Bakþankar eftir milljarða mistök 5. nóvember 2005 06:00 Hringbrautin nýja í Reykjavík er orðin eitt af undrum höfuðborgarinnar. Hún sómir sér vel á skrá yfir misheppnuðustu mannvirki landsins. Látum vera að þegar ekið er í austur lenda menn vestur í bæ. Látum vera að skrautgöngubrýr, sem eru hundruð metra að lengd og kostuðu milljónatugi, verða sennilega lítið sem ekkert notaðar. Hörmulegast er hvernig farið hefur verið með verðmætasta byggingarland borgarinnar sem lagt hefur verið undir malbik. Mistökin blasa við sérhverjum manni með meðalbrjóstvit en hafa af einhverjum ástæðum algjörlega farið framhjá verkfræðingunum sem önnuðust hönnunina og fráfarandi borgarstjórnarmeirihluta R-listans sem knúði framkvæmdina í gegn í óþökk fjölda borgarbúa og skellti skollaeyrum við varnaðarorðum dómbærra manna. Þar til nú mörgum milljörðum seinna – að tveir þeirra valdamanna borgarinnar sem mesta ábyrgð bera á hneykslinu, borgarfulltrúarnir Árni Þór Sigurðsson og Dagur B. Eggertsson, gefa sig fram og tala um að Hringbrautin hefði átt að fara í stokk. "Mér urðu á mistök," sagði Árni Þór í sjónvarpsviðtali í vikunni. Það er vissulega drengilegt að viðurkenna slíkt, en sú spurning vaknar hvort hægt sé að tilkynna um milljarða mistök eins og borgarfulltrúarnir eru að gera án þess að fylgja því eftir með afsögn. Vert er að rifja upp að nokkur undanfarin ár hafa Höfuðborgarsamtökin og Samtök um betri byggð og sérstakur Átakshópur á þeirra vegum barist gegn lagningu hinnar nýju Hringbrautar, hvatt til þess að hún yrði í staðinn sett í stokk og lagt fram tillögur og kostnaðarmat máli sínu til stuðnings. Fór Örn Sigurðsson arkitekt fyrir þessum samtökum og vakti athygli fyrir rökfastan og skynsamlegan málflutning. R-listinn með Árna Þór Sigurðsson og Dag B. Eggertsson í broddi fylkingar blés þá á andmælin og tillögurnar. Var fáránlegustu rökum beitt til að kveða þessar grasrótarhreyfingar í kútinn, en þó var verst hvernig reynt var að þagga baráttuna niður. Engir borgarfulltrúar R-listans mættu á borgarafundi um málið sem Höfuðborgarsamtökin efndu til í Ráðhúsi Reykjavíkur í febrúar og mars í fyrra. Í ljósi þessa er ekki nema eðlilegt að ofangreind samtök sendi nú frá sér yfirlýsingu þar sem því er lýst yfir að dapurlegt sé að heyra fyrrnefnda borgarfulltrúa "ræða fjálglega hve gott sé að setja stofnbrautir í stokka til að spara dýrmætt byggingarland og til að þyrma viðkvæmu borgarumhverfi". Allt er Hringbrautarmálið hneyksli sem nýr borgarstjórnarmeirihluti verður að fara í saumana á og finna leiðir hvernig hægt er að bæta úr. Það verður líklega dýrasta skipulagsleiðréttingin í sögu Reykjavíkur og snautlegur bautasteinn R-listans eftir tólf ára valdatíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Skoðanir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun
Hringbrautin nýja í Reykjavík er orðin eitt af undrum höfuðborgarinnar. Hún sómir sér vel á skrá yfir misheppnuðustu mannvirki landsins. Látum vera að þegar ekið er í austur lenda menn vestur í bæ. Látum vera að skrautgöngubrýr, sem eru hundruð metra að lengd og kostuðu milljónatugi, verða sennilega lítið sem ekkert notaðar. Hörmulegast er hvernig farið hefur verið með verðmætasta byggingarland borgarinnar sem lagt hefur verið undir malbik. Mistökin blasa við sérhverjum manni með meðalbrjóstvit en hafa af einhverjum ástæðum algjörlega farið framhjá verkfræðingunum sem önnuðust hönnunina og fráfarandi borgarstjórnarmeirihluta R-listans sem knúði framkvæmdina í gegn í óþökk fjölda borgarbúa og skellti skollaeyrum við varnaðarorðum dómbærra manna. Þar til nú mörgum milljörðum seinna – að tveir þeirra valdamanna borgarinnar sem mesta ábyrgð bera á hneykslinu, borgarfulltrúarnir Árni Þór Sigurðsson og Dagur B. Eggertsson, gefa sig fram og tala um að Hringbrautin hefði átt að fara í stokk. "Mér urðu á mistök," sagði Árni Þór í sjónvarpsviðtali í vikunni. Það er vissulega drengilegt að viðurkenna slíkt, en sú spurning vaknar hvort hægt sé að tilkynna um milljarða mistök eins og borgarfulltrúarnir eru að gera án þess að fylgja því eftir með afsögn. Vert er að rifja upp að nokkur undanfarin ár hafa Höfuðborgarsamtökin og Samtök um betri byggð og sérstakur Átakshópur á þeirra vegum barist gegn lagningu hinnar nýju Hringbrautar, hvatt til þess að hún yrði í staðinn sett í stokk og lagt fram tillögur og kostnaðarmat máli sínu til stuðnings. Fór Örn Sigurðsson arkitekt fyrir þessum samtökum og vakti athygli fyrir rökfastan og skynsamlegan málflutning. R-listinn með Árna Þór Sigurðsson og Dag B. Eggertsson í broddi fylkingar blés þá á andmælin og tillögurnar. Var fáránlegustu rökum beitt til að kveða þessar grasrótarhreyfingar í kútinn, en þó var verst hvernig reynt var að þagga baráttuna niður. Engir borgarfulltrúar R-listans mættu á borgarafundi um málið sem Höfuðborgarsamtökin efndu til í Ráðhúsi Reykjavíkur í febrúar og mars í fyrra. Í ljósi þessa er ekki nema eðlilegt að ofangreind samtök sendi nú frá sér yfirlýsingu þar sem því er lýst yfir að dapurlegt sé að heyra fyrrnefnda borgarfulltrúa "ræða fjálglega hve gott sé að setja stofnbrautir í stokka til að spara dýrmætt byggingarland og til að þyrma viðkvæmu borgarumhverfi". Allt er Hringbrautarmálið hneyksli sem nýr borgarstjórnarmeirihluti verður að fara í saumana á og finna leiðir hvernig hægt er að bæta úr. Það verður líklega dýrasta skipulagsleiðréttingin í sögu Reykjavíkur og snautlegur bautasteinn R-listans eftir tólf ára valdatíð.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun