefur slíkt aldrei gerst. Þótt stofnunin hafi fengið sinn skerf af gagnrýni þykir hún samt almennt hafa farið með völd sín af ábyrgð og því hafa bandarísk stjórnvöld leyft henni að starfa óáreittri. Barist um netið Sú staðreynd að Bandaríkjamenn ráða yfir eina eiginlega stjórntæki internetsins hefur sætt talsverðri gagnrýni og hafa ríkisstjórnir ýmissa landa bent á að eðlilegra sé að slík völd séu í höndum alþjóðasamtaka á borð við SÞ eða annarrar óháðrar stofnunar. Nú þegar starfsleyfi ICANN sé við það að renna út sé rétt að endurskoða þessi mál. Um þetta hafa staðið linnulausar deilur í tvö ár og í september bættist Evrópusambandið í hóp gagnrýnendanna. Bandaríkjamenn hafa aftur á móti staðið fast á þeirri skoðun sinni að breytingar á fyrirkomulaginu myndu draga úr tækniþróun og færa þeim ríkjum sem berjast gegn tjáningarfrelsinu ritskoðunarvopn í hendurnar. Þessar áhyggjur Bandaríkjamanna eru réttmætar. Þau ríki sem andsnúnust eru áframhaldandi bandarískri stjórn á netinu eru lönd á borð við Íran og Kína en þarlend stjórnvöld reyna leynt og ljóst að koma í veg fyrir óhindraða netnotkun hjá þegnum sínum, auk þess að ritskoða aðra miðla miskunnarlítið. Kínverjar hafa, með hjálp fyrirtækja eins og Google og Yahoo, lokað á milljónir vefsíðna sem innihalda efni sem þeim er ekki þóknanlegt og yfirvöld í Teheran fylgjast grannt með netnotkun sinna þegna, allt í nafni íslam. Það skýtur hins vegar skökku við að mun auðveldara er að nálgast klámsíður í Íran en heimasíður þar sem ríkisstjórnin er gagnrýnd, að því er dagblaðið Independent hermir. Sættir náðust Í gær tókst loks að miðla málum á þann veg að umboð ICANN verður endurnýjað og því verður stjórn netsins áfram um sinn í höndum Bandaríkjamanna. Til að róa óánægðu ríkin verður hins vegar settur á fót alþjóðlegur samráðsvettvangur þar sem ýmis mál sem snúa að netinu verða til umræðu, svo sem ruslpóstur, vírusar og tölvuglæpir. Ályktanir hans verða aftur á móti ekki bindandi. Þar með er fulltrúunum 10.000 á WSIS-fundinum ekkert til fyrirstöðu að einbeita sér að því sem máli skiptir, að efla netnotkun í þróunarlöndunum en eins og sakir standa hefur aðeins brot af íbúum þeirra aðgang að netinu. Þinginu lýkur hins vegar í dag og því ríður á að nota tímann vel. Erlent Menning Tækni Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira
Aðgangur að upplýsingahraðbrautinni er viðfangsefni ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem nú fer fram í Túnis. Í gær tókst Bandaríkjamönnum að tryggja sér áframhaldandi yfirráð yfir mikilvægasta stjórntæki netsins, úthlutun léna, eftir þrýsting nokkurra ríkja um að SÞ færu með þau völd. Heimsfundur upplýsingasamfélagsins (WSIS) hófst í Túnis í gær en á ráðstefnunni sitja yfir tíu þúsund fulltrúar, þar af fjörutíu þjóðarleiðtogar. Viðfangsefni hennar er að benda á leiðir til að bæta aðgang fátækari ríkja að internetinu en minnstu munaði að deilur um yfirráð yfir netinu yfirskyggðu þær umræður. Í gær náðist aftur á móti samkomulag um óbreytt ástand. Þrátt fyrir vaxandi þrýsting á undanförnum árum hefur internetið, að minnsta kosti enn sem komið er, fengið að vaxa og dafna óhindrað. Frelsi hefur einkennt netið öðru fremur í stað reglugerða og tálmana sem annars setja svip sinn á samfélag þjóðanna í sívaxandi mæli. Deilurnar í tengslum við fund SÞ í Túnis snúast hins vegar ekki um hvort koma eigi upp einhvers konar netritstjórn heldur hvernig útdeilingu léna eigi að vera háttað og hverjir eigi að fara með það vald. Með lénin í hendi sér Í dag er þetta hlutverka á hendi bandarískrar stofnunar sem nefnist því þjála nafni Internet Corporation for Assigned Names and Numbers, eða ICANN. Hún hefur höfuðstöðvar sínar í Kaliforníu og er stýrt af málsmetandi mönnum úr netsamfélaginu af ýmsum þjóðernum. ICANN er ekki rekin í hagnaðarskyni heldur sér hún, í umboði Bandaríkjastjórnar, um að útdeila IP-tölum og lénum og halda skrá yfir þau, bæði landslén á borð við is og dk og alþjóðalén eins og com og org. Þannig áformaði stofnunin til skamms tíma við að setja klámefni netsins undir lénið xxx en þeim fyrirætlunum hefur reyndað verið frestað um sinn. Enda þótt verkefni ICANN séu einkum tæknilegs eðlis veita þau stofnuninni umtalsverð völd. Hún gæti til dæmis ákveðið að loka fyrir aðgang að tilteknum landslénum en vitaskuld hefur slíkt aldrei gerst. Þótt stofnunin hafi fengið sinn skerf af gagnrýni þykir hún samt almennt hafa farið með völd sín af ábyrgð og því hafa bandarísk stjórnvöld leyft henni að starfa óáreittri. Barist um netið Sú staðreynd að Bandaríkjamenn ráða yfir eina eiginlega stjórntæki internetsins hefur sætt talsverðri gagnrýni og hafa ríkisstjórnir ýmissa landa bent á að eðlilegra sé að slík völd séu í höndum alþjóðasamtaka á borð við SÞ eða annarrar óháðrar stofnunar. Nú þegar starfsleyfi ICANN sé við það að renna út sé rétt að endurskoða þessi mál. Um þetta hafa staðið linnulausar deilur í tvö ár og í september bættist Evrópusambandið í hóp gagnrýnendanna. Bandaríkjamenn hafa aftur á móti staðið fast á þeirri skoðun sinni að breytingar á fyrirkomulaginu myndu draga úr tækniþróun og færa þeim ríkjum sem berjast gegn tjáningarfrelsinu ritskoðunarvopn í hendurnar. Þessar áhyggjur Bandaríkjamanna eru réttmætar. Þau ríki sem andsnúnust eru áframhaldandi bandarískri stjórn á netinu eru lönd á borð við Íran og Kína en þarlend stjórnvöld reyna leynt og ljóst að koma í veg fyrir óhindraða netnotkun hjá þegnum sínum, auk þess að ritskoða aðra miðla miskunnarlítið. Kínverjar hafa, með hjálp fyrirtækja eins og Google og Yahoo, lokað á milljónir vefsíðna sem innihalda efni sem þeim er ekki þóknanlegt og yfirvöld í Teheran fylgjast grannt með netnotkun sinna þegna, allt í nafni íslam. Það skýtur hins vegar skökku við að mun auðveldara er að nálgast klámsíður í Íran en heimasíður þar sem ríkisstjórnin er gagnrýnd, að því er dagblaðið Independent hermir. Sættir náðust Í gær tókst loks að miðla málum á þann veg að umboð ICANN verður endurnýjað og því verður stjórn netsins áfram um sinn í höndum Bandaríkjamanna. Til að róa óánægðu ríkin verður hins vegar settur á fót alþjóðlegur samráðsvettvangur þar sem ýmis mál sem snúa að netinu verða til umræðu, svo sem ruslpóstur, vírusar og tölvuglæpir. Ályktanir hans verða aftur á móti ekki bindandi. Þar með er fulltrúunum 10.000 á WSIS-fundinum ekkert til fyrirstöðu að einbeita sér að því sem máli skiptir, að efla netnotkun í þróunarlöndunum en eins og sakir standa hefur aðeins brot af íbúum þeirra aðgang að netinu. Þinginu lýkur hins vegar í dag og því ríður á að nota tímann vel.
Erlent Menning Tækni Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira